Tekist hefur að ráða í fimmtíu stöðugildi hjá leikskólum Reykjavíkurborgar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 15. júní 2018 19:00 Tekist hefur að ráða í fimmtíu stöðugildi af þeim rúmu tvö hundruð sem ráða þarf í, í leikskólum Reykjavíkurborgar fyrir komandi skólaár. Formaður skóla- og frístundasviðs segir nýjan borgarstjórnarmeirihluta ætlað sér að efna kosningaloforðin. Fyrr í vikunni var greint frá því að leikskólastjórnendur í Reykjavík hafi undrast að nýr borgarstjórnarmeirihluti ætli að fjölga leikskólaplássum á sama tíma og illa hafi gengið að manna lausar stöður í leikskólum borgarinnar. Könnun skóla- og frístundasviðs í lok apríl sýndi fram á að ráð þyrfti tvö hundruð stöðugildi í leikskólum borgarinnar. Önnur sambærileg könnun var gerð í byrjun júní og sú könnun sýnd fram á að ráð þyrfti í hundrað sjötíu og fimm stöðugildi og er þar átt við starfsfólk í hundrað prósent vinnu. „Það er alveg klárt að við þurfum að vera með upp brettar ermar áfram í að fylla lausar stöður. Þetta gerist alltaf þegar það er þensla að þá er erfiðara að fylla stöðurnar en útlitið er samt betra, finnst okkur, núna. Það er betra hljóð í leikskólastjórum og það eru fleiri umsóknir að koma inn en á sama tíma og í fyrra,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Leikskólastjórnar hafa einnig áhyggjur yfir lélegri nýliðun í starfinu og að hlutfall menntaðra leikskólakennara sé lægst í Reykjavík.Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs ReykjavíkurborgarVísir/Stöð 2„Við höfum brugðist við því með því að horfa mjög nákvæmlega á starfsumhverfið og hvað við getum gert til þess að bæta það. Gera það eftirsóknarverðara að koma og vinna í leikskólum borgarinnar og það eru ýmsar tillögur þar sem að við samþykktum fyrr á árinu og koma til framkvæmda núna 1. Ágúst og inn í haustinu,“ segir Skúli. Þar verður gert meðal annars með því að fækka börnum inn á leikskóladeildum, fjölga starfsfólki á elstu deildum, auka undirbúningsvinnu og styðja við liðsheild með aukni fjármagni.Væri það ásættanleg ef að einungis 25% væru menntaðir kennarar í grunnskólum borgarinnar?„Nei alls ekki og þetta er það sem við höfum skrifað inn í okkar tillögur. Við erum byrjuð að vinna þetta með ríkisvaldinu, með Mennamálaráðuneytinu í tillögum um hvernig ríki og borg og sveitarfélögin í heild sinni geti unnið saman í þessu að fá fleiri til þess að sjá hvað þetta er spennandi starf“ segir Skúli. Skúli segir nýjan borgarstjórnarmeirihluta ætla sér að standa við kosningaloforðin. „Ég er sannfærður um það, útlitið er betra á mörgum sviðum,“ segir Skúli Kjaramál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Minnst 200 leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust Að minnsta kosti tvö hundruð leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust að sögn leikskólastjóra. Leikskólastjórnendur undrast að nýr borgarstjórnarmeirihluti ætli að fjölga leikskólaplássum á sama tíma og illa gengur að manna lausar stöður. 13. júní 2018 20:45 Einn leikskóli í hverju hverfi opinn næsta sumar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn og nýr formaður borgarráðs, segir að nýr meirihluti í Reykjavík muni koma til með að hafa mikil áhrif á allt sem snýr að barnafjölskyldum. 12. júní 2018 15:12 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Tekist hefur að ráða í fimmtíu stöðugildi af þeim rúmu tvö hundruð sem ráða þarf í, í leikskólum Reykjavíkurborgar fyrir komandi skólaár. Formaður skóla- og frístundasviðs segir nýjan borgarstjórnarmeirihluta ætlað sér að efna kosningaloforðin. Fyrr í vikunni var greint frá því að leikskólastjórnendur í Reykjavík hafi undrast að nýr borgarstjórnarmeirihluti ætli að fjölga leikskólaplássum á sama tíma og illa hafi gengið að manna lausar stöður í leikskólum borgarinnar. Könnun skóla- og frístundasviðs í lok apríl sýndi fram á að ráð þyrfti tvö hundruð stöðugildi í leikskólum borgarinnar. Önnur sambærileg könnun var gerð í byrjun júní og sú könnun sýnd fram á að ráð þyrfti í hundrað sjötíu og fimm stöðugildi og er þar átt við starfsfólk í hundrað prósent vinnu. „Það er alveg klárt að við þurfum að vera með upp brettar ermar áfram í að fylla lausar stöður. Þetta gerist alltaf þegar það er þensla að þá er erfiðara að fylla stöðurnar en útlitið er samt betra, finnst okkur, núna. Það er betra hljóð í leikskólastjórum og það eru fleiri umsóknir að koma inn en á sama tíma og í fyrra,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Leikskólastjórnar hafa einnig áhyggjur yfir lélegri nýliðun í starfinu og að hlutfall menntaðra leikskólakennara sé lægst í Reykjavík.Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs ReykjavíkurborgarVísir/Stöð 2„Við höfum brugðist við því með því að horfa mjög nákvæmlega á starfsumhverfið og hvað við getum gert til þess að bæta það. Gera það eftirsóknarverðara að koma og vinna í leikskólum borgarinnar og það eru ýmsar tillögur þar sem að við samþykktum fyrr á árinu og koma til framkvæmda núna 1. Ágúst og inn í haustinu,“ segir Skúli. Þar verður gert meðal annars með því að fækka börnum inn á leikskóladeildum, fjölga starfsfólki á elstu deildum, auka undirbúningsvinnu og styðja við liðsheild með aukni fjármagni.Væri það ásættanleg ef að einungis 25% væru menntaðir kennarar í grunnskólum borgarinnar?„Nei alls ekki og þetta er það sem við höfum skrifað inn í okkar tillögur. Við erum byrjuð að vinna þetta með ríkisvaldinu, með Mennamálaráðuneytinu í tillögum um hvernig ríki og borg og sveitarfélögin í heild sinni geti unnið saman í þessu að fá fleiri til þess að sjá hvað þetta er spennandi starf“ segir Skúli. Skúli segir nýjan borgarstjórnarmeirihluta ætla sér að standa við kosningaloforðin. „Ég er sannfærður um það, útlitið er betra á mörgum sviðum,“ segir Skúli
Kjaramál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Minnst 200 leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust Að minnsta kosti tvö hundruð leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust að sögn leikskólastjóra. Leikskólastjórnendur undrast að nýr borgarstjórnarmeirihluti ætli að fjölga leikskólaplássum á sama tíma og illa gengur að manna lausar stöður. 13. júní 2018 20:45 Einn leikskóli í hverju hverfi opinn næsta sumar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn og nýr formaður borgarráðs, segir að nýr meirihluti í Reykjavík muni koma til með að hafa mikil áhrif á allt sem snýr að barnafjölskyldum. 12. júní 2018 15:12 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Minnst 200 leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust Að minnsta kosti tvö hundruð leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust að sögn leikskólastjóra. Leikskólastjórnendur undrast að nýr borgarstjórnarmeirihluti ætli að fjölga leikskólaplássum á sama tíma og illa gengur að manna lausar stöður. 13. júní 2018 20:45
Einn leikskóli í hverju hverfi opinn næsta sumar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn og nýr formaður borgarráðs, segir að nýr meirihluti í Reykjavík muni koma til með að hafa mikil áhrif á allt sem snýr að barnafjölskyldum. 12. júní 2018 15:12