Denver í gær og Dallas í dag│Tryggvi til skoðunar víða Arnar Geir Halldórsson skrifar 15. júní 2018 10:00 Tryggvi æfði hjá Phoenix Suns á dögunum Tryggvi Snær Hlinason æfði með Denver Nuggets í gær en nú styttist óðum í nýliðavalið í NBA körfuboltanum. Það fer fram þann 21.júní næstkomandi og eru flest lið deildarinnar að nýta tímann til að skoða hvað er í boði. Nuggets eiga valrétti númer 14, 43 og 58 en gárungar vestanhafs telja töluverðar líkur á að Tryggvi verði valinn á seinni stigum nýliðavalsins.Tryggvi Snær æfði með Phoenix Suns á dögunum og hefur íslenski landsliðsmiðherjinn vakið athygli fleiri liða.Benedikt Guðmundsson, körfuknattleiksþjálfari, þekkir vel til Tryggva eftir að hafa þjálfað hann hjá Þór á Akureyri þar sem Tryggvi steig sín fyrstu skref í körfuboltanum. Benedikt birti skemmtilega færslu á Twitter síðu sinni í gærkvöldi þar sem hann greinir jafnframt frá því að Tryggvi muni æfa hjá Dallas Mavericks í dag. Færslu Benedikts má sjá hér fyrir neðanFyrir 14 árum lét @jonstef9 mig hafa nokkrar Dallas treyjur þegar hann var þar. Ég gaf @lubjark eina sem var 4XL. Þegar ég tók við Þór Ak var þessi treyja í notkun af ungum leikmanni liðsins sem var nýbyrjaður. Þessi drengur er að fara á æfingu hjá Dallas á morgun. #NBADraft pic.twitter.com/0ysAHroq7O— Benedikt Guðmundsson (@BenediktGumund1) June 14, 2018 Verður Tryggvi annar Íslendingurinn til að spila í NBA?Fari svo að Tryggvi nái alla leið og muni spila í NBA verður hann aðeins annar Íslendingurinn til að ná því magnaða afreki. Hinn er Pétur Guðmundsson sem var valinn í þriðju umferð nýliðavalsins árið 1981 af Portland Trail Blazers. Hann lék svo síðar með Los Angeles Lakers og San Antonio Spurs. Þá var Jón Arnór Stefánsson á mála hjá Dallas Mavericks árið 2003 en hann lék ekki deildarleik með liðinu. NBA Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira
Tryggvi Snær Hlinason æfði með Denver Nuggets í gær en nú styttist óðum í nýliðavalið í NBA körfuboltanum. Það fer fram þann 21.júní næstkomandi og eru flest lið deildarinnar að nýta tímann til að skoða hvað er í boði. Nuggets eiga valrétti númer 14, 43 og 58 en gárungar vestanhafs telja töluverðar líkur á að Tryggvi verði valinn á seinni stigum nýliðavalsins.Tryggvi Snær æfði með Phoenix Suns á dögunum og hefur íslenski landsliðsmiðherjinn vakið athygli fleiri liða.Benedikt Guðmundsson, körfuknattleiksþjálfari, þekkir vel til Tryggva eftir að hafa þjálfað hann hjá Þór á Akureyri þar sem Tryggvi steig sín fyrstu skref í körfuboltanum. Benedikt birti skemmtilega færslu á Twitter síðu sinni í gærkvöldi þar sem hann greinir jafnframt frá því að Tryggvi muni æfa hjá Dallas Mavericks í dag. Færslu Benedikts má sjá hér fyrir neðanFyrir 14 árum lét @jonstef9 mig hafa nokkrar Dallas treyjur þegar hann var þar. Ég gaf @lubjark eina sem var 4XL. Þegar ég tók við Þór Ak var þessi treyja í notkun af ungum leikmanni liðsins sem var nýbyrjaður. Þessi drengur er að fara á æfingu hjá Dallas á morgun. #NBADraft pic.twitter.com/0ysAHroq7O— Benedikt Guðmundsson (@BenediktGumund1) June 14, 2018 Verður Tryggvi annar Íslendingurinn til að spila í NBA?Fari svo að Tryggvi nái alla leið og muni spila í NBA verður hann aðeins annar Íslendingurinn til að ná því magnaða afreki. Hinn er Pétur Guðmundsson sem var valinn í þriðju umferð nýliðavalsins árið 1981 af Portland Trail Blazers. Hann lék svo síðar með Los Angeles Lakers og San Antonio Spurs. Þá var Jón Arnór Stefánsson á mála hjá Dallas Mavericks árið 2003 en hann lék ekki deildarleik með liðinu.
NBA Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira