Gjörningur í beinni frá Reykjavík og á skjá í Gent Stefán Þór Hjartarson skrifar 15. júní 2018 06:00 Elísabet verður í góðum gír heima í herbergi að sýna Belgum gjörning. Listakonan Elísabet Birta Sveinsdóttir sýnir gjörning í Gent í Belgíu í kvöld – en gjörninginn fremur Elísabet inni í herberginu sínu í Reykjavík og honum verður varpað á vegg í galleríinu In De Ruimte í Belgíu. Svona er nútímatæknin. Allir geta fylgst með gjörningnum í beinni útsendingu á Instagram-reikningi Elísabetar og á Facebook-síðu viðburðarins. Elísabet er einnig með myndbandsverk á þessari sömu samsýningu í Belgíu þar sem hún sýnir með hóp listamanna en sýningin verður opin í viku. „Í staðinn fyrir að vera á staðnum þá fannst sýningarstjóranum sniðugt að ég myndi gera gjörning í gegnum netið. Ég verð hérna heima á Íslandi og mun sýna gjörninginn í beinni frá svefnherberginu mínu í Reykjavík. Í stað þess að varpa bara gjörningnum í rýmið í Belgíu, af hverju þá ekki bara að opna það og leyfa fleirum að sjá? Ég ætla því að hafa þetta opið og í beinni fyrir veröldina,“ segir Elísabet Birta. Sýningin nefnist About you og er þema hennar sjálfsmyndin. Elísabet mun meðal annars notast við texta sem þær Ísabella Katarína Márusdóttir sömdu fyrir annað sviðsverk. „Af því að ég er að gera gjörninginn beint úr mínu einkarými þá verður þetta pínu svona „á bak við tjöldin“ og fjallar um ástandið sem ég er í þegar ég er að skapa, það sem er á bak við verkin mín almennt. Þetta er textavinna úr fyrri verkum, tónlist og svo verð ég með uppstoppaðan ref hjá mér, hundana mína og kindagæru sem ég keypti um daginn – ég verð líka klædd englavængjum. Þarna verð ég í kúri, mjög kósí stund með þessa leikmuni og mun halda eins manns tónleika með sjálfri mér sem ég deili með heiminum.“ Elísabet segir að í textanum sem hún flytur í gjörningnum megi finna ákveðinn lykil að verkinu. „Það er margt sem kemur fram í lagatextunum sem sýnir um hvað verkið fjallar. Þeir varpa ljósi á að þarna er í raun karaktersköpun og þeir samdir út frá því að ég sé ákveðin birtingarmynd tegundarinnar, mannsins, og sýna líka mínar tilfinningar gagnvart því að vera manneskja á jörðinni og samskipti mín við aðrar tegundir og manneskjur. Þarna má líka finna ástina og sitthvað fleira.“ Gjörningurinn fer fram um klukkan átta í kvöld að íslenskum tíma og má fylgjast með honum á Instagram-síðu Elísabetar á instagram.com/elisabetbirta. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Sjá meira
Listakonan Elísabet Birta Sveinsdóttir sýnir gjörning í Gent í Belgíu í kvöld – en gjörninginn fremur Elísabet inni í herberginu sínu í Reykjavík og honum verður varpað á vegg í galleríinu In De Ruimte í Belgíu. Svona er nútímatæknin. Allir geta fylgst með gjörningnum í beinni útsendingu á Instagram-reikningi Elísabetar og á Facebook-síðu viðburðarins. Elísabet er einnig með myndbandsverk á þessari sömu samsýningu í Belgíu þar sem hún sýnir með hóp listamanna en sýningin verður opin í viku. „Í staðinn fyrir að vera á staðnum þá fannst sýningarstjóranum sniðugt að ég myndi gera gjörning í gegnum netið. Ég verð hérna heima á Íslandi og mun sýna gjörninginn í beinni frá svefnherberginu mínu í Reykjavík. Í stað þess að varpa bara gjörningnum í rýmið í Belgíu, af hverju þá ekki bara að opna það og leyfa fleirum að sjá? Ég ætla því að hafa þetta opið og í beinni fyrir veröldina,“ segir Elísabet Birta. Sýningin nefnist About you og er þema hennar sjálfsmyndin. Elísabet mun meðal annars notast við texta sem þær Ísabella Katarína Márusdóttir sömdu fyrir annað sviðsverk. „Af því að ég er að gera gjörninginn beint úr mínu einkarými þá verður þetta pínu svona „á bak við tjöldin“ og fjallar um ástandið sem ég er í þegar ég er að skapa, það sem er á bak við verkin mín almennt. Þetta er textavinna úr fyrri verkum, tónlist og svo verð ég með uppstoppaðan ref hjá mér, hundana mína og kindagæru sem ég keypti um daginn – ég verð líka klædd englavængjum. Þarna verð ég í kúri, mjög kósí stund með þessa leikmuni og mun halda eins manns tónleika með sjálfri mér sem ég deili með heiminum.“ Elísabet segir að í textanum sem hún flytur í gjörningnum megi finna ákveðinn lykil að verkinu. „Það er margt sem kemur fram í lagatextunum sem sýnir um hvað verkið fjallar. Þeir varpa ljósi á að þarna er í raun karaktersköpun og þeir samdir út frá því að ég sé ákveðin birtingarmynd tegundarinnar, mannsins, og sýna líka mínar tilfinningar gagnvart því að vera manneskja á jörðinni og samskipti mín við aðrar tegundir og manneskjur. Þarna má líka finna ástina og sitthvað fleira.“ Gjörningurinn fer fram um klukkan átta í kvöld að íslenskum tíma og má fylgjast með honum á Instagram-síðu Elísabetar á instagram.com/elisabetbirta.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Sjá meira