Tár féllu þegar Jón Daði skoðaði kveðjugjöfina frá unnustunni Kolbeinn Tumi Daðason í Moskvu skrifar 15. júní 2018 07:30 Jón Daði á æfingu með strákunum í Kabardinka. Vísir/Vilhelm Það er óhætt að segja að Jón Daði Böðvarsson sé vel stemmdur fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta. Framherjinn sem stimplaði sig inn með látum í undankeppni EM fyrir sex árum hefur skapað sér stöðu sem vinnuhundur og lykilmaður landsliðsins. „Ég titra af spenningi eins og krakki að bíða eftir jólagjöfunum,“ segir Jón Daði. Hann er einlægur í viðtölum sem er í takti við persónuleikann, heimakær Selfyssingur í hinum stóra atvinnumannaheimi. Hann hefur þó hvergi gleymt rótunum. Reglulega gefur hann af sér í heimabænum, situr fyrir á myndum, fer á æfingar hjá yngri flokkum og gefur eiginhandarráritanir og góð ráð.Jón Daði raðaði inn mörkunum með Selfoss í Pepsi-deildinni sumarið 2012.Vísir/Ernir„Það er ákveðin hugsun í hausnum að gleyma ekki hvaðan þú ert. Maður kemur frá þessu litla bæjarfélagi Selfossi, var þar frá því ég var sex ára og þangað til ég flutti út tvítugur. Mér þykir svakalega vænt um þetta bæjarfélag og ég reyni alltaf að gefa af mér eins mikið og ég get. Hvort sem er að mæta í Nettó og skrifa eiginhandaráritanir eða fyrir krakkana að fá myndir eða eitthvað. Það er það sem gildir í lífinu sjálfu,“ segir Jón Daði. Enginn sem þekkir til Jóns Daða eða hefur rætt við hann efast eina sekúndu um að hann meinar það sem hann segir. Rótunum má ekki gleyma. „Algjörlega, þú mátt ekkert gleyma því. Einhvern veginn eins og ég hef alltaf verið og held áfram að vera.“Falleg mynd af parinu úr einkasafni.Unnusta Jóns Daða, María Ósk Skúladóttir, kom sínum manni á óvart fyrir ferðina með kveðjugjöf. Fréttastofa fékk veður af gjöfinni og spurði Jón Daða út í hana. „Þetta var gjöf sem konan mín gaf mér fyrir mót, kveðjugjöf, afmælisgjöf. Hún bjó til þessa bók þar sem fullt af vinum og fjölskyldumeðlimum skrifuðu falleg kvejðuorð fyrir mót. Það hefur sannarlega gefið mér innblástur og góða tilfinningu fyrir mótið,“ segir Jón Daði. Hann nýtur þess að skoða hana. „Ég greip í hana í fyrradag og er ekki frá því að það féllu smá tár. Þetta var svo fallega skrifað hjá öllum. Þetta er örugglega besta gjöf sem kærastan hefur gefið mér.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Það er óhætt að segja að Jón Daði Böðvarsson sé vel stemmdur fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta. Framherjinn sem stimplaði sig inn með látum í undankeppni EM fyrir sex árum hefur skapað sér stöðu sem vinnuhundur og lykilmaður landsliðsins. „Ég titra af spenningi eins og krakki að bíða eftir jólagjöfunum,“ segir Jón Daði. Hann er einlægur í viðtölum sem er í takti við persónuleikann, heimakær Selfyssingur í hinum stóra atvinnumannaheimi. Hann hefur þó hvergi gleymt rótunum. Reglulega gefur hann af sér í heimabænum, situr fyrir á myndum, fer á æfingar hjá yngri flokkum og gefur eiginhandarráritanir og góð ráð.Jón Daði raðaði inn mörkunum með Selfoss í Pepsi-deildinni sumarið 2012.Vísir/Ernir„Það er ákveðin hugsun í hausnum að gleyma ekki hvaðan þú ert. Maður kemur frá þessu litla bæjarfélagi Selfossi, var þar frá því ég var sex ára og þangað til ég flutti út tvítugur. Mér þykir svakalega vænt um þetta bæjarfélag og ég reyni alltaf að gefa af mér eins mikið og ég get. Hvort sem er að mæta í Nettó og skrifa eiginhandaráritanir eða fyrir krakkana að fá myndir eða eitthvað. Það er það sem gildir í lífinu sjálfu,“ segir Jón Daði. Enginn sem þekkir til Jóns Daða eða hefur rætt við hann efast eina sekúndu um að hann meinar það sem hann segir. Rótunum má ekki gleyma. „Algjörlega, þú mátt ekkert gleyma því. Einhvern veginn eins og ég hef alltaf verið og held áfram að vera.“Falleg mynd af parinu úr einkasafni.Unnusta Jóns Daða, María Ósk Skúladóttir, kom sínum manni á óvart fyrir ferðina með kveðjugjöf. Fréttastofa fékk veður af gjöfinni og spurði Jón Daða út í hana. „Þetta var gjöf sem konan mín gaf mér fyrir mót, kveðjugjöf, afmælisgjöf. Hún bjó til þessa bók þar sem fullt af vinum og fjölskyldumeðlimum skrifuðu falleg kvejðuorð fyrir mót. Það hefur sannarlega gefið mér innblástur og góða tilfinningu fyrir mótið,“ segir Jón Daði. Hann nýtur þess að skoða hana. „Ég greip í hana í fyrradag og er ekki frá því að það féllu smá tár. Þetta var svo fallega skrifað hjá öllum. Þetta er örugglega besta gjöf sem kærastan hefur gefið mér.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira