Strákarnir unnu sér inn fyrir frídeginum með erfiðri æfingu Tómas Þór Þórðarson í Moskvu skrifar 15. júní 2018 08:00 Hér má sjá einn hjólahópinn sem Maggi Gylfa leiddi um stræti og strönd Kabardinka. vísir/vilhelm „Þetta er búið að vera mjög gott. Völlurinn er góður, hótelið fínt þannig það er ekki yfir neinu að klaga. Við erum í flottum aðstæðum hérna til að gera okkur klára í leikinn,“ segir Ólafur Ingi Skúlason, miðjumaður íslenska landsliðsins í fótbolta, um lífið í Gelendzikh þar sem að strákarnir okkar dvelja og æfa á meðan HM stendur.Sjá einnig:Ólafur Ingi: Rússinn hrifinn af hormottunni en ég á eftir að sjá eftir þessu Hótellífið er ekkert fyrir alla og mikilvægt að finna sér eitthvað að gera en Ólafur og okkar menn eru duglegir að hafa eitthvað fyrir stafni og þeim leiðist ekkert. „Við reynum að halda lífi og fjöri í þessu inn á milli þegar að það koma einhverjir klukkutímar inn á milli. Við erum náttúrlega ekki búnir að vera svo lengi hérna. Menn eru bara spenntir og við erum svolítið bara að bíða eftir leiknum á laugardaginn. Það hefur ekki verið neitt vandamál að drepa tímann,“ segir Ólafur Ingi.Strákranir keyrðu púlsinn upp í fyrradag og fengu frídag á móti.vísri/vilhelmAðstæður leyfa betri bolta Árbæingurinn er ekkert mikið fyrir að sleikja sólina allan daginn. Það eru aðrir í landsliðinu sem elska að vera sólbrúnir og sætir og vinna hart í því. „Það er eins og sumir vilji alltaf blómum á sig bæta. Ég er nú ekki mikið fyrir það að vera á sundlaugabakkanum eins og sést þar sem ég er nú hvítari heldur en flestir hérna. En þetta er bara gott. Menn hafa þetta bara eins og þeir vilja. Sumum finnst gott að sleikja sólina en aðrir vilja frekar vera inni og spila,“ segir Ólafur Ingi. Miðjumaðurinn segir æfingarnar í Kabardinka þar sem að æfingavöllurinn er vera alveg frábæran sem skilar betri æfingum. Laugardalsvöllur var strákunum erfiður miðað við þessa flöt sem boðið er upp á. „Aðstæður hérna leyfa betri fótbolta. Völlurinn er svo geggjaður og það skilar meira tempó á æfingum. Boltinn gengur hraðar þannig að menn þurfa að hreyfa sig hraðar og taka ákvarðanir fyrr. Það er bara búið að vera mjög hollt fyrir okkur að vera á svona góðum grasvelli með fullri virðingu fyrir Laugardalsvellinum. Hann er náttúrlega ekkert í líkingu við þetta enda veðrið allt öðruvísi,“ segir Ólafur Ingi.Ólafur Ingi Skúlason í viðtölum á æfingunni í fyrradag.vísir/vilhelmVöldu frídaginn sjálfir „Við erum búnir að skerpa vel á okkur. Við áttum góða æfingu í fyrradag og svo fengu menn frídag í gær og gátu hlaðið batteríin. Það verður svo tekið á því í dag, hlutirnir fínpússaðir á morgun og svo verðum við klárir á laugardaginn.“ Okkar menn fengu frídag í gær. Þeir þurftu ekki að æfa og nýttu margir hverjir tækifærið til að hjóla um Kabardinka og slaka á. Þetta var eitthvað sem strákarnir vildu og þeir unnu sér inn fyrir frídeginum. „Við fengum að velja þetta sjálfir. Við tókum í staðinn mjög góða en erfiða æfingu á þriðjudaginn. Við kusum það frekar að taka vel á því á þeirri æfingu og þrýsta upp púlsinum aðeins. Á móti fengum við frídag í gær. Það er bara gott að fá einn dag þar sem við gátum kúplað okkur út og hugsað um líkamann,“ segir Ólafur Ingi Skúlason.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Sjá meira
„Þetta er búið að vera mjög gott. Völlurinn er góður, hótelið fínt þannig það er ekki yfir neinu að klaga. Við erum í flottum aðstæðum hérna til að gera okkur klára í leikinn,“ segir Ólafur Ingi Skúlason, miðjumaður íslenska landsliðsins í fótbolta, um lífið í Gelendzikh þar sem að strákarnir okkar dvelja og æfa á meðan HM stendur.Sjá einnig:Ólafur Ingi: Rússinn hrifinn af hormottunni en ég á eftir að sjá eftir þessu Hótellífið er ekkert fyrir alla og mikilvægt að finna sér eitthvað að gera en Ólafur og okkar menn eru duglegir að hafa eitthvað fyrir stafni og þeim leiðist ekkert. „Við reynum að halda lífi og fjöri í þessu inn á milli þegar að það koma einhverjir klukkutímar inn á milli. Við erum náttúrlega ekki búnir að vera svo lengi hérna. Menn eru bara spenntir og við erum svolítið bara að bíða eftir leiknum á laugardaginn. Það hefur ekki verið neitt vandamál að drepa tímann,“ segir Ólafur Ingi.Strákranir keyrðu púlsinn upp í fyrradag og fengu frídag á móti.vísri/vilhelmAðstæður leyfa betri bolta Árbæingurinn er ekkert mikið fyrir að sleikja sólina allan daginn. Það eru aðrir í landsliðinu sem elska að vera sólbrúnir og sætir og vinna hart í því. „Það er eins og sumir vilji alltaf blómum á sig bæta. Ég er nú ekki mikið fyrir það að vera á sundlaugabakkanum eins og sést þar sem ég er nú hvítari heldur en flestir hérna. En þetta er bara gott. Menn hafa þetta bara eins og þeir vilja. Sumum finnst gott að sleikja sólina en aðrir vilja frekar vera inni og spila,“ segir Ólafur Ingi. Miðjumaðurinn segir æfingarnar í Kabardinka þar sem að æfingavöllurinn er vera alveg frábæran sem skilar betri æfingum. Laugardalsvöllur var strákunum erfiður miðað við þessa flöt sem boðið er upp á. „Aðstæður hérna leyfa betri fótbolta. Völlurinn er svo geggjaður og það skilar meira tempó á æfingum. Boltinn gengur hraðar þannig að menn þurfa að hreyfa sig hraðar og taka ákvarðanir fyrr. Það er bara búið að vera mjög hollt fyrir okkur að vera á svona góðum grasvelli með fullri virðingu fyrir Laugardalsvellinum. Hann er náttúrlega ekkert í líkingu við þetta enda veðrið allt öðruvísi,“ segir Ólafur Ingi.Ólafur Ingi Skúlason í viðtölum á æfingunni í fyrradag.vísir/vilhelmVöldu frídaginn sjálfir „Við erum búnir að skerpa vel á okkur. Við áttum góða æfingu í fyrradag og svo fengu menn frídag í gær og gátu hlaðið batteríin. Það verður svo tekið á því í dag, hlutirnir fínpússaðir á morgun og svo verðum við klárir á laugardaginn.“ Okkar menn fengu frídag í gær. Þeir þurftu ekki að æfa og nýttu margir hverjir tækifærið til að hjóla um Kabardinka og slaka á. Þetta var eitthvað sem strákarnir vildu og þeir unnu sér inn fyrir frídeginum. „Við fengum að velja þetta sjálfir. Við tókum í staðinn mjög góða en erfiða æfingu á þriðjudaginn. Við kusum það frekar að taka vel á því á þeirri æfingu og þrýsta upp púlsinum aðeins. Á móti fengum við frídag í gær. Það er bara gott að fá einn dag þar sem við gátum kúplað okkur út og hugsað um líkamann,“ segir Ólafur Ingi Skúlason.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Sjá meira