Ofurfyrirsætur, Robbie Williams og bolti úr geimnum á opnunarhátíð HM Kolbeinn Tumi Daðason á leið til Moskvu skrifar 14. júní 2018 14:30 Rússarnir tjölduðu öllu til við opnunaratriðin í dag. Vísir/getty Tchaikovsky, rússnesk ofurfyrirsæta, gamli Ronaldo og Robbie Williams eru á meðal þeirra sem munu troða upp á Luzhniki leikvanginum í Rússlandi þegar HM verður sett með pompi og prakt í dag. Ólíkt fyrri opnunarhátíð verður þessi í styttra lagi og nær þeim tíma þegar argentínski dómarinn Nestor Pitana flautar til leiks Rússlands gegn Sádí Arabíu. Tónlistin mun ráða ríkjum á meðan hátíðinni stendur en það er listrænn stjórnandi er Felix Mikhailov. Hans hægri hönd er Ilya Averbukh en í kringum 800 manns taka þátt í sýningunni. Rússneska sópran söngkonan Aida Garifullina, sem syngur við Vínaróperuna, verður í stærsta hlutverkinu ásamt popparanum Robbie Williams. Casillas með bikarinnVísir/GettyHátíðin hefst á því að Iker Casillas, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Spánverja, og ofurfyrirsætan Natalia Vodianova ganga inn á leikvanginn með verðlaunagripinn sjálfan. Sá verður í öskju sem Louis Vuitton hannað á dögunum. Hálftíma fyrir leik verða klassísk tónlistaratriði þar sem stjórnandinn, fiðlu- og víóluleikarinn Yuri Bashmet og Daniil Trifonov, píanisti og tónskáld, flytja verk eftir Peter Tchaikovsky. Þar á eftir munu Ronaldo hinn brasilíski og Robbie Williams bregða á leik með ungum iðkanda. Í framhaldinu syngur Robbie Williams slagara sinn Let Me Entertain You og dansarar sveifla sér með.Robbie Williams tekur sína helstu slagara í Moskvu í dag.Vísir/GettyAlexander Boldachev, hörpuleikari og tónskáld, stígur á stokk áður en Aida Garifullina kemur inn á leikvanginn á baki eldfugls. Enn er tími fyrir Robbie Williams að syngja slagara, nú Feel, og enn dansar fólk með. Þau Robbie og Aida syngja svo saman Angels áður en krakkar og pör koma inn á völlinn, fulltrúar liðanna 32 í keppninni. Áhorfendur á vellinum halda gylltum stjörnum á lofti og sendiherra Rostov við Don gengur inn á leikvanginn með HM boltann, Telstar 18. Boltinn var sendur út í geim með alþjóðlegu geimstofnuninni í mars, var á sporbaug og geimfarar spiluðu fótbolta með í geimnum. Boltinn kom aftur til jarðar þann 3. júní. Stjörnur keppninnar taka hátíðlega upphafsspyrnu og Robbie Williams syngur Rock DJ. Þar með lýkur opnunarhátíðinni. Þá verður allt gert klárt fyrir leikmenn sem ganga inn á völlinn ásamt dómurum. Leikur Rússa og Sádí-Arabíu hefst svo klukkan þrjú, eða klukkan sex að staðartíma. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Tchaikovsky, rússnesk ofurfyrirsæta, gamli Ronaldo og Robbie Williams eru á meðal þeirra sem munu troða upp á Luzhniki leikvanginum í Rússlandi þegar HM verður sett með pompi og prakt í dag. Ólíkt fyrri opnunarhátíð verður þessi í styttra lagi og nær þeim tíma þegar argentínski dómarinn Nestor Pitana flautar til leiks Rússlands gegn Sádí Arabíu. Tónlistin mun ráða ríkjum á meðan hátíðinni stendur en það er listrænn stjórnandi er Felix Mikhailov. Hans hægri hönd er Ilya Averbukh en í kringum 800 manns taka þátt í sýningunni. Rússneska sópran söngkonan Aida Garifullina, sem syngur við Vínaróperuna, verður í stærsta hlutverkinu ásamt popparanum Robbie Williams. Casillas með bikarinnVísir/GettyHátíðin hefst á því að Iker Casillas, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Spánverja, og ofurfyrirsætan Natalia Vodianova ganga inn á leikvanginn með verðlaunagripinn sjálfan. Sá verður í öskju sem Louis Vuitton hannað á dögunum. Hálftíma fyrir leik verða klassísk tónlistaratriði þar sem stjórnandinn, fiðlu- og víóluleikarinn Yuri Bashmet og Daniil Trifonov, píanisti og tónskáld, flytja verk eftir Peter Tchaikovsky. Þar á eftir munu Ronaldo hinn brasilíski og Robbie Williams bregða á leik með ungum iðkanda. Í framhaldinu syngur Robbie Williams slagara sinn Let Me Entertain You og dansarar sveifla sér með.Robbie Williams tekur sína helstu slagara í Moskvu í dag.Vísir/GettyAlexander Boldachev, hörpuleikari og tónskáld, stígur á stokk áður en Aida Garifullina kemur inn á leikvanginn á baki eldfugls. Enn er tími fyrir Robbie Williams að syngja slagara, nú Feel, og enn dansar fólk með. Þau Robbie og Aida syngja svo saman Angels áður en krakkar og pör koma inn á völlinn, fulltrúar liðanna 32 í keppninni. Áhorfendur á vellinum halda gylltum stjörnum á lofti og sendiherra Rostov við Don gengur inn á leikvanginn með HM boltann, Telstar 18. Boltinn var sendur út í geim með alþjóðlegu geimstofnuninni í mars, var á sporbaug og geimfarar spiluðu fótbolta með í geimnum. Boltinn kom aftur til jarðar þann 3. júní. Stjörnur keppninnar taka hátíðlega upphafsspyrnu og Robbie Williams syngur Rock DJ. Þar með lýkur opnunarhátíðinni. Þá verður allt gert klárt fyrir leikmenn sem ganga inn á völlinn ásamt dómurum. Leikur Rússa og Sádí-Arabíu hefst svo klukkan þrjú, eða klukkan sex að staðartíma.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira