Ofurfyrirsætur, Robbie Williams og bolti úr geimnum á opnunarhátíð HM Kolbeinn Tumi Daðason á leið til Moskvu skrifar 14. júní 2018 14:30 Rússarnir tjölduðu öllu til við opnunaratriðin í dag. Vísir/getty Tchaikovsky, rússnesk ofurfyrirsæta, gamli Ronaldo og Robbie Williams eru á meðal þeirra sem munu troða upp á Luzhniki leikvanginum í Rússlandi þegar HM verður sett með pompi og prakt í dag. Ólíkt fyrri opnunarhátíð verður þessi í styttra lagi og nær þeim tíma þegar argentínski dómarinn Nestor Pitana flautar til leiks Rússlands gegn Sádí Arabíu. Tónlistin mun ráða ríkjum á meðan hátíðinni stendur en það er listrænn stjórnandi er Felix Mikhailov. Hans hægri hönd er Ilya Averbukh en í kringum 800 manns taka þátt í sýningunni. Rússneska sópran söngkonan Aida Garifullina, sem syngur við Vínaróperuna, verður í stærsta hlutverkinu ásamt popparanum Robbie Williams. Casillas með bikarinnVísir/GettyHátíðin hefst á því að Iker Casillas, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Spánverja, og ofurfyrirsætan Natalia Vodianova ganga inn á leikvanginn með verðlaunagripinn sjálfan. Sá verður í öskju sem Louis Vuitton hannað á dögunum. Hálftíma fyrir leik verða klassísk tónlistaratriði þar sem stjórnandinn, fiðlu- og víóluleikarinn Yuri Bashmet og Daniil Trifonov, píanisti og tónskáld, flytja verk eftir Peter Tchaikovsky. Þar á eftir munu Ronaldo hinn brasilíski og Robbie Williams bregða á leik með ungum iðkanda. Í framhaldinu syngur Robbie Williams slagara sinn Let Me Entertain You og dansarar sveifla sér með.Robbie Williams tekur sína helstu slagara í Moskvu í dag.Vísir/GettyAlexander Boldachev, hörpuleikari og tónskáld, stígur á stokk áður en Aida Garifullina kemur inn á leikvanginn á baki eldfugls. Enn er tími fyrir Robbie Williams að syngja slagara, nú Feel, og enn dansar fólk með. Þau Robbie og Aida syngja svo saman Angels áður en krakkar og pör koma inn á völlinn, fulltrúar liðanna 32 í keppninni. Áhorfendur á vellinum halda gylltum stjörnum á lofti og sendiherra Rostov við Don gengur inn á leikvanginn með HM boltann, Telstar 18. Boltinn var sendur út í geim með alþjóðlegu geimstofnuninni í mars, var á sporbaug og geimfarar spiluðu fótbolta með í geimnum. Boltinn kom aftur til jarðar þann 3. júní. Stjörnur keppninnar taka hátíðlega upphafsspyrnu og Robbie Williams syngur Rock DJ. Þar með lýkur opnunarhátíðinni. Þá verður allt gert klárt fyrir leikmenn sem ganga inn á völlinn ásamt dómurum. Leikur Rússa og Sádí-Arabíu hefst svo klukkan þrjú, eða klukkan sex að staðartíma. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Tchaikovsky, rússnesk ofurfyrirsæta, gamli Ronaldo og Robbie Williams eru á meðal þeirra sem munu troða upp á Luzhniki leikvanginum í Rússlandi þegar HM verður sett með pompi og prakt í dag. Ólíkt fyrri opnunarhátíð verður þessi í styttra lagi og nær þeim tíma þegar argentínski dómarinn Nestor Pitana flautar til leiks Rússlands gegn Sádí Arabíu. Tónlistin mun ráða ríkjum á meðan hátíðinni stendur en það er listrænn stjórnandi er Felix Mikhailov. Hans hægri hönd er Ilya Averbukh en í kringum 800 manns taka þátt í sýningunni. Rússneska sópran söngkonan Aida Garifullina, sem syngur við Vínaróperuna, verður í stærsta hlutverkinu ásamt popparanum Robbie Williams. Casillas með bikarinnVísir/GettyHátíðin hefst á því að Iker Casillas, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Spánverja, og ofurfyrirsætan Natalia Vodianova ganga inn á leikvanginn með verðlaunagripinn sjálfan. Sá verður í öskju sem Louis Vuitton hannað á dögunum. Hálftíma fyrir leik verða klassísk tónlistaratriði þar sem stjórnandinn, fiðlu- og víóluleikarinn Yuri Bashmet og Daniil Trifonov, píanisti og tónskáld, flytja verk eftir Peter Tchaikovsky. Þar á eftir munu Ronaldo hinn brasilíski og Robbie Williams bregða á leik með ungum iðkanda. Í framhaldinu syngur Robbie Williams slagara sinn Let Me Entertain You og dansarar sveifla sér með.Robbie Williams tekur sína helstu slagara í Moskvu í dag.Vísir/GettyAlexander Boldachev, hörpuleikari og tónskáld, stígur á stokk áður en Aida Garifullina kemur inn á leikvanginn á baki eldfugls. Enn er tími fyrir Robbie Williams að syngja slagara, nú Feel, og enn dansar fólk með. Þau Robbie og Aida syngja svo saman Angels áður en krakkar og pör koma inn á völlinn, fulltrúar liðanna 32 í keppninni. Áhorfendur á vellinum halda gylltum stjörnum á lofti og sendiherra Rostov við Don gengur inn á leikvanginn með HM boltann, Telstar 18. Boltinn var sendur út í geim með alþjóðlegu geimstofnuninni í mars, var á sporbaug og geimfarar spiluðu fótbolta með í geimnum. Boltinn kom aftur til jarðar þann 3. júní. Stjörnur keppninnar taka hátíðlega upphafsspyrnu og Robbie Williams syngur Rock DJ. Þar með lýkur opnunarhátíðinni. Þá verður allt gert klárt fyrir leikmenn sem ganga inn á völlinn ásamt dómurum. Leikur Rússa og Sádí-Arabíu hefst svo klukkan þrjú, eða klukkan sex að staðartíma.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira