„Sláandi“ verðmunur á matvöru í nýrri verðkönnun ASÍ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. júní 2018 11:30 ASÍ segir verðmuninn í könnuninni sláandi. vísir/ernir Ný verðkönnun Verðlagseftirlits ASÍ sýnir að mjög mikill verðmunur er á hinum ýmsu vörum í öllum vöruflokkum. Í frétt á vef ASÍ um verðmuninn á matarkörfunni kemur fram að í 52 tilvikum af 100 var yfir 40 prósent munur á hæsta og lægsta verði. Í 24 tilvikum var verðmunurinn svo yfir 70 prósent. Iceland var oftast með hæsta verðið, eða í 35 tilvikum af 100. Bónus var svo oftast með lægsta verðið, eða í 63 tilvikum af 100. Hagkaup var sú verslun sem var næstoftast með hæsta verðið, eða í 21 tilviki af 100. Verðkönnunin var framkvæmd í átta stærstu verslunum landsins. Þá sýnir samanburður á lítilli vörukörfu með þrettán vörum að hún er 3.108 krónum ódýrari í Bónus heldur en Iceland. Vörukarfa þessi inniheldur vörur eins og brauð, djús, kjötbollur, banana, cheerios, handsápu og þvottaefni. Verðmuninn má sjá í töflunni hér fyrir neðan. Iceland Bónus Verðmunur í % Verðmunur í krónum Fitty samlokubrauð - 500 gr 499 349 43% 150 Tíðartappar OB original 16 stk 449 259 73% 190 Neutral storvask ódýrasta kílóverð 705 410 72% 295 Handsápa Palmolive Almond milk m/pumpu 300 ml 399 229 74% 170 Cheerios - ódýrasta kg verð 1.542 750 106% 792 Neutral storvask ódýrasta kílóverð 705 410 72% 295 St. Dalfour bláberja sulta 284 gr 669 398 68% 271 Trópí tríó - 3pl (250 ml *3) 369 195 89% 174 1944 - Hakkbollur í brúnni sósu m. kartöflumús 729 595 23% 134 Góu Hraunbitar 349 223 57% 126 Bananar 399 179 123% 220 Lyle's golden syrup 454 gr dós 399 189 111% 210 Knorr Aromat 90 gr. staukur 329 249 32% 80 Verðmunur á vörukörfu 3.108 Á vef ASÍ segir að niðurstöður verðkönnunarinnar séu „sláandi“ enda sýni þær að gríðarlegur verðmunur sé á flestum vörunum í könnuninni. „Á mörgum vörum var yfir 40% verðmunur milli dýrasta og ódýrasta valkostsins og 70% verðmunur var á fjórðungi varanna. 100% verðmunur var á frosnu lambalæri, lægsta verðið mátti finna í Bónus og í Nettó þar sem það kostaði 1.098 kr. en hæsta verðið var í í Kjörbúðinni Sandgerði þar sem það kostaði 2.109 kr. Litlu ódýrara var það í Hagkaup þar sem kílóverðið var 2.099 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði á svínakótilettum var 64%, lægst var verðið í Krónunni, 1.399 kr. kg en hæst var það í Iceland á 2.299 kr. Þá var 42% eða 801 kr. verðmunur á ferskum laxi, lægsta verðið var í Nettó, 1.898 kr. en það hæsta í Iceland 2.698 kr. en Hagkaup var einungis einni krónu lægra með 2.698 kr. kílóið. Mjög mikill verðmunur var einnig á ávöxtum og grænmeti, drykkjarvörum, þurrvörum og dósamat, brauði og kextmeti,“ segir á vef ASÍ en töfluna í heild sinni má sjá hér. Neytendur Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Ný verðkönnun Verðlagseftirlits ASÍ sýnir að mjög mikill verðmunur er á hinum ýmsu vörum í öllum vöruflokkum. Í frétt á vef ASÍ um verðmuninn á matarkörfunni kemur fram að í 52 tilvikum af 100 var yfir 40 prósent munur á hæsta og lægsta verði. Í 24 tilvikum var verðmunurinn svo yfir 70 prósent. Iceland var oftast með hæsta verðið, eða í 35 tilvikum af 100. Bónus var svo oftast með lægsta verðið, eða í 63 tilvikum af 100. Hagkaup var sú verslun sem var næstoftast með hæsta verðið, eða í 21 tilviki af 100. Verðkönnunin var framkvæmd í átta stærstu verslunum landsins. Þá sýnir samanburður á lítilli vörukörfu með þrettán vörum að hún er 3.108 krónum ódýrari í Bónus heldur en Iceland. Vörukarfa þessi inniheldur vörur eins og brauð, djús, kjötbollur, banana, cheerios, handsápu og þvottaefni. Verðmuninn má sjá í töflunni hér fyrir neðan. Iceland Bónus Verðmunur í % Verðmunur í krónum Fitty samlokubrauð - 500 gr 499 349 43% 150 Tíðartappar OB original 16 stk 449 259 73% 190 Neutral storvask ódýrasta kílóverð 705 410 72% 295 Handsápa Palmolive Almond milk m/pumpu 300 ml 399 229 74% 170 Cheerios - ódýrasta kg verð 1.542 750 106% 792 Neutral storvask ódýrasta kílóverð 705 410 72% 295 St. Dalfour bláberja sulta 284 gr 669 398 68% 271 Trópí tríó - 3pl (250 ml *3) 369 195 89% 174 1944 - Hakkbollur í brúnni sósu m. kartöflumús 729 595 23% 134 Góu Hraunbitar 349 223 57% 126 Bananar 399 179 123% 220 Lyle's golden syrup 454 gr dós 399 189 111% 210 Knorr Aromat 90 gr. staukur 329 249 32% 80 Verðmunur á vörukörfu 3.108 Á vef ASÍ segir að niðurstöður verðkönnunarinnar séu „sláandi“ enda sýni þær að gríðarlegur verðmunur sé á flestum vörunum í könnuninni. „Á mörgum vörum var yfir 40% verðmunur milli dýrasta og ódýrasta valkostsins og 70% verðmunur var á fjórðungi varanna. 100% verðmunur var á frosnu lambalæri, lægsta verðið mátti finna í Bónus og í Nettó þar sem það kostaði 1.098 kr. en hæsta verðið var í í Kjörbúðinni Sandgerði þar sem það kostaði 2.109 kr. Litlu ódýrara var það í Hagkaup þar sem kílóverðið var 2.099 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði á svínakótilettum var 64%, lægst var verðið í Krónunni, 1.399 kr. kg en hæst var það í Iceland á 2.299 kr. Þá var 42% eða 801 kr. verðmunur á ferskum laxi, lægsta verðið var í Nettó, 1.898 kr. en það hæsta í Iceland 2.698 kr. en Hagkaup var einungis einni krónu lægra með 2.698 kr. kílóið. Mjög mikill verðmunur var einnig á ávöxtum og grænmeti, drykkjarvörum, þurrvörum og dósamat, brauði og kextmeti,“ segir á vef ASÍ en töfluna í heild sinni má sjá hér.
Neytendur Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira