„Sláandi“ verðmunur á matvöru í nýrri verðkönnun ASÍ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. júní 2018 11:30 ASÍ segir verðmuninn í könnuninni sláandi. vísir/ernir Ný verðkönnun Verðlagseftirlits ASÍ sýnir að mjög mikill verðmunur er á hinum ýmsu vörum í öllum vöruflokkum. Í frétt á vef ASÍ um verðmuninn á matarkörfunni kemur fram að í 52 tilvikum af 100 var yfir 40 prósent munur á hæsta og lægsta verði. Í 24 tilvikum var verðmunurinn svo yfir 70 prósent. Iceland var oftast með hæsta verðið, eða í 35 tilvikum af 100. Bónus var svo oftast með lægsta verðið, eða í 63 tilvikum af 100. Hagkaup var sú verslun sem var næstoftast með hæsta verðið, eða í 21 tilviki af 100. Verðkönnunin var framkvæmd í átta stærstu verslunum landsins. Þá sýnir samanburður á lítilli vörukörfu með þrettán vörum að hún er 3.108 krónum ódýrari í Bónus heldur en Iceland. Vörukarfa þessi inniheldur vörur eins og brauð, djús, kjötbollur, banana, cheerios, handsápu og þvottaefni. Verðmuninn má sjá í töflunni hér fyrir neðan. Iceland Bónus Verðmunur í % Verðmunur í krónum Fitty samlokubrauð - 500 gr 499 349 43% 150 Tíðartappar OB original 16 stk 449 259 73% 190 Neutral storvask ódýrasta kílóverð 705 410 72% 295 Handsápa Palmolive Almond milk m/pumpu 300 ml 399 229 74% 170 Cheerios - ódýrasta kg verð 1.542 750 106% 792 Neutral storvask ódýrasta kílóverð 705 410 72% 295 St. Dalfour bláberja sulta 284 gr 669 398 68% 271 Trópí tríó - 3pl (250 ml *3) 369 195 89% 174 1944 - Hakkbollur í brúnni sósu m. kartöflumús 729 595 23% 134 Góu Hraunbitar 349 223 57% 126 Bananar 399 179 123% 220 Lyle's golden syrup 454 gr dós 399 189 111% 210 Knorr Aromat 90 gr. staukur 329 249 32% 80 Verðmunur á vörukörfu 3.108 Á vef ASÍ segir að niðurstöður verðkönnunarinnar séu „sláandi“ enda sýni þær að gríðarlegur verðmunur sé á flestum vörunum í könnuninni. „Á mörgum vörum var yfir 40% verðmunur milli dýrasta og ódýrasta valkostsins og 70% verðmunur var á fjórðungi varanna. 100% verðmunur var á frosnu lambalæri, lægsta verðið mátti finna í Bónus og í Nettó þar sem það kostaði 1.098 kr. en hæsta verðið var í í Kjörbúðinni Sandgerði þar sem það kostaði 2.109 kr. Litlu ódýrara var það í Hagkaup þar sem kílóverðið var 2.099 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði á svínakótilettum var 64%, lægst var verðið í Krónunni, 1.399 kr. kg en hæst var það í Iceland á 2.299 kr. Þá var 42% eða 801 kr. verðmunur á ferskum laxi, lægsta verðið var í Nettó, 1.898 kr. en það hæsta í Iceland 2.698 kr. en Hagkaup var einungis einni krónu lægra með 2.698 kr. kílóið. Mjög mikill verðmunur var einnig á ávöxtum og grænmeti, drykkjarvörum, þurrvörum og dósamat, brauði og kextmeti,“ segir á vef ASÍ en töfluna í heild sinni má sjá hér. Neytendur Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Ný verðkönnun Verðlagseftirlits ASÍ sýnir að mjög mikill verðmunur er á hinum ýmsu vörum í öllum vöruflokkum. Í frétt á vef ASÍ um verðmuninn á matarkörfunni kemur fram að í 52 tilvikum af 100 var yfir 40 prósent munur á hæsta og lægsta verði. Í 24 tilvikum var verðmunurinn svo yfir 70 prósent. Iceland var oftast með hæsta verðið, eða í 35 tilvikum af 100. Bónus var svo oftast með lægsta verðið, eða í 63 tilvikum af 100. Hagkaup var sú verslun sem var næstoftast með hæsta verðið, eða í 21 tilviki af 100. Verðkönnunin var framkvæmd í átta stærstu verslunum landsins. Þá sýnir samanburður á lítilli vörukörfu með þrettán vörum að hún er 3.108 krónum ódýrari í Bónus heldur en Iceland. Vörukarfa þessi inniheldur vörur eins og brauð, djús, kjötbollur, banana, cheerios, handsápu og þvottaefni. Verðmuninn má sjá í töflunni hér fyrir neðan. Iceland Bónus Verðmunur í % Verðmunur í krónum Fitty samlokubrauð - 500 gr 499 349 43% 150 Tíðartappar OB original 16 stk 449 259 73% 190 Neutral storvask ódýrasta kílóverð 705 410 72% 295 Handsápa Palmolive Almond milk m/pumpu 300 ml 399 229 74% 170 Cheerios - ódýrasta kg verð 1.542 750 106% 792 Neutral storvask ódýrasta kílóverð 705 410 72% 295 St. Dalfour bláberja sulta 284 gr 669 398 68% 271 Trópí tríó - 3pl (250 ml *3) 369 195 89% 174 1944 - Hakkbollur í brúnni sósu m. kartöflumús 729 595 23% 134 Góu Hraunbitar 349 223 57% 126 Bananar 399 179 123% 220 Lyle's golden syrup 454 gr dós 399 189 111% 210 Knorr Aromat 90 gr. staukur 329 249 32% 80 Verðmunur á vörukörfu 3.108 Á vef ASÍ segir að niðurstöður verðkönnunarinnar séu „sláandi“ enda sýni þær að gríðarlegur verðmunur sé á flestum vörunum í könnuninni. „Á mörgum vörum var yfir 40% verðmunur milli dýrasta og ódýrasta valkostsins og 70% verðmunur var á fjórðungi varanna. 100% verðmunur var á frosnu lambalæri, lægsta verðið mátti finna í Bónus og í Nettó þar sem það kostaði 1.098 kr. en hæsta verðið var í í Kjörbúðinni Sandgerði þar sem það kostaði 2.109 kr. Litlu ódýrara var það í Hagkaup þar sem kílóverðið var 2.099 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði á svínakótilettum var 64%, lægst var verðið í Krónunni, 1.399 kr. kg en hæst var það í Iceland á 2.299 kr. Þá var 42% eða 801 kr. verðmunur á ferskum laxi, lægsta verðið var í Nettó, 1.898 kr. en það hæsta í Iceland 2.698 kr. en Hagkaup var einungis einni krónu lægra með 2.698 kr. kílóið. Mjög mikill verðmunur var einnig á ávöxtum og grænmeti, drykkjarvörum, þurrvörum og dósamat, brauði og kextmeti,“ segir á vef ASÍ en töfluna í heild sinni má sjá hér.
Neytendur Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira