Glæsileg byrjun hjá Ólafíu Þórunni Ísak Jasonarson skrifar 14. júní 2018 21:00 Ólafía og kylfusveinn hennar Ragnar Már Garðarsson á æfingahring á Opna bandaríska risamótinu á dögunum. vísir/friðrik Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag fyrsta hringinn á Mejer Classic mótinu á þremur höggum undir pari og er nálægt toppbaráttunni. Mótið er hluti af LPGA mótaröðinni og eru flestir af bestu kylfingum heims meðal keppenda. Ólafía Þórunn hóf leik á 10. teig í dag og hafði hægt um sig til að byrja með. Eftir sex holur var hún á höggi yfir pari en þá tók við frábær kafli þar sem hún lék næstu sex holur á þremur höggum undir pari. Ólafía var svo á höggi undir pari áður en hún fékk frábæran örn á næst síðustu holu dagsins og endaði hringinn á þremur höggum undir pari. Þegar fréttin er skrifuð er Ólafía jöfn í 21. sæti, einungis fimm höggum á eftir efstu kylfingum. Hún hefur verið nálægt því að komast í gegnum niðurskurðinn í síðustu mótum en á morgun komast um 70 efstu kylfingarnir áfram. Miðað við spilamennsku hennar í dag verður að teljast líklegt að hún komist áfram. Kelly Shon og So Yeon Ryu fóru best af stað í mótinu en þær eru jafnar í forystu á 8 höggum undir pari. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag fyrsta hringinn á Mejer Classic mótinu á þremur höggum undir pari og er nálægt toppbaráttunni. Mótið er hluti af LPGA mótaröðinni og eru flestir af bestu kylfingum heims meðal keppenda. Ólafía Þórunn hóf leik á 10. teig í dag og hafði hægt um sig til að byrja með. Eftir sex holur var hún á höggi yfir pari en þá tók við frábær kafli þar sem hún lék næstu sex holur á þremur höggum undir pari. Ólafía var svo á höggi undir pari áður en hún fékk frábæran örn á næst síðustu holu dagsins og endaði hringinn á þremur höggum undir pari. Þegar fréttin er skrifuð er Ólafía jöfn í 21. sæti, einungis fimm höggum á eftir efstu kylfingum. Hún hefur verið nálægt því að komast í gegnum niðurskurðinn í síðustu mótum en á morgun komast um 70 efstu kylfingarnir áfram. Miðað við spilamennsku hennar í dag verður að teljast líklegt að hún komist áfram. Kelly Shon og So Yeon Ryu fóru best af stað í mótinu en þær eru jafnar í forystu á 8 höggum undir pari. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.
Golf Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira