Segir hættuna felast í lágum launum en ekki launahækkunum Sighvatur skrifar 14. júní 2018 06:00 Hagfræðiprófessorinn Özlem Onaran segir að efnahagslífinu stafi hætta af lágum launum. Hærri laun leiði til aukins kaupmáttar og eftirspurnar. Hún segir sérstaklega mikilvægt að hækka lægstu laun. Vísir/Sigtryggur „Því hefur verið haldið fram of lengi af fylgismönnum nýklassískrar hagfræði og nýfrjálshyggju að laun séu fyrst og fremst kostnaður og að launahækkanir séu hættulegar. Hættan felst aftur á móti í lágum launum því þau leiða til lítillar eftirspurnar.“ Þetta segir breski hagfræðingurinn Özlem Onaran sem er prófessor við Greenwich-háskóla í London. Hún hélt erindi á vegum Eflingar á dögunum en yfirskrift fundarins var „Hagþróun á forsendum jöfnuðar og hlutverk verkalýðsfélaga“. Onaran bendir á að hlutfall launa af landsframleiðslu hafi farið minnkandi á heimsvísu undanfarin ár, einnig á Íslandi. Afleiðing þess sé aukinn ójöfnuður og óstöðugt efnahagskerfi.„Við höfum áhyggjur af þessari þróun út frá sjónarmiðum um sanngirni. Það er hægt að snúa þróuninni við og rannsóknir okkar leiða í ljós að með því að auka hlut launa af landsframleiðslu aukum við kaupmátt heimila.“ Onaran segir þann hugsunarhátt skiljanlegan að hækkun launakostnaðar leiði til minni hagnaðar og fjárfestinga. Það sé hins vegar rangt þar sem aukin neysla þýði meiri viðskipti sem aftur hvetji til aukinna fjárfestinga og aukins hagvaxtar. Onaran leggur mikla áherslu á að það þurfi að hækka laun hinna lægst launuðu, sérstaklega í þjónustustörfum. „Hækkun launa í þjónustustörfum er fjárfesting í félagslegum innviðum. Stjórnvöldum hættir til að líta frekar til innviða eins og samgöngukerfisins en það er líka mikilvægt að fjárfesta í fólki.“ Hún segir þetta líka tækifæri til að ráðast gegn kynbundnum launamun og minni atvinnuþátttöku kvenna. „Verkalýðsfélögin gegna síðan lykilhlutverki í því að minna stjórnvöld á að þau eigi að hugsa um heildarmyndina sem hagnaðardrifin fyrirtæki gera kannski ekki. Verkalýðsfélögin eiga að gera kröfur um hærri laun, ekki bara á grundvelli sanngirnissjónarmiða, heldur líka á grundvelli þess að það leiði til efnahagslegs stöðugleika.“ Aðspurð segir Onaran að þrátt fyrir valdamikla andstæðinga séu þessar hugmyndir sífellt að komast meira í umræðuna. Það sé að gerast á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, G20 og OECD. Jafnvel Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggi áherslu á opinberar fjárfestingar í innviðum, sérstaklega á tímum lágra vaxta. „Ég held að takmarkanir núverandi kerfis séu öllum augljósar en breytingarnar þurfa að gerast á vettvangi stjórnmálanna.“ Hún segist bjartsýn á að breytingar séu í nánd. „Ég hef talað fyrir breytingum á stefnumótun í efnahagsmálum og hef séð að fólk í Bretlandi hefur misst trú á nýfrjálshyggjuna. Ef þú gefur fólki valkost sem þjónar hagsmunum þess betur mun það fylkja liði á bak við hann. Þrátt fyrir allt það neikvæða sem við heyrum, til dæmis um Brexit, eru jákvæðar breytingar líka að eiga sér stað. Við finnum fyrir auknum stuðningi við breyttar áherslur í efnahagsmálunum.“ Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Segir ekki hægt að setja erindi kjararáðs í ruslið og yppta öxlum Formaður félags forstöðumanna ríkisstofnana segir að þingmenn séu að reyna að skapa sér pólitíska stöðu með því að leggja niður Kjararáð og að tugir erinda sitji enn eftir hjá ráðinu. 11. júní 2018 12:15 Stærstu stjórnendur aldrei svartsýnni Undanfarna mánuði hefur hagkerfið sýnt þess merki að farið sé að hægja á tannhjólum þess. Stjórnendur stærstu fyrirtækjanna eru svartsýnni nú en nokkru sinni. Afar mikilvægt að mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins að vel takist til við gerð kjarasamninga. 13. júní 2018 06:00 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
„Því hefur verið haldið fram of lengi af fylgismönnum nýklassískrar hagfræði og nýfrjálshyggju að laun séu fyrst og fremst kostnaður og að launahækkanir séu hættulegar. Hættan felst aftur á móti í lágum launum því þau leiða til lítillar eftirspurnar.“ Þetta segir breski hagfræðingurinn Özlem Onaran sem er prófessor við Greenwich-háskóla í London. Hún hélt erindi á vegum Eflingar á dögunum en yfirskrift fundarins var „Hagþróun á forsendum jöfnuðar og hlutverk verkalýðsfélaga“. Onaran bendir á að hlutfall launa af landsframleiðslu hafi farið minnkandi á heimsvísu undanfarin ár, einnig á Íslandi. Afleiðing þess sé aukinn ójöfnuður og óstöðugt efnahagskerfi.„Við höfum áhyggjur af þessari þróun út frá sjónarmiðum um sanngirni. Það er hægt að snúa þróuninni við og rannsóknir okkar leiða í ljós að með því að auka hlut launa af landsframleiðslu aukum við kaupmátt heimila.“ Onaran segir þann hugsunarhátt skiljanlegan að hækkun launakostnaðar leiði til minni hagnaðar og fjárfestinga. Það sé hins vegar rangt þar sem aukin neysla þýði meiri viðskipti sem aftur hvetji til aukinna fjárfestinga og aukins hagvaxtar. Onaran leggur mikla áherslu á að það þurfi að hækka laun hinna lægst launuðu, sérstaklega í þjónustustörfum. „Hækkun launa í þjónustustörfum er fjárfesting í félagslegum innviðum. Stjórnvöldum hættir til að líta frekar til innviða eins og samgöngukerfisins en það er líka mikilvægt að fjárfesta í fólki.“ Hún segir þetta líka tækifæri til að ráðast gegn kynbundnum launamun og minni atvinnuþátttöku kvenna. „Verkalýðsfélögin gegna síðan lykilhlutverki í því að minna stjórnvöld á að þau eigi að hugsa um heildarmyndina sem hagnaðardrifin fyrirtæki gera kannski ekki. Verkalýðsfélögin eiga að gera kröfur um hærri laun, ekki bara á grundvelli sanngirnissjónarmiða, heldur líka á grundvelli þess að það leiði til efnahagslegs stöðugleika.“ Aðspurð segir Onaran að þrátt fyrir valdamikla andstæðinga séu þessar hugmyndir sífellt að komast meira í umræðuna. Það sé að gerast á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, G20 og OECD. Jafnvel Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggi áherslu á opinberar fjárfestingar í innviðum, sérstaklega á tímum lágra vaxta. „Ég held að takmarkanir núverandi kerfis séu öllum augljósar en breytingarnar þurfa að gerast á vettvangi stjórnmálanna.“ Hún segist bjartsýn á að breytingar séu í nánd. „Ég hef talað fyrir breytingum á stefnumótun í efnahagsmálum og hef séð að fólk í Bretlandi hefur misst trú á nýfrjálshyggjuna. Ef þú gefur fólki valkost sem þjónar hagsmunum þess betur mun það fylkja liði á bak við hann. Þrátt fyrir allt það neikvæða sem við heyrum, til dæmis um Brexit, eru jákvæðar breytingar líka að eiga sér stað. Við finnum fyrir auknum stuðningi við breyttar áherslur í efnahagsmálunum.“
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Segir ekki hægt að setja erindi kjararáðs í ruslið og yppta öxlum Formaður félags forstöðumanna ríkisstofnana segir að þingmenn séu að reyna að skapa sér pólitíska stöðu með því að leggja niður Kjararáð og að tugir erinda sitji enn eftir hjá ráðinu. 11. júní 2018 12:15 Stærstu stjórnendur aldrei svartsýnni Undanfarna mánuði hefur hagkerfið sýnt þess merki að farið sé að hægja á tannhjólum þess. Stjórnendur stærstu fyrirtækjanna eru svartsýnni nú en nokkru sinni. Afar mikilvægt að mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins að vel takist til við gerð kjarasamninga. 13. júní 2018 06:00 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Segir ekki hægt að setja erindi kjararáðs í ruslið og yppta öxlum Formaður félags forstöðumanna ríkisstofnana segir að þingmenn séu að reyna að skapa sér pólitíska stöðu með því að leggja niður Kjararáð og að tugir erinda sitji enn eftir hjá ráðinu. 11. júní 2018 12:15
Stærstu stjórnendur aldrei svartsýnni Undanfarna mánuði hefur hagkerfið sýnt þess merki að farið sé að hægja á tannhjólum þess. Stjórnendur stærstu fyrirtækjanna eru svartsýnni nú en nokkru sinni. Afar mikilvægt að mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins að vel takist til við gerð kjarasamninga. 13. júní 2018 06:00