Ruglaðri ferill ef vaxtaferillinn er birtur Kristinn Ingi Jónsson skrifar 14. júní 2018 06:00 Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. Vísir Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að sér hugnist ekki sú tillaga nefndar um ramma peningastefnunnar að Seðlabankinn birti vaxtaspáferil sinn í því augnamiði að styrkja markaðsvæntingar. „Ég held það hefði skapað töluvert meiri vandamál ef við hefðum birt ferilinn. Það hefði bara ruglað umræðuna, engum til gagns,“ sagði hann á fundi í bankanum í gær. Nefndin, sem birti niðurstöður sínar í síðustu viku, sagði að ein leið til þess að bæta væntingastjórnun Seðlabankans væri sú að hagfræðideild bankans myndi birta vaxtaspáferla sína sem liggja til grundvallar verðbólguspá hans. Slíkt gæti aukið gagnsæi í langtímavaxtastefnu bankans.Sjá einnig: Már: Að taka húsnæðisliðinn út er eins og að „henda barninu út með baðvatninu“ Í skýrslu nefndarinnar kom fram að margt benti til þess að styrkja þyrfti væntingastjórnun, auka gagnsæi við vaxtaákvarðanir og gefa betri framtíðarleiðbeiningar um setningu vaxta. Már sagðist ekki vera þeirrar skoðunar að heppilegt væri að birt spáferla bankans. Hann benti á að vandinn við tillöguna væri sá að stýri vaxta spáin væri gerð af starfsmönnum bankans, en hún væri hins vegar ekki spá peningastefnunefndarinnar. „Og til þess að þetta yrði einhver marktæk framsýn leiðsögn þyrfti að útkljá það mál hverjir eru jafnvægisraunvextirnir. Það er mjög flókið úrlausnarefni,“ nefndi hann. Aðspurður tók Már einnig fram á fundinum að sterk hagfræðileg rök væru fyrir því að hafa kostnað vegna húsnæðis inni í vísitölu sem notuð er við beitingu verðbólgumarkmiðs bankans. Hægt væri að taka húsnæðisliðinn út en það væri eins og að „henda barninu út með baðvatninu“. Ein af tillögum nefndarinnar var að verðbólgu markmiðið undan skildi húsnæðisverð Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Tengdar fréttir Már: Að taka húsnæðisliðinn út er eins og að „henda barninu út með baðvatninu“ Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að það séu sterk hagfræðileg rök fyrir því að hafa kostnað vegna húsnæðis inni í vísitölu sem notuð sé við beitingu verðbólgumarkmiðs. Már segir að það sé hægt að taka húsnæðisliðinn út en það sé eins og að "henda barninu út með baðvatninu.“ 13. júní 2018 14:30 Óbreyttir stýrivextir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. 13. júní 2018 08:56 Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur E. coli í frönskum osti Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að sér hugnist ekki sú tillaga nefndar um ramma peningastefnunnar að Seðlabankinn birti vaxtaspáferil sinn í því augnamiði að styrkja markaðsvæntingar. „Ég held það hefði skapað töluvert meiri vandamál ef við hefðum birt ferilinn. Það hefði bara ruglað umræðuna, engum til gagns,“ sagði hann á fundi í bankanum í gær. Nefndin, sem birti niðurstöður sínar í síðustu viku, sagði að ein leið til þess að bæta væntingastjórnun Seðlabankans væri sú að hagfræðideild bankans myndi birta vaxtaspáferla sína sem liggja til grundvallar verðbólguspá hans. Slíkt gæti aukið gagnsæi í langtímavaxtastefnu bankans.Sjá einnig: Már: Að taka húsnæðisliðinn út er eins og að „henda barninu út með baðvatninu“ Í skýrslu nefndarinnar kom fram að margt benti til þess að styrkja þyrfti væntingastjórnun, auka gagnsæi við vaxtaákvarðanir og gefa betri framtíðarleiðbeiningar um setningu vaxta. Már sagðist ekki vera þeirrar skoðunar að heppilegt væri að birt spáferla bankans. Hann benti á að vandinn við tillöguna væri sá að stýri vaxta spáin væri gerð af starfsmönnum bankans, en hún væri hins vegar ekki spá peningastefnunefndarinnar. „Og til þess að þetta yrði einhver marktæk framsýn leiðsögn þyrfti að útkljá það mál hverjir eru jafnvægisraunvextirnir. Það er mjög flókið úrlausnarefni,“ nefndi hann. Aðspurður tók Már einnig fram á fundinum að sterk hagfræðileg rök væru fyrir því að hafa kostnað vegna húsnæðis inni í vísitölu sem notuð er við beitingu verðbólgumarkmiðs bankans. Hægt væri að taka húsnæðisliðinn út en það væri eins og að „henda barninu út með baðvatninu“. Ein af tillögum nefndarinnar var að verðbólgu markmiðið undan skildi húsnæðisverð
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Tengdar fréttir Már: Að taka húsnæðisliðinn út er eins og að „henda barninu út með baðvatninu“ Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að það séu sterk hagfræðileg rök fyrir því að hafa kostnað vegna húsnæðis inni í vísitölu sem notuð sé við beitingu verðbólgumarkmiðs. Már segir að það sé hægt að taka húsnæðisliðinn út en það sé eins og að "henda barninu út með baðvatninu.“ 13. júní 2018 14:30 Óbreyttir stýrivextir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. 13. júní 2018 08:56 Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur E. coli í frönskum osti Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Már: Að taka húsnæðisliðinn út er eins og að „henda barninu út með baðvatninu“ Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að það séu sterk hagfræðileg rök fyrir því að hafa kostnað vegna húsnæðis inni í vísitölu sem notuð sé við beitingu verðbólgumarkmiðs. Már segir að það sé hægt að taka húsnæðisliðinn út en það sé eins og að "henda barninu út með baðvatninu.“ 13. júní 2018 14:30
Óbreyttir stýrivextir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. 13. júní 2018 08:56