Ruglaðri ferill ef vaxtaferillinn er birtur Kristinn Ingi Jónsson skrifar 14. júní 2018 06:00 Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. Vísir Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að sér hugnist ekki sú tillaga nefndar um ramma peningastefnunnar að Seðlabankinn birti vaxtaspáferil sinn í því augnamiði að styrkja markaðsvæntingar. „Ég held það hefði skapað töluvert meiri vandamál ef við hefðum birt ferilinn. Það hefði bara ruglað umræðuna, engum til gagns,“ sagði hann á fundi í bankanum í gær. Nefndin, sem birti niðurstöður sínar í síðustu viku, sagði að ein leið til þess að bæta væntingastjórnun Seðlabankans væri sú að hagfræðideild bankans myndi birta vaxtaspáferla sína sem liggja til grundvallar verðbólguspá hans. Slíkt gæti aukið gagnsæi í langtímavaxtastefnu bankans.Sjá einnig: Már: Að taka húsnæðisliðinn út er eins og að „henda barninu út með baðvatninu“ Í skýrslu nefndarinnar kom fram að margt benti til þess að styrkja þyrfti væntingastjórnun, auka gagnsæi við vaxtaákvarðanir og gefa betri framtíðarleiðbeiningar um setningu vaxta. Már sagðist ekki vera þeirrar skoðunar að heppilegt væri að birt spáferla bankans. Hann benti á að vandinn við tillöguna væri sá að stýri vaxta spáin væri gerð af starfsmönnum bankans, en hún væri hins vegar ekki spá peningastefnunefndarinnar. „Og til þess að þetta yrði einhver marktæk framsýn leiðsögn þyrfti að útkljá það mál hverjir eru jafnvægisraunvextirnir. Það er mjög flókið úrlausnarefni,“ nefndi hann. Aðspurður tók Már einnig fram á fundinum að sterk hagfræðileg rök væru fyrir því að hafa kostnað vegna húsnæðis inni í vísitölu sem notuð er við beitingu verðbólgumarkmiðs bankans. Hægt væri að taka húsnæðisliðinn út en það væri eins og að „henda barninu út með baðvatninu“. Ein af tillögum nefndarinnar var að verðbólgu markmiðið undan skildi húsnæðisverð Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Tengdar fréttir Már: Að taka húsnæðisliðinn út er eins og að „henda barninu út með baðvatninu“ Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að það séu sterk hagfræðileg rök fyrir því að hafa kostnað vegna húsnæðis inni í vísitölu sem notuð sé við beitingu verðbólgumarkmiðs. Már segir að það sé hægt að taka húsnæðisliðinn út en það sé eins og að "henda barninu út með baðvatninu.“ 13. júní 2018 14:30 Óbreyttir stýrivextir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. 13. júní 2018 08:56 Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að sér hugnist ekki sú tillaga nefndar um ramma peningastefnunnar að Seðlabankinn birti vaxtaspáferil sinn í því augnamiði að styrkja markaðsvæntingar. „Ég held það hefði skapað töluvert meiri vandamál ef við hefðum birt ferilinn. Það hefði bara ruglað umræðuna, engum til gagns,“ sagði hann á fundi í bankanum í gær. Nefndin, sem birti niðurstöður sínar í síðustu viku, sagði að ein leið til þess að bæta væntingastjórnun Seðlabankans væri sú að hagfræðideild bankans myndi birta vaxtaspáferla sína sem liggja til grundvallar verðbólguspá hans. Slíkt gæti aukið gagnsæi í langtímavaxtastefnu bankans.Sjá einnig: Már: Að taka húsnæðisliðinn út er eins og að „henda barninu út með baðvatninu“ Í skýrslu nefndarinnar kom fram að margt benti til þess að styrkja þyrfti væntingastjórnun, auka gagnsæi við vaxtaákvarðanir og gefa betri framtíðarleiðbeiningar um setningu vaxta. Már sagðist ekki vera þeirrar skoðunar að heppilegt væri að birt spáferla bankans. Hann benti á að vandinn við tillöguna væri sá að stýri vaxta spáin væri gerð af starfsmönnum bankans, en hún væri hins vegar ekki spá peningastefnunefndarinnar. „Og til þess að þetta yrði einhver marktæk framsýn leiðsögn þyrfti að útkljá það mál hverjir eru jafnvægisraunvextirnir. Það er mjög flókið úrlausnarefni,“ nefndi hann. Aðspurður tók Már einnig fram á fundinum að sterk hagfræðileg rök væru fyrir því að hafa kostnað vegna húsnæðis inni í vísitölu sem notuð er við beitingu verðbólgumarkmiðs bankans. Hægt væri að taka húsnæðisliðinn út en það væri eins og að „henda barninu út með baðvatninu“. Ein af tillögum nefndarinnar var að verðbólgu markmiðið undan skildi húsnæðisverð
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Tengdar fréttir Már: Að taka húsnæðisliðinn út er eins og að „henda barninu út með baðvatninu“ Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að það séu sterk hagfræðileg rök fyrir því að hafa kostnað vegna húsnæðis inni í vísitölu sem notuð sé við beitingu verðbólgumarkmiðs. Már segir að það sé hægt að taka húsnæðisliðinn út en það sé eins og að "henda barninu út með baðvatninu.“ 13. júní 2018 14:30 Óbreyttir stýrivextir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. 13. júní 2018 08:56 Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Már: Að taka húsnæðisliðinn út er eins og að „henda barninu út með baðvatninu“ Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að það séu sterk hagfræðileg rök fyrir því að hafa kostnað vegna húsnæðis inni í vísitölu sem notuð sé við beitingu verðbólgumarkmiðs. Már segir að það sé hægt að taka húsnæðisliðinn út en það sé eins og að "henda barninu út með baðvatninu.“ 13. júní 2018 14:30
Óbreyttir stýrivextir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. 13. júní 2018 08:56