Hafna mengandi stóriðju, skoða styttingu vinnuviku og lækkun fasteignaskatta Birgir Olgeirsson skrifar 13. júní 2018 15:00 Fulltrúar meirihlutans í Reykjanesbæ kynna málefnasamninginn. Vísir/Einar Árnason Nýr meirihluti Reykjanesbæjar hafnar mengandi stóriðju í Helguvík. Þetta kemur fram í málefnasamningi Samfylkingar, Framsóknarflokks og Beinnar leiðar sem hafa myndað meirihluta í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Í samningnum er greint frá nýju Framtíðarráði sem mun fjalla um starfsemina í Helguvík og er ætlað að leita lausna svo tryggja megi að atvinnuuppbygging í Reykjanesbæ sé ávallt í sátt við íbúa. Er stefnt að því að vinna áfram að uppbyggingu í Helguvík með það að leiðarljósi að nýta hafnarmannvirki og efla enn frekar kjarnastarfsemi Reykjaneshafnar. Framtíðarráðið á einnig að fjalla um útfærslur á sveigjanlegum vinnutíma og styttingu vinnuvikunnar. Þá ætlar þessi meirihluti að þrýsta á ríkisvaldið að ráðast í nauðsynlegt viðhald á Reykjanesbraut og klára tvöföldun hennar sem fyrst.Framtíðarráð nýs meirihluta á að fjalla um útfærslur á sveigjanlegum vinnutíma og styttingu vinnuviku.Vísir/Einar ÁrnasonLögð verður áhersla á að efla umhverfisvitund bæjarbúa varðandi flokkun heimilissorps og fegrun bæjarins. Framkvæmd verður úttekt af óháðum aðilum á áhrifum mengandi starfsemi á lífsgæði bæjarbúa. Nýju Markaðs-, atvinnu- og ferðamálaráði (MAF) er ætlað að hafa forgöngu um að laða að fyrirtæki í hátækniiðnaði sem nýta sér vistvæna orku, nálægð við alþjóðaflugvöll og fyrsta flokks hafnaraðstöðu. Möguleikar í komu minni skemmtiferðaskipa til svæðisins verði skoðaðir með tilheyrandi þjónustu við ferðamenn. Þá verður stefnt að því að ná lögbundnu skuldaviðmiði fyrir árið 2022 og er stefnt að því að lækka fasteignaskatta á kjörtímabilinu í ljósi hækkunar fasteignamats í bænum. Í málefnasamningnum er sérstaklega talað um bjarta tíma sem eru framundan í Reykjanesbær og hann sagður brátt verða fjölmennasta bæjarfélag landsins utan höfuðborgarsvæðisins. Mikil fólksfjölgun og breytt samfélagsmynstur kalli á aukna þjónustu og hraða uppbyggingu innviða.Lesa má málefnasamninginn í heild sinni hér. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira
Nýr meirihluti Reykjanesbæjar hafnar mengandi stóriðju í Helguvík. Þetta kemur fram í málefnasamningi Samfylkingar, Framsóknarflokks og Beinnar leiðar sem hafa myndað meirihluta í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Í samningnum er greint frá nýju Framtíðarráði sem mun fjalla um starfsemina í Helguvík og er ætlað að leita lausna svo tryggja megi að atvinnuuppbygging í Reykjanesbæ sé ávallt í sátt við íbúa. Er stefnt að því að vinna áfram að uppbyggingu í Helguvík með það að leiðarljósi að nýta hafnarmannvirki og efla enn frekar kjarnastarfsemi Reykjaneshafnar. Framtíðarráðið á einnig að fjalla um útfærslur á sveigjanlegum vinnutíma og styttingu vinnuvikunnar. Þá ætlar þessi meirihluti að þrýsta á ríkisvaldið að ráðast í nauðsynlegt viðhald á Reykjanesbraut og klára tvöföldun hennar sem fyrst.Framtíðarráð nýs meirihluta á að fjalla um útfærslur á sveigjanlegum vinnutíma og styttingu vinnuviku.Vísir/Einar ÁrnasonLögð verður áhersla á að efla umhverfisvitund bæjarbúa varðandi flokkun heimilissorps og fegrun bæjarins. Framkvæmd verður úttekt af óháðum aðilum á áhrifum mengandi starfsemi á lífsgæði bæjarbúa. Nýju Markaðs-, atvinnu- og ferðamálaráði (MAF) er ætlað að hafa forgöngu um að laða að fyrirtæki í hátækniiðnaði sem nýta sér vistvæna orku, nálægð við alþjóðaflugvöll og fyrsta flokks hafnaraðstöðu. Möguleikar í komu minni skemmtiferðaskipa til svæðisins verði skoðaðir með tilheyrandi þjónustu við ferðamenn. Þá verður stefnt að því að ná lögbundnu skuldaviðmiði fyrir árið 2022 og er stefnt að því að lækka fasteignaskatta á kjörtímabilinu í ljósi hækkunar fasteignamats í bænum. Í málefnasamningnum er sérstaklega talað um bjarta tíma sem eru framundan í Reykjanesbær og hann sagður brátt verða fjölmennasta bæjarfélag landsins utan höfuðborgarsvæðisins. Mikil fólksfjölgun og breytt samfélagsmynstur kalli á aukna þjónustu og hraða uppbyggingu innviða.Lesa má málefnasamninginn í heild sinni hér.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira