Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um að stofna lífi fjölda fólks í stórhættu Birgir Olgeirsson skrifar 13. júní 2018 14:07 Frá vettvangi slyssins. Vísir/Aðsent Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað fertugan karlmann í vikulangt gæsluvarðhald grunaðan um að stofna lífi fólks í hættu í umferðinni eftir að hafa orðið valdur að tjóni á fjölda bíla á Reykjanesbraut í gærmorgun. Er maðurinn jafnframt grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar í Hafnarfirði, segir manninn grunaðan um að hafa brotið ansi mörg lög með hátterni sínu, þar á meðal svokallað almannahættubrot, það er að stofna lífi fjölda fólks í hættu með akstri sínum. Slysið átti sér stað rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun en áður hafði lögreglan komið auga á bíl mannsins á miklum hraða á Reykjanesbrautinni. Lögreglan ók í gagnstæða átt og þurfti að snúa við til að fara á eftir manninum. Sævar segir það ekki rétt að maðurinn hafi verið á flótta á undan lögreglunni líkt og vitni á vettvangi héldu fram. Segir Sævar lögregluna hafa verið langt fyrir aftan manninn og hann þar að auki ekki vitað af henni. Lögreglan hafi síðan komið að þar sem maðurinn hafði ekið inn í hóp bíla nærri Hlíðartorgi í Hafnarfirði. Tíu bílar skemmdust í slysinu og var ökumaður eins þeirra fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Fjóra bílanna varð að fjarlægja af vettvangi með dráttarbíl. Vegna slyssins var Reykjanesbraut lokuð til norðurs frá Ásbraut að Lækjargötu í um það bil tvær og hálfa klukkustund. Er maðurinn að sögn Sævars fertugur að aldri, af erlendu bergi brotinn en búsettur hér á landi. Minnt er á að lögreglan óskar eftir upplýsingum um bifreiðina, en þar er átt við myndskeið af ferð bílsins, sem er svartur Suzuki Swift, á Reykjanesbraut í aðdragana slyssins ef einhver kann að hafa slíkt undir höndum. Upplýsingum má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið rosa@lrh.is eða í síma 444 1000. Einnig er tekið við ábendingum í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu embættisins. Tengdar fréttir Lögreglan óskar eftir myndböndum af háskaakstri skömmu fyrir tíu bíla áreksturinn Um er að ræða svört Suzuki bifreið. 12. júní 2018 12:29 Einn fluttur á sjúkrahús eftir níu bíla árekstur á Reykjanesbraut Miklar umferðartafir eru nú í Hafnarfirði. 12. júní 2018 08:28 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað fertugan karlmann í vikulangt gæsluvarðhald grunaðan um að stofna lífi fólks í hættu í umferðinni eftir að hafa orðið valdur að tjóni á fjölda bíla á Reykjanesbraut í gærmorgun. Er maðurinn jafnframt grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar í Hafnarfirði, segir manninn grunaðan um að hafa brotið ansi mörg lög með hátterni sínu, þar á meðal svokallað almannahættubrot, það er að stofna lífi fjölda fólks í hættu með akstri sínum. Slysið átti sér stað rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun en áður hafði lögreglan komið auga á bíl mannsins á miklum hraða á Reykjanesbrautinni. Lögreglan ók í gagnstæða átt og þurfti að snúa við til að fara á eftir manninum. Sævar segir það ekki rétt að maðurinn hafi verið á flótta á undan lögreglunni líkt og vitni á vettvangi héldu fram. Segir Sævar lögregluna hafa verið langt fyrir aftan manninn og hann þar að auki ekki vitað af henni. Lögreglan hafi síðan komið að þar sem maðurinn hafði ekið inn í hóp bíla nærri Hlíðartorgi í Hafnarfirði. Tíu bílar skemmdust í slysinu og var ökumaður eins þeirra fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Fjóra bílanna varð að fjarlægja af vettvangi með dráttarbíl. Vegna slyssins var Reykjanesbraut lokuð til norðurs frá Ásbraut að Lækjargötu í um það bil tvær og hálfa klukkustund. Er maðurinn að sögn Sævars fertugur að aldri, af erlendu bergi brotinn en búsettur hér á landi. Minnt er á að lögreglan óskar eftir upplýsingum um bifreiðina, en þar er átt við myndskeið af ferð bílsins, sem er svartur Suzuki Swift, á Reykjanesbraut í aðdragana slyssins ef einhver kann að hafa slíkt undir höndum. Upplýsingum má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið rosa@lrh.is eða í síma 444 1000. Einnig er tekið við ábendingum í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu embættisins.
Tengdar fréttir Lögreglan óskar eftir myndböndum af háskaakstri skömmu fyrir tíu bíla áreksturinn Um er að ræða svört Suzuki bifreið. 12. júní 2018 12:29 Einn fluttur á sjúkrahús eftir níu bíla árekstur á Reykjanesbraut Miklar umferðartafir eru nú í Hafnarfirði. 12. júní 2018 08:28 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Lögreglan óskar eftir myndböndum af háskaakstri skömmu fyrir tíu bíla áreksturinn Um er að ræða svört Suzuki bifreið. 12. júní 2018 12:29
Einn fluttur á sjúkrahús eftir níu bíla árekstur á Reykjanesbraut Miklar umferðartafir eru nú í Hafnarfirði. 12. júní 2018 08:28