Lífið, niðurstaða eða ferli? Arnar Sveinn Geirsson skrifar 13. júní 2018 08:00 Ég tók þá ákvörðun 11 ára gamall að lifa lífinu sem niðurstöðu. Ég er ekki að segja að ég hafi sest niður, hugsað mig vandlega um og tekið þessa ákvörðun, heldur gerði ég það ómeðvitað. Niðurstaðan var sú að ég missti mömmu. Ég ætlaði aldrei nokkurn tímann aftur að upplifa svona missi aftur eða tengjast manneskju á sama hátt vitandi að ég gæti misst hana líka. Ég ætlaði að vera glaður og jákvæður. Alltaf. Eftir þessari niðurstöðu byrjaði svo lífið að mótast. Eða hvað? Vandamálið er að þegar maður lifir lífinu sem niðurstöðu að þá mótast það einmitt ekki. Það þróast ekki. Það breytist ekkert. Auðvitað fer lífið í einhverjar áttir og það verður til einhver farvegur. Farveginum má líkja við árfarveg. Gróðursælan árfarveg sem er fullur af lífi og gleði. En svo breytist veðrið einn daginn, það koma miklir þurrkar sem þurrka upp ána. Eftir stendur farvegurinn sem vatnið skildi eftir sig, gróðurinn sem þar er deyr hægt og rólega og lífríkið með. Hann er ekki lengur fullur af lífi og gleði. Þegar þurrkunum linnir kemur vatnið aftur, en það fer í nákvæmlega sama farveginn, sem vekur upp hræðslu við næsta þurrk af því aðstæðurnar eru svo minnisstæðar. Það endar og byrjar allt á niðurstöðunni sem við lifum eftir. Það sem varð til við áfallið, kjarnaviðhorf okkar, reynslan af áfallinu og fleira mun halda áfram að vera til staðar á ýmsum sviðum lífsins. Oftar en ekki kemur það fram í ástarsamböndum okkar og það eyðileggur þau í flestum tilvikum, allavega framan af. Á endanum sættir manneskjan sig hins vegar oft við niðurstöðuna. Niðurstaðan er skýr og verður alltaf þarna og við þurfum hreinlega að sætta okkur við það, því hvað annað ættum við að gera? Hvernig öðruvísi ættum við að fá að upplifa það að gifta okkur og eignast fjölskyldu? Það er engin önnur leið en að sætta sig við þessa niðurstöðu. Eða hvað? Að lifa lífinu sem niðurstöðu er ein leið til þess að lifa lífinu. En ef niðurstaðan er nú þegar ákveðin, hverju erum við þá í rauninni að breyta á lífsleiðinni? Það er nefnilega hægt að bakka út úr niðurstöðunni sem maður fékk einu sinni. Það er hægt að endurmeta hana og sjá að lífið er ekki niðurstaða. Lífið er ferli. Lífið er ferli út í gegn og það er ekkert ferli sem getur haldið áfram þegar niðurstöðunni er náð. Þá er ferlið búið. Lífið er ekki búið fyrr en það er búið og það má því segja að niðurstöðunni verði aldrei náð fyrr en síðasti andardrátturinn hefur verið dreginn. Þangað til er ferlið lifandi, í orðsins fyllstu merkingu. Með því að lifa lífinu sem ferli leyfum við okkur að gera mistök. Við leyfum okkur að læra af mistökunum. Við leyfum okkur að hafa rangt fyrir okkur og rétt fyrir okkur. Við leyfum okkur að finna fyrir tilfinningunum sem koma, hverjar sem þær eru. Við leyfum okkur að aðlagast breyttum aðstæðum. Og umfram allt, við leyfum okkur að dreyma. Þegar við lifum lífinu sem niðurstöðu geta draumarnir sjaldnast orðið að veruleika. Draumar krefjast nefnilega þess að maður sé opinn fyrir ferlinu sem þarf til þess að þeir náist. Það er ástæðan fyrir því að ég ákvað að endurmeta niðurstöðuna sem ég fékk 11 ára gamall, fyrir 15 árum síðan. Það er ástæðan fyrir því að ég ákvað að byrja að vinna í því að lifa ekki lífinu sem niðurstöðu, heldur að sjá lífið sem ferli. Að lifa lífinu sem ferlinu sem það raunverulega er. Að hætta að hugsa um niðurstöðuna sem ég komst einu sinni að. Að leyfa mér að gera mistök, að hafa rangt fyrir mér, að aðlagast. Að leyfa mér að dreyma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég tók þá ákvörðun 11 ára gamall að lifa lífinu sem niðurstöðu. Ég er ekki að segja að ég hafi sest niður, hugsað mig vandlega um og tekið þessa ákvörðun, heldur gerði ég það ómeðvitað. Niðurstaðan var sú að ég missti mömmu. Ég ætlaði aldrei nokkurn tímann aftur að upplifa svona missi aftur eða tengjast manneskju á sama hátt vitandi að ég gæti misst hana líka. Ég ætlaði að vera glaður og jákvæður. Alltaf. Eftir þessari niðurstöðu byrjaði svo lífið að mótast. Eða hvað? Vandamálið er að þegar maður lifir lífinu sem niðurstöðu að þá mótast það einmitt ekki. Það þróast ekki. Það breytist ekkert. Auðvitað fer lífið í einhverjar áttir og það verður til einhver farvegur. Farveginum má líkja við árfarveg. Gróðursælan árfarveg sem er fullur af lífi og gleði. En svo breytist veðrið einn daginn, það koma miklir þurrkar sem þurrka upp ána. Eftir stendur farvegurinn sem vatnið skildi eftir sig, gróðurinn sem þar er deyr hægt og rólega og lífríkið með. Hann er ekki lengur fullur af lífi og gleði. Þegar þurrkunum linnir kemur vatnið aftur, en það fer í nákvæmlega sama farveginn, sem vekur upp hræðslu við næsta þurrk af því aðstæðurnar eru svo minnisstæðar. Það endar og byrjar allt á niðurstöðunni sem við lifum eftir. Það sem varð til við áfallið, kjarnaviðhorf okkar, reynslan af áfallinu og fleira mun halda áfram að vera til staðar á ýmsum sviðum lífsins. Oftar en ekki kemur það fram í ástarsamböndum okkar og það eyðileggur þau í flestum tilvikum, allavega framan af. Á endanum sættir manneskjan sig hins vegar oft við niðurstöðuna. Niðurstaðan er skýr og verður alltaf þarna og við þurfum hreinlega að sætta okkur við það, því hvað annað ættum við að gera? Hvernig öðruvísi ættum við að fá að upplifa það að gifta okkur og eignast fjölskyldu? Það er engin önnur leið en að sætta sig við þessa niðurstöðu. Eða hvað? Að lifa lífinu sem niðurstöðu er ein leið til þess að lifa lífinu. En ef niðurstaðan er nú þegar ákveðin, hverju erum við þá í rauninni að breyta á lífsleiðinni? Það er nefnilega hægt að bakka út úr niðurstöðunni sem maður fékk einu sinni. Það er hægt að endurmeta hana og sjá að lífið er ekki niðurstaða. Lífið er ferli. Lífið er ferli út í gegn og það er ekkert ferli sem getur haldið áfram þegar niðurstöðunni er náð. Þá er ferlið búið. Lífið er ekki búið fyrr en það er búið og það má því segja að niðurstöðunni verði aldrei náð fyrr en síðasti andardrátturinn hefur verið dreginn. Þangað til er ferlið lifandi, í orðsins fyllstu merkingu. Með því að lifa lífinu sem ferli leyfum við okkur að gera mistök. Við leyfum okkur að læra af mistökunum. Við leyfum okkur að hafa rangt fyrir okkur og rétt fyrir okkur. Við leyfum okkur að finna fyrir tilfinningunum sem koma, hverjar sem þær eru. Við leyfum okkur að aðlagast breyttum aðstæðum. Og umfram allt, við leyfum okkur að dreyma. Þegar við lifum lífinu sem niðurstöðu geta draumarnir sjaldnast orðið að veruleika. Draumar krefjast nefnilega þess að maður sé opinn fyrir ferlinu sem þarf til þess að þeir náist. Það er ástæðan fyrir því að ég ákvað að endurmeta niðurstöðuna sem ég fékk 11 ára gamall, fyrir 15 árum síðan. Það er ástæðan fyrir því að ég ákvað að byrja að vinna í því að lifa ekki lífinu sem niðurstöðu, heldur að sjá lífið sem ferli. Að lifa lífinu sem ferlinu sem það raunverulega er. Að hætta að hugsa um niðurstöðuna sem ég komst einu sinni að. Að leyfa mér að gera mistök, að hafa rangt fyrir mér, að aðlagast. Að leyfa mér að dreyma.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun