Málinu var vísað til ríkisstjórnar á þingfundi í gær. Gramdist þingmönnum Miðflokksins það mjög og hótuðu málþófi. Sögðu þeir að frávísunartillagan stangaðist á við samkomulag um þinglok.
„Höggið á lánþega við bankahrunið hefði orðið miklu meira ef húsnæðisliðurinn hefði ekki verið inni í vísitölunni. Verðtryggð lán hefðu þá hækkað um 22% í stað 15%,“ skrifar Sigríður á Facebook-síðu sinni og bætir við.
„Verðbólgan á þessu tímabili var stundum nefnd forsendubrestur. Hvað hefði hún verið nefnd ef hún hefði verið helmingi meiri?“