Oft er litið á tækni sem andstæðu við náttúruna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. júní 2018 08:00 „Í myndunum reyni ég að varpa ljósi á það vandasama starf rannsóknarfólks að gefa náttúrunni merkingu,“ segir Þorsteinn Cameron ljósmyndari. Fréttablaðið/Ernir Þegar viðtalið við Þorstein Cameron hefst er myndasmiður Fréttablaðsins nýbúinn að smella af honum mynd svo fyrsta spurning til hans er: Hvernig finnst ljósmyndara að sitja fyrir? „Ha, ha, ég er tiltölulega vanari að vera hinum megin við vélina en á móti kemur að maður veit hvernig þetta á að ganga fyrir sig.“ Myndirnar á sýningunni tók Þorsteinn í fyrrasumar. Hann hefur starfað sem jöklaleiðsögumaður á Sólheimajökli og Svínafellsjökli undanfarin sumur og kveðst hafa tekið margar týpískar myndir af jöklum. Nú hafi hann langað að gera þeim ný skil. „Titillinn á sýningunni, Línur fyrir lönd, vísar í þá tilhneigingu mannsins að kortleggja og túlka náttúruna. Fyrr á tímum voru óhljóð og hreyfingar jökla útskýrðar með hinum ýmsu furðusögum en nú höfum við skipt út hjátrúnni fyrir mælingar og líkön. Í myndunum reyni ég að varpa ljósi á það vandasama starf rannsóknarfólks að gefa náttúrunni merkingu og skapa þekkingu í beinum og óbeinum átökum við landslagið.“ Hann segir sýningargesti almennt hrifna af myndunum og hann geti ekki beðið um meira. „Ég gaf út litla bók í tilefni af sýningunni og kom heim með 20 eintök, þau seldust öll upp þegar ég opnaði, það kom mér skemmtilega á óvart.“ Þorsteinn er búsettur í Melbourne í Ástralíu núna og stundar þar mastersnám við Photography Studies College. „Ég er hálf-ástralskur en hef ekki búið í Ástralíu síðan ég var átta ára, þá flutti ég hingað heim. Föðurfjölskyldan er öll búsett þar úti og ég hef oft farið í heimsóknir til hennar gegnum árin en með því að stoppa bara mánuð í senn gefst lítill tími til að sinna henni og kynnast landinu.“ Í vinnu sinni sem leiðsögumaður kveðst Þorsteinn hafa áttað sig á að þó margt sé vitað um jöklana á Íslandi sé líka margt óljóst. „Ég var forvitinn um hvernig þekkingin á umhverfi okkar verður til, hvaða starfsemi liggur að baki allri þeirri tölfræði sem við lesum í greinum og bókum um það. Ég kynntist fólki sem vinnur fyrir Jöklarannsóknafélag Íslands og ákvað að slást í för með því í tvo leiðangra, á Langjökul og Vatnajökul. Úr spratt þetta ljósmyndaverkefni sem opnar glugga inn í þann heim. Oft er litið á tækni sem andstæðu við náttúruna en á jöklum myndar tæknin þá brú sem gerir okkur fært að skilja náttúruna og umhverfið. Það er sú saga sem ég er að reyna að segja á sýningunni.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Julian McMahon látinn Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Hvar eru þau nú? Lífið Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Þegar viðtalið við Þorstein Cameron hefst er myndasmiður Fréttablaðsins nýbúinn að smella af honum mynd svo fyrsta spurning til hans er: Hvernig finnst ljósmyndara að sitja fyrir? „Ha, ha, ég er tiltölulega vanari að vera hinum megin við vélina en á móti kemur að maður veit hvernig þetta á að ganga fyrir sig.“ Myndirnar á sýningunni tók Þorsteinn í fyrrasumar. Hann hefur starfað sem jöklaleiðsögumaður á Sólheimajökli og Svínafellsjökli undanfarin sumur og kveðst hafa tekið margar týpískar myndir af jöklum. Nú hafi hann langað að gera þeim ný skil. „Titillinn á sýningunni, Línur fyrir lönd, vísar í þá tilhneigingu mannsins að kortleggja og túlka náttúruna. Fyrr á tímum voru óhljóð og hreyfingar jökla útskýrðar með hinum ýmsu furðusögum en nú höfum við skipt út hjátrúnni fyrir mælingar og líkön. Í myndunum reyni ég að varpa ljósi á það vandasama starf rannsóknarfólks að gefa náttúrunni merkingu og skapa þekkingu í beinum og óbeinum átökum við landslagið.“ Hann segir sýningargesti almennt hrifna af myndunum og hann geti ekki beðið um meira. „Ég gaf út litla bók í tilefni af sýningunni og kom heim með 20 eintök, þau seldust öll upp þegar ég opnaði, það kom mér skemmtilega á óvart.“ Þorsteinn er búsettur í Melbourne í Ástralíu núna og stundar þar mastersnám við Photography Studies College. „Ég er hálf-ástralskur en hef ekki búið í Ástralíu síðan ég var átta ára, þá flutti ég hingað heim. Föðurfjölskyldan er öll búsett þar úti og ég hef oft farið í heimsóknir til hennar gegnum árin en með því að stoppa bara mánuð í senn gefst lítill tími til að sinna henni og kynnast landinu.“ Í vinnu sinni sem leiðsögumaður kveðst Þorsteinn hafa áttað sig á að þó margt sé vitað um jöklana á Íslandi sé líka margt óljóst. „Ég var forvitinn um hvernig þekkingin á umhverfi okkar verður til, hvaða starfsemi liggur að baki allri þeirri tölfræði sem við lesum í greinum og bókum um það. Ég kynntist fólki sem vinnur fyrir Jöklarannsóknafélag Íslands og ákvað að slást í för með því í tvo leiðangra, á Langjökul og Vatnajökul. Úr spratt þetta ljósmyndaverkefni sem opnar glugga inn í þann heim. Oft er litið á tækni sem andstæðu við náttúruna en á jöklum myndar tæknin þá brú sem gerir okkur fært að skilja náttúruna og umhverfið. Það er sú saga sem ég er að reyna að segja á sýningunni.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Julian McMahon látinn Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Hvar eru þau nú? Lífið Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög