Cantona vildi vita meira um litla ísmolann sem rústaði Englandi Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 12. júní 2018 19:30 Áhugi erlendra fjölmiðlamanna á íslenska liðinu hefur verið gríðarlegur undanfarin ár og hann hefur ekki minnkað í aðdraganda HM. Einn þeirra sem leitaði að svörum við íslenska fótboltakraftaverkinu var sjálfur Eric Cantona. Hann kom hingað til lands í apríl að taka upp myndina The Kings Road sem fjallar meðal annars um íslenska landsliðið. Cantona var ekki bara heillaður af árangri strákanna okkar og almennt af uppbyggingu íslenska fótboltans. Hann hafði einnig mikinn áhuga á land og þjóð, sögu okkar, sigrum og sorgum. Allt þetta telur hann að sé þáttur í íslenska fótboltaævintýrinu. „Alveg síðan að ég varð vitni að því þegar að þessi litli ísmoli sem telur 350.000 íbúa rústaði Englandi á EM 2016 hef ég vijað komast að ástæðum þessarar íslensku uppsveiflu í fótboltanum. Sérstaklega núna þegar að liðið er komið á HM í Rússlandi. Cantona vildi kynnast íslensku þjóðinni frá hinum ýmsu vinklum og talaði því við Arnór Guðjohnsen, Heimi Hallgrímsson, meðlimi Tólfunnar, kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson, Jón Gnarr og á endanum forseta lýðveldisins, Guðna Th. Jóhannesson.Eric Cantona á spjalli við Jón Gnarr.„Við spiluðum á móti hvor öðrum á tíunda áratugnum,“ segir Canton við Arnór Guðjohnsen en þeir mættust í landsleik Íslands og Frakklands á Laugardalsvellinum í undankeppni EM 1992 „Það var fyrir 28 árum. Það virðist vera heil eilíf síðan. Ég man samt aðeins eftir leiknum. Þú skoraðir ef ég man rétt,“ segir Arnór. „Já, ég skoraði. Ég held að það hafi verið þarna,“ segir hann og bendir á markið nær Laugardalslauginni. Cantona hitti Jón Gnarr í Borgarleikhúsinu og fór reyndar um kvöldið á sýninguna Með allt á hreinu. Jón sagði honum frá upplifun sinni af leiknum á móti Englandi. „Það var algjörlega ótrúlegt þegar að við unnum England. Ég held að hver einasti landsmaður hafi verið að horfa á leikinn. Fólk sem lá á dánarbeðinu frestaði dauðanum í smástund til þess að geta séð leikinn,“ segir Jón Gnarr. Í byrjun myndarinnar segir Cantona að skiljanlegt sé að Íslendingar geti búið til svona ævintýri eins og afrek fótboltalandsliðsins. Hann spyr Guðna Th. Jóhannesson hvað sé málið með þessa álfatrú. „Ímyndaðu þér þessa eyju í gegnum aldirnar. Veturnir eru kaldir og dimmir og fólk bjó í litlum torfkofum. Þú heyrir hljóð og býrð til sögur og annan heim. Ég er ekki að segja að álfar eru til en ég vil passa mig þannig að ég segi ekki heldur að álfar séu ekki til,“ segir Guðni. Vísir fjallar frekar um myndina The Kings Road á morgun.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Frederik Schram: Ef þú ræður ekki við ábyrgðina hefurðu ekkert að gera sem markvörður Danski Íslendingurinn í marki landsliðsins segist koma sterkari til baka eftir mistökin á móti Noregi. 12. júní 2018 14:00 Víkingaklappið gert ódauðlegt sem „emoji“ Íslenska landsliðið er liðið sem flestir hlutlausir halda með á HM og hefur sagan um hið ótrúlega afrek Íslands að komast á HM orðið heimsfræg. Eitt það helsta sem hinn almenni fótboltaáhugamaður tengir við Ísland er víkingaklappið. 12. júní 2018 13:02 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Áhugi erlendra fjölmiðlamanna á íslenska liðinu hefur verið gríðarlegur undanfarin ár og hann hefur ekki minnkað í aðdraganda HM. Einn þeirra sem leitaði að svörum við íslenska fótboltakraftaverkinu var sjálfur Eric Cantona. Hann kom hingað til lands í apríl að taka upp myndina The Kings Road sem fjallar meðal annars um íslenska landsliðið. Cantona var ekki bara heillaður af árangri strákanna okkar og almennt af uppbyggingu íslenska fótboltans. Hann hafði einnig mikinn áhuga á land og þjóð, sögu okkar, sigrum og sorgum. Allt þetta telur hann að sé þáttur í íslenska fótboltaævintýrinu. „Alveg síðan að ég varð vitni að því þegar að þessi litli ísmoli sem telur 350.000 íbúa rústaði Englandi á EM 2016 hef ég vijað komast að ástæðum þessarar íslensku uppsveiflu í fótboltanum. Sérstaklega núna þegar að liðið er komið á HM í Rússlandi. Cantona vildi kynnast íslensku þjóðinni frá hinum ýmsu vinklum og talaði því við Arnór Guðjohnsen, Heimi Hallgrímsson, meðlimi Tólfunnar, kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson, Jón Gnarr og á endanum forseta lýðveldisins, Guðna Th. Jóhannesson.Eric Cantona á spjalli við Jón Gnarr.„Við spiluðum á móti hvor öðrum á tíunda áratugnum,“ segir Canton við Arnór Guðjohnsen en þeir mættust í landsleik Íslands og Frakklands á Laugardalsvellinum í undankeppni EM 1992 „Það var fyrir 28 árum. Það virðist vera heil eilíf síðan. Ég man samt aðeins eftir leiknum. Þú skoraðir ef ég man rétt,“ segir Arnór. „Já, ég skoraði. Ég held að það hafi verið þarna,“ segir hann og bendir á markið nær Laugardalslauginni. Cantona hitti Jón Gnarr í Borgarleikhúsinu og fór reyndar um kvöldið á sýninguna Með allt á hreinu. Jón sagði honum frá upplifun sinni af leiknum á móti Englandi. „Það var algjörlega ótrúlegt þegar að við unnum England. Ég held að hver einasti landsmaður hafi verið að horfa á leikinn. Fólk sem lá á dánarbeðinu frestaði dauðanum í smástund til þess að geta séð leikinn,“ segir Jón Gnarr. Í byrjun myndarinnar segir Cantona að skiljanlegt sé að Íslendingar geti búið til svona ævintýri eins og afrek fótboltalandsliðsins. Hann spyr Guðna Th. Jóhannesson hvað sé málið með þessa álfatrú. „Ímyndaðu þér þessa eyju í gegnum aldirnar. Veturnir eru kaldir og dimmir og fólk bjó í litlum torfkofum. Þú heyrir hljóð og býrð til sögur og annan heim. Ég er ekki að segja að álfar eru til en ég vil passa mig þannig að ég segi ekki heldur að álfar séu ekki til,“ segir Guðni. Vísir fjallar frekar um myndina The Kings Road á morgun.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Frederik Schram: Ef þú ræður ekki við ábyrgðina hefurðu ekkert að gera sem markvörður Danski Íslendingurinn í marki landsliðsins segist koma sterkari til baka eftir mistökin á móti Noregi. 12. júní 2018 14:00 Víkingaklappið gert ódauðlegt sem „emoji“ Íslenska landsliðið er liðið sem flestir hlutlausir halda með á HM og hefur sagan um hið ótrúlega afrek Íslands að komast á HM orðið heimsfræg. Eitt það helsta sem hinn almenni fótboltaáhugamaður tengir við Ísland er víkingaklappið. 12. júní 2018 13:02 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Frederik Schram: Ef þú ræður ekki við ábyrgðina hefurðu ekkert að gera sem markvörður Danski Íslendingurinn í marki landsliðsins segist koma sterkari til baka eftir mistökin á móti Noregi. 12. júní 2018 14:00
Víkingaklappið gert ódauðlegt sem „emoji“ Íslenska landsliðið er liðið sem flestir hlutlausir halda með á HM og hefur sagan um hið ótrúlega afrek Íslands að komast á HM orðið heimsfræg. Eitt það helsta sem hinn almenni fótboltaáhugamaður tengir við Ísland er víkingaklappið. 12. júní 2018 13:02
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti