„Þeir hefðu allir viljað vera í þessum hópi“ Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 13. júní 2018 11:30 Albert gæti orðið leiðtogi í íslenska landsliðinu einn daginn en miklar vonir eru bundnar við hann í framtíðinni. Vísir/Vilhelm Albert Guðmundsson er einn efnilegasti leikmaðurinn á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Þetta er niðustaða Goal.com sem setti KR-inginn uppalda í áttunda sæti listans sem franski sóknarmaðurinn Kylian Mbappe leiðir. Albert segir lífið í Rússlandi rólegt en skemmtilegt. Það sé gott að vera kominn út, hér sé einbeitingin alfarið á verkefnið frekar en heima fyrir brottför þar sem áreitið var mikið. Á hótelinu sé allt til alls. „Staffið er að gera allt sitt besta svo við þurfum ekki að gera handtak,“ segir Albert. Ekkert hafi komið á óvart en sem komið en Albert á von á að það breytist þegar nær dregur leikjunum. „Þetta verður augljóslega stórt en þetta verður bara gaman.“Strákarnir á æfingu í Kabardinka í Gelendzhik þar sem sólin er alltaf í heimsókn.Vísir/VilhelmHann telur auðveldara fyrir íslenska liðið að undirbúa sig fyrir að mæta Argentínu en öfugt. „Við höfum séð þessa gæja spila í bestu liðum í Evrópu. Við vitum hvernig týpur þeir eru,“ segir Albert. Þeir séu kandídatar í að verða heimsmeistarar. „Já, þess vegna en ef þú hefðir spurt hvort við værum það hefði ég sagt það um okkur.“ Hann segist gera sér vonir um að spila í öllum leikjum. Þannig vilji hann undirbúa sig fyrir leiki og vera klár, ef og þegar kallið kemur. Frekar en að reikna ekki með mínútum og vera ekki klár á því augnabliki sem hans krafta er þörf.Þorgrímur Þráinsson og Ríkharður Daðason eru strákunum til halds og trausts.Vísir/VilhelmÁ hótelinu stytta strákarnir sér stundir í „players lounge“. „Þar erum við að chilla nokkrir saman. Þar erum við með pool borð, borðtennisborð, pílukast og bíósal,“ segir framherjinn og þar drepi þeir tíma. Svo er einhver rússneskur pool leikur sem fáir sklja nokkuð í. Kristinn V. Jóhannsson búningastjóri hefur sagt vandamálið það að kúlurnar séu stærri en vasarnir sem þær eigi að fara ofan í. „Það er mjög erfitt að ná tökum á þessum leik, mjög erfitt að skora,“ segir Albert. Leikmennirnir þrír sem búa og spila fótbolta í Rússlandi geti lítið hjálpað þeim. „Þeir hafa ekki kynnt sér þetta nógu vel því það leit ekkert sérstaklega út þegar þeir voru að reyna að kenna okkur þetta,“ segir Albert. Björn Bergmann, Ragnar og Sverrir Ingi spila með liði Rostov í samnefndri borg.Blaðamaður Goal.com bendir réttilega á að Albert verður 21 árs þann 15. júní.Goal.comAlbert var í áttunda sæti á lista Goal.com á dögunum yfir efnilegustu leikmenn á HM. „Það er auðvitað mikill heiður að vera í þessum flotta hóp. Ég sá hann einmitt en þetta er ekkert sem er að fara að slá mig útaf laginu. Ég held mínum fókus og einbeiti mér að verkefninu,“ segir Albert. Í landsliðinu er grínast um allt og ekkert en Albert segir ekkert hafa verið skotið á hann útaf listanum góða. „Nei, ekki þannig. Ég held að þeir hefðu allir viljað vera í þessum hópi. Það er samt banter allan daginn en ekki beint um þetta,“ segir Albert. Honum líður vel í Rússlandi og til marks um það sefur hann afar vel. „Ég sef bara eins og barnið sem ég kannski er.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Albert Guðmundsson er einn efnilegasti leikmaðurinn á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Þetta er niðustaða Goal.com sem setti KR-inginn uppalda í áttunda sæti listans sem franski sóknarmaðurinn Kylian Mbappe leiðir. Albert segir lífið í Rússlandi rólegt en skemmtilegt. Það sé gott að vera kominn út, hér sé einbeitingin alfarið á verkefnið frekar en heima fyrir brottför þar sem áreitið var mikið. Á hótelinu sé allt til alls. „Staffið er að gera allt sitt besta svo við þurfum ekki að gera handtak,“ segir Albert. Ekkert hafi komið á óvart en sem komið en Albert á von á að það breytist þegar nær dregur leikjunum. „Þetta verður augljóslega stórt en þetta verður bara gaman.“Strákarnir á æfingu í Kabardinka í Gelendzhik þar sem sólin er alltaf í heimsókn.Vísir/VilhelmHann telur auðveldara fyrir íslenska liðið að undirbúa sig fyrir að mæta Argentínu en öfugt. „Við höfum séð þessa gæja spila í bestu liðum í Evrópu. Við vitum hvernig týpur þeir eru,“ segir Albert. Þeir séu kandídatar í að verða heimsmeistarar. „Já, þess vegna en ef þú hefðir spurt hvort við værum það hefði ég sagt það um okkur.“ Hann segist gera sér vonir um að spila í öllum leikjum. Þannig vilji hann undirbúa sig fyrir leiki og vera klár, ef og þegar kallið kemur. Frekar en að reikna ekki með mínútum og vera ekki klár á því augnabliki sem hans krafta er þörf.Þorgrímur Þráinsson og Ríkharður Daðason eru strákunum til halds og trausts.Vísir/VilhelmÁ hótelinu stytta strákarnir sér stundir í „players lounge“. „Þar erum við að chilla nokkrir saman. Þar erum við með pool borð, borðtennisborð, pílukast og bíósal,“ segir framherjinn og þar drepi þeir tíma. Svo er einhver rússneskur pool leikur sem fáir sklja nokkuð í. Kristinn V. Jóhannsson búningastjóri hefur sagt vandamálið það að kúlurnar séu stærri en vasarnir sem þær eigi að fara ofan í. „Það er mjög erfitt að ná tökum á þessum leik, mjög erfitt að skora,“ segir Albert. Leikmennirnir þrír sem búa og spila fótbolta í Rússlandi geti lítið hjálpað þeim. „Þeir hafa ekki kynnt sér þetta nógu vel því það leit ekkert sérstaklega út þegar þeir voru að reyna að kenna okkur þetta,“ segir Albert. Björn Bergmann, Ragnar og Sverrir Ingi spila með liði Rostov í samnefndri borg.Blaðamaður Goal.com bendir réttilega á að Albert verður 21 árs þann 15. júní.Goal.comAlbert var í áttunda sæti á lista Goal.com á dögunum yfir efnilegustu leikmenn á HM. „Það er auðvitað mikill heiður að vera í þessum flotta hóp. Ég sá hann einmitt en þetta er ekkert sem er að fara að slá mig útaf laginu. Ég held mínum fókus og einbeiti mér að verkefninu,“ segir Albert. Í landsliðinu er grínast um allt og ekkert en Albert segir ekkert hafa verið skotið á hann útaf listanum góða. „Nei, ekki þannig. Ég held að þeir hefðu allir viljað vera í þessum hópi. Það er samt banter allan daginn en ekki beint um þetta,“ segir Albert. Honum líður vel í Rússlandi og til marks um það sefur hann afar vel. „Ég sef bara eins og barnið sem ég kannski er.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti