Oliver Luckett snýr sér að sölu á rekjanlegum fiski frá Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 12. júní 2018 10:32 Oliver Luckett ásamt Heiðu Kristínu Helgadóttur. Vísir/Valli Bandaríski samfélagsmiðlafrömuðurinn Oliver Luckett hefur snúið sér að sölu á rekjanlegum fiski. Greint er frá þessu á Facebook-síðu Niceland Seafood en þar kemur fram að Luckett, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað miðilinn theAudience, hafi komið að stofnun Niceland Seafood ásamt Heiðu Kristínu Helgadóttur. Saman stofnuðu Luckett og Heiða fyrirtækið Efni árið 2015. Luckett segir í tilkynningu að eftir að hann seldi theAudience og skrifaði bókina The Social Organism hafi þurft frí frá hringiðu fræga fólksins og tæknigeiranum. Hann leitaði leiða til að ná kröftum til að halda sér skapandi.Frosti Gnarr, Þorsteinn Gestsson, Oliver Luckett, Júlíus Fjeldsted og Heiða Kristín Helgadóttir.AðsendHann segist hafa ákveðið að flytja til Íslands eftir að hafa heillast að landi og þjóð. „Þetta er friðsælasta land í heimi. Þau hafa ekki einu sinni her,“ segir Luckett. Hann segist hafa ákveðið að stofna nokkur fyrirtæki eftir nokkurra mánaða íhugun. Luckett segir Íslendinga vera í forystu á heimsvísu þegar kemur að sjálfbærum fiskveiðum og nefnir þar aflamarkskerfið sem hann segir koma í veg fyrir ofveiði og haldi sjávarlífríkinu við Íslandsstrendur í jafnvægi. Þá segir hann tæknivæddar fiskvinnslur víða um landið tryggja að 98 prósent aflans séu nýtt.Hann segir þó leiðina frá norður Atlantshafinu til bandarískra neytenda vera langa og þess vegna hafi Niceland Seafood ákveðið að hanna rekjanleikakerfi sem fyrirtækið kýs að kalla „TraceabiliT“ þar sem neytendur geta rakið uppruna fisksins sem þeir neyta. Niceland Seafood verður hleypt af stokkunum í Bandaríkjunum á matarráðstefnunni Aspen Food & Wine Classic í mánuðinum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að fjárfestingafélagið Eyrir Invest sé einn af bakhjörlum þess en Eyrir Invest er einn af stærstu hluthöfunum í Marel. Niceland Seafood verður með höfuðstöðvar í Denver í Bandaríkjunum í nálægð við samstarfsaðila sinn, fyrirtækið Seattle Fish Company en forstjóri þess fyrirtækis, Derek Figueroa segist afar spenntur fyrir samstarfinu. Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira
Bandaríski samfélagsmiðlafrömuðurinn Oliver Luckett hefur snúið sér að sölu á rekjanlegum fiski. Greint er frá þessu á Facebook-síðu Niceland Seafood en þar kemur fram að Luckett, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað miðilinn theAudience, hafi komið að stofnun Niceland Seafood ásamt Heiðu Kristínu Helgadóttur. Saman stofnuðu Luckett og Heiða fyrirtækið Efni árið 2015. Luckett segir í tilkynningu að eftir að hann seldi theAudience og skrifaði bókina The Social Organism hafi þurft frí frá hringiðu fræga fólksins og tæknigeiranum. Hann leitaði leiða til að ná kröftum til að halda sér skapandi.Frosti Gnarr, Þorsteinn Gestsson, Oliver Luckett, Júlíus Fjeldsted og Heiða Kristín Helgadóttir.AðsendHann segist hafa ákveðið að flytja til Íslands eftir að hafa heillast að landi og þjóð. „Þetta er friðsælasta land í heimi. Þau hafa ekki einu sinni her,“ segir Luckett. Hann segist hafa ákveðið að stofna nokkur fyrirtæki eftir nokkurra mánaða íhugun. Luckett segir Íslendinga vera í forystu á heimsvísu þegar kemur að sjálfbærum fiskveiðum og nefnir þar aflamarkskerfið sem hann segir koma í veg fyrir ofveiði og haldi sjávarlífríkinu við Íslandsstrendur í jafnvægi. Þá segir hann tæknivæddar fiskvinnslur víða um landið tryggja að 98 prósent aflans séu nýtt.Hann segir þó leiðina frá norður Atlantshafinu til bandarískra neytenda vera langa og þess vegna hafi Niceland Seafood ákveðið að hanna rekjanleikakerfi sem fyrirtækið kýs að kalla „TraceabiliT“ þar sem neytendur geta rakið uppruna fisksins sem þeir neyta. Niceland Seafood verður hleypt af stokkunum í Bandaríkjunum á matarráðstefnunni Aspen Food & Wine Classic í mánuðinum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að fjárfestingafélagið Eyrir Invest sé einn af bakhjörlum þess en Eyrir Invest er einn af stærstu hluthöfunum í Marel. Niceland Seafood verður með höfuðstöðvar í Denver í Bandaríkjunum í nálægð við samstarfsaðila sinn, fyrirtækið Seattle Fish Company en forstjóri þess fyrirtækis, Derek Figueroa segist afar spenntur fyrir samstarfinu.
Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira