BBC segir Belga vinna HM Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. júní 2018 17:00 Lyfta þessir gullstyttunni í Moskvu? Vísir/getty Belgar munu standa uppi sem heimsmeistarar samkvæmt útreikningum breska ríkisútvarpsins þar sem tekið var mið af sögu heimsmeistaramótsins. Mál málanna í heimi íþrótta þessa dagana er heimsmeistaramótið í Rússlandi sem hefst eftir aðeins tvo daga. 32 lið mæta til leiks og keppast um einn eftirsóttasta titil íþróttanna. Fréttamenn BBC litu yfir sögu síðustu móta og sigurvegara þeirra og fundu út hvaða lið lyftir bikarnum þann 15. júlí í Moskvu. Fyrsta skref í að skera niður þjóðirnar 32 var að taka út alla sem voru ekki í fyrsta styrkleikaflokki. Síðan HM var stækkað í þrjátíu og tveggja þjóða mót árið 1998 hefur sigurvegarinn alltaf verið í fyrsta styrkleikaflokki. Þá standa eftir Frakkar, Þjóðverjar, Brasilíumenn, Portúgalir, Argentínumenn, Belgar, Pólverjar og Rússar. Liðin í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla á HMmynd/bbcRússar eru aðeins í 66. sæti heimslistans en eru í fyrsta styrkleikaflokki sem gestgjafar. Staða þeirra sem gestgjafar hjálpar þeim þó ekki lengra, því síðan 1978 hefur gestgjafinn aðeins einu sinni unnið HM, í Frakklandi 1998. Enginn af þeim fimm þjóðum sem unnið hefur 32ja liða HM hefur fengið á sig meira en fjögur mörk í leikjunum sjö í mótinu. Af þeim sjö þjóðum sem eftir eru í pottinum eru Pólverjar með verstu vörnina, þeir fengu á sig 1,4 mark í leik í undankeppninni. Þeir detta því út. Tíu sinnum hefur HM verið haldið í Evrópu. Aðeins einu sinni hefur þjóð frá Suður-Ameríku unnið HM í Evrópu, Brasilía í Svíþjóð 1958. Því detta Suður-Ameríkuþjóðirnar út hér og eftir standa Frakkland, Belgía, Þýskaland og Portúgal..mynd/bbcNæsta skref var að skoða markmennina. Góð vörn hefur einkennt sigurvegara heimsmeistaramótsins í tíðina frekar en mikil markaskorun. Í fjórum af síðustu fimm keppnum hefur markmaður heimsmeistaranna fengið gullhanskann. Manuel Neuer, Hugo Lloris og Thibaut Courtois eru þrír af best metnu markmönnum heims svo það féll í skaut Rui Patricio og Portúgal að detta úr keppni. Þá var litið á reynsluna. Eftir að fjölgað var í 32 lið fór reynslan að skipta meira og meira máli og hefur meðaltal landsleikja innan sigurliðsins farið hækkandi síðan þá. Af þeim þremur liðum sem eftir er eru Frakkar með reynsluminnsta liðið, aðiens 24,6 landsleiki að meðaltali á meðan Þjóðverjar eru með 43,3 og Belgar 45,1. Til þess að skera um á milli Belga og Þjóðverja var gripið á það ráð að það er mjög erfitt að verja heimsmeistaratitilinn. Enginn hefur unnið tvær keppnir í röð síðan Brasilía gerði það 1958 og 1962. Þrátt fyrir mjög gott gengi Þjóðverja í HM sögunni þá vinnur hún gegn þeim hér og BBC segir Belga verða heimsmeistara. „Nema einhver annar geri það. Sem er möguleiki...“Munu Belgar vinna HM?mynd/bbc HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Belgar munu standa uppi sem heimsmeistarar samkvæmt útreikningum breska ríkisútvarpsins þar sem tekið var mið af sögu heimsmeistaramótsins. Mál málanna í heimi íþrótta þessa dagana er heimsmeistaramótið í Rússlandi sem hefst eftir aðeins tvo daga. 32 lið mæta til leiks og keppast um einn eftirsóttasta titil íþróttanna. Fréttamenn BBC litu yfir sögu síðustu móta og sigurvegara þeirra og fundu út hvaða lið lyftir bikarnum þann 15. júlí í Moskvu. Fyrsta skref í að skera niður þjóðirnar 32 var að taka út alla sem voru ekki í fyrsta styrkleikaflokki. Síðan HM var stækkað í þrjátíu og tveggja þjóða mót árið 1998 hefur sigurvegarinn alltaf verið í fyrsta styrkleikaflokki. Þá standa eftir Frakkar, Þjóðverjar, Brasilíumenn, Portúgalir, Argentínumenn, Belgar, Pólverjar og Rússar. Liðin í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla á HMmynd/bbcRússar eru aðeins í 66. sæti heimslistans en eru í fyrsta styrkleikaflokki sem gestgjafar. Staða þeirra sem gestgjafar hjálpar þeim þó ekki lengra, því síðan 1978 hefur gestgjafinn aðeins einu sinni unnið HM, í Frakklandi 1998. Enginn af þeim fimm þjóðum sem unnið hefur 32ja liða HM hefur fengið á sig meira en fjögur mörk í leikjunum sjö í mótinu. Af þeim sjö þjóðum sem eftir eru í pottinum eru Pólverjar með verstu vörnina, þeir fengu á sig 1,4 mark í leik í undankeppninni. Þeir detta því út. Tíu sinnum hefur HM verið haldið í Evrópu. Aðeins einu sinni hefur þjóð frá Suður-Ameríku unnið HM í Evrópu, Brasilía í Svíþjóð 1958. Því detta Suður-Ameríkuþjóðirnar út hér og eftir standa Frakkland, Belgía, Þýskaland og Portúgal..mynd/bbcNæsta skref var að skoða markmennina. Góð vörn hefur einkennt sigurvegara heimsmeistaramótsins í tíðina frekar en mikil markaskorun. Í fjórum af síðustu fimm keppnum hefur markmaður heimsmeistaranna fengið gullhanskann. Manuel Neuer, Hugo Lloris og Thibaut Courtois eru þrír af best metnu markmönnum heims svo það féll í skaut Rui Patricio og Portúgal að detta úr keppni. Þá var litið á reynsluna. Eftir að fjölgað var í 32 lið fór reynslan að skipta meira og meira máli og hefur meðaltal landsleikja innan sigurliðsins farið hækkandi síðan þá. Af þeim þremur liðum sem eftir er eru Frakkar með reynsluminnsta liðið, aðiens 24,6 landsleiki að meðaltali á meðan Þjóðverjar eru með 43,3 og Belgar 45,1. Til þess að skera um á milli Belga og Þjóðverja var gripið á það ráð að það er mjög erfitt að verja heimsmeistaratitilinn. Enginn hefur unnið tvær keppnir í röð síðan Brasilía gerði það 1958 og 1962. Þrátt fyrir mjög gott gengi Þjóðverja í HM sögunni þá vinnur hún gegn þeim hér og BBC segir Belga verða heimsmeistara. „Nema einhver annar geri það. Sem er möguleiki...“Munu Belgar vinna HM?mynd/bbc
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira