Rúnar Alex væri til í að fá skýrari svör um hvort hann er númer tvö eða þrjú Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 12. júní 2018 11:30 Rúnar Alex Rúnarsson veit ekki hvort hann er varamarkvörður eða varavaramarkvörður. vísri/vilhelm Rúnar Alex Rúnarsson, einn af þremur markvörðum í íslenska landsliðshópnum á HM 2018, væri til í að fá skýrari svör frá þjálfarateyminu um stöðu sína og Frederik Schrams í goggunarröðinni á eftir Hannesi Þór Halldórssyni. Rúnar var hinn léttasti þegar að hann spjallaði við fjölmiðla fyrir æfingu liðsins í dag en nú var komið að leikmönnum með númerin 9-15. Þannig er þetta sett upp fyrstu dagana. „Þetta er búið að vera alveg geggjað. Það var tekið rosalega vel á móti okkur og veðrið er alveg frábært. Það er kannski aðeins of heitt en þá er betra að hafa það aðeins of heitt en of kalt,“ segir Rúnar Alex.Hannes fór aðeins yfir málin með markvörðunum og nú er lífið betra.vísri/vilhelmHannes Þór Halldórsson sagði í gær frá fundi sem hann hélt með markvarðateyminu aðeins til að létta á hlutunum en hann var ekki búinn að vera nógu sáttur við æfingarnar undanfarið. Talaði hann um að menn væru þungir og þrúgaðir. „Ég upplifði þetta ekki sem þyngsli eða neitt svoleiðis. Það er búið að dramatísera þetta smá. Ég get samt alveg viðurkennt að við vorum voðalega rólegir og ekki að öskra hvorn annan áfram. Það var líka lítið spjall í gangi,“ segir Rúnar. „Stemningin myndast svolítið í kringum hvernig reynslumestu mennirnir haga sér sem í þessu tilviki eru Gummi [Guðmundur Hreiðarsson, markvarðaþjálfari Íslands] og Hannes. Við [Frederik] reynum bara svolítið að herma eftir því sem að þeir gera vegna þess að við erum ungir og erum að kynnast því hvernig þetta virkar.“ „Kannski var meiri stemning áður en þetta var eitthvað sem að Hannesi fannst við þurfa að laga og við gerðum það. Ég get alveg sagt það núna að það er miklu skemmtilegra á æfingum núna þegar að menn eru að öskra hvorn annan áfram. Það voru engin þyngsli eða stress fannst mér,“ segir Rúnar.Rúnar Alex aðstoðar hér Frederik Schram á markvarðaæfingu í gær.vísir/vilhelmMargir hafa talið Rúnar vera orðinn klár annar kostur á eftir Hannesi í markið en svo, allt í einu, byrjaði Frederik Schram næst síðasta leikinn fyrir HM sem tapaðist á móti Noregi. Hannes stóð svo vaktina í generalprufunni á móti Gan.a Í raun veit enginn hvað Heimir og Guðmundur eru að hugsa með fyrsta varamann fyrir Hannes og þeir halda spilunum þétt að sér. Svo þétt að Rúnar sjálfur veit ekkert hvar hann stendur. „Ég hef ekki hugmynd um hvort ég sé númer tvö eða þrjú. Ég væri alveg til í að fá skýrari svör. Þetta er erfið spurning og í raun skiptir kannski ekki öllu hver er númer tvö eða þrjú. Það sem skiptir máli er hver er að fara að spila en sama hvar ég er í röðinni undirbý ég mig eins fyrir hvern einasta leik. Það væri bara fínt upp á andlega hlutann að vera með einhver svör,“ segir Rúnar Alex Rúnarsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir HM í dag: Tómar fær aldrei nóg af uppáhaldinu hennar Klöru Þriðji þáttur HM í dag kominn í loftið. 12. júní 2018 09:00 Stelast til að horfa á og mynda strákana á æfingum Ekki allir íbúar Kabardinka fara eftir fyrirmælum yfirvalda. 12. júní 2018 10:00 Albert lék lukkudýr og gaf leikmönnum KR jólakort Albert Guðmundsson gaf tveimur landsliðsmönnum árlega jólakort en er nú á HM á meðan þeir sitja heima. 12. júní 2018 08:00 Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Fleiri fréttir Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sjá meira
Rúnar Alex Rúnarsson, einn af þremur markvörðum í íslenska landsliðshópnum á HM 2018, væri til í að fá skýrari svör frá þjálfarateyminu um stöðu sína og Frederik Schrams í goggunarröðinni á eftir Hannesi Þór Halldórssyni. Rúnar var hinn léttasti þegar að hann spjallaði við fjölmiðla fyrir æfingu liðsins í dag en nú var komið að leikmönnum með númerin 9-15. Þannig er þetta sett upp fyrstu dagana. „Þetta er búið að vera alveg geggjað. Það var tekið rosalega vel á móti okkur og veðrið er alveg frábært. Það er kannski aðeins of heitt en þá er betra að hafa það aðeins of heitt en of kalt,“ segir Rúnar Alex.Hannes fór aðeins yfir málin með markvörðunum og nú er lífið betra.vísri/vilhelmHannes Þór Halldórsson sagði í gær frá fundi sem hann hélt með markvarðateyminu aðeins til að létta á hlutunum en hann var ekki búinn að vera nógu sáttur við æfingarnar undanfarið. Talaði hann um að menn væru þungir og þrúgaðir. „Ég upplifði þetta ekki sem þyngsli eða neitt svoleiðis. Það er búið að dramatísera þetta smá. Ég get samt alveg viðurkennt að við vorum voðalega rólegir og ekki að öskra hvorn annan áfram. Það var líka lítið spjall í gangi,“ segir Rúnar. „Stemningin myndast svolítið í kringum hvernig reynslumestu mennirnir haga sér sem í þessu tilviki eru Gummi [Guðmundur Hreiðarsson, markvarðaþjálfari Íslands] og Hannes. Við [Frederik] reynum bara svolítið að herma eftir því sem að þeir gera vegna þess að við erum ungir og erum að kynnast því hvernig þetta virkar.“ „Kannski var meiri stemning áður en þetta var eitthvað sem að Hannesi fannst við þurfa að laga og við gerðum það. Ég get alveg sagt það núna að það er miklu skemmtilegra á æfingum núna þegar að menn eru að öskra hvorn annan áfram. Það voru engin þyngsli eða stress fannst mér,“ segir Rúnar.Rúnar Alex aðstoðar hér Frederik Schram á markvarðaæfingu í gær.vísir/vilhelmMargir hafa talið Rúnar vera orðinn klár annar kostur á eftir Hannesi í markið en svo, allt í einu, byrjaði Frederik Schram næst síðasta leikinn fyrir HM sem tapaðist á móti Noregi. Hannes stóð svo vaktina í generalprufunni á móti Gan.a Í raun veit enginn hvað Heimir og Guðmundur eru að hugsa með fyrsta varamann fyrir Hannes og þeir halda spilunum þétt að sér. Svo þétt að Rúnar sjálfur veit ekkert hvar hann stendur. „Ég hef ekki hugmynd um hvort ég sé númer tvö eða þrjú. Ég væri alveg til í að fá skýrari svör. Þetta er erfið spurning og í raun skiptir kannski ekki öllu hver er númer tvö eða þrjú. Það sem skiptir máli er hver er að fara að spila en sama hvar ég er í röðinni undirbý ég mig eins fyrir hvern einasta leik. Það væri bara fínt upp á andlega hlutann að vera með einhver svör,“ segir Rúnar Alex Rúnarsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir HM í dag: Tómar fær aldrei nóg af uppáhaldinu hennar Klöru Þriðji þáttur HM í dag kominn í loftið. 12. júní 2018 09:00 Stelast til að horfa á og mynda strákana á æfingum Ekki allir íbúar Kabardinka fara eftir fyrirmælum yfirvalda. 12. júní 2018 10:00 Albert lék lukkudýr og gaf leikmönnum KR jólakort Albert Guðmundsson gaf tveimur landsliðsmönnum árlega jólakort en er nú á HM á meðan þeir sitja heima. 12. júní 2018 08:00 Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Fleiri fréttir Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sjá meira
HM í dag: Tómar fær aldrei nóg af uppáhaldinu hennar Klöru Þriðji þáttur HM í dag kominn í loftið. 12. júní 2018 09:00
Stelast til að horfa á og mynda strákana á æfingum Ekki allir íbúar Kabardinka fara eftir fyrirmælum yfirvalda. 12. júní 2018 10:00
Albert lék lukkudýr og gaf leikmönnum KR jólakort Albert Guðmundsson gaf tveimur landsliðsmönnum árlega jólakort en er nú á HM á meðan þeir sitja heima. 12. júní 2018 08:00