Ísland aðeins sjö prósentum frá öðru sæti riðilsins í útreikningum Opta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júní 2018 16:00 Hvernig ætli Gylfa Þór Sigurðssyni lítist á þessa spá. Vísir/EPA Fjölmiðlar og tölfræðiþjónustur keppast nú við að spá fyrir um gang mála í riðlakeppni HM í fótbolta í Rússlandi sem hefst seinna í vikunni og það er alltaf fróðlegt að skoða hvaða trú þessir aðilar hafa á íslensku strákunum. Ísland rekur sem dæmi lestina í spá íþróttatölfræðiþjónustunnar Opta um lokastöðuna í D-riðli HM í fótbolta í Rússlandi en íslensku strákarnir eru samt ekki langt frá öðru sætinu sem myndi gefa sæti í sextán liða úrslitunum. Argentínumenn eiga að vinna yfirburðarsigur í D-riðlinum en það eru 75,7 prósent líkur á því að þeir komist áfram í útsláttarkeppnina. Öll hin þrjú liðin í riðlinum eru með minna en 50 prósent líkur á því að enda í öðru af tveimur efstu sætum riðilsins. Króatar eru með 45,2 prósent líkur á því að komast áfram, líkur nígeríska landsliðsins eru 40,6 prósent og íslensku strákarnir eru að lokum með 38,5 prósent líkur á sæti í sextán liða úrslitunum. Þetta þýðir um leið að strákarnir eru innan við sjö prósentum frá öðru sæti riðilsins samkvæmt útreikningum Opta. Samkvæmt þessu má búast við mjög spennandi keppni í D-riðlinum sem margir fjölmiðlar hafa litið á sem einn þann jafnasta í heimsmeistarakeppninni í ár. Spá Opta í D-riðli má sjá hér fyrir neðan.D - Based on our World Cup predictor, Opta give Argentina (75.7%) the best chance of progressing from Group D at the 2018 @FIFAWorldCup. Wisdom. For more info on the how the Opta Predictor is calculated, click here: https://t.co/O5yVz0Y0Zl#ARG#CRO#NGA#ISLpic.twitter.com/lh5MHw9Ksa — OptaJoe (@OptaJoe) June 12, 2018Það eru síðan aðeins 1,3 prósent líkur á því að strákarnir okkar verði heimsmeistarar í ár en brasilíska landsliðið er sigurstranglegast eins og sjá má hér fyrir neðan.13.2% - Based on our World Cup predictor, Opta give Brazil the highest chance of winning the 2018 World Cup (13.2%), followed by Germany (10.7%) & Argentina (10.1%). Probability. For more info on the how the Opta Predictor is calculated, click here: https://t.co/O5yVz0Y0Zlpic.twitter.com/MOjnESld6Z — OptaJoe (@OptaJoe) June 12, 2018 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Fjölmiðlar og tölfræðiþjónustur keppast nú við að spá fyrir um gang mála í riðlakeppni HM í fótbolta í Rússlandi sem hefst seinna í vikunni og það er alltaf fróðlegt að skoða hvaða trú þessir aðilar hafa á íslensku strákunum. Ísland rekur sem dæmi lestina í spá íþróttatölfræðiþjónustunnar Opta um lokastöðuna í D-riðli HM í fótbolta í Rússlandi en íslensku strákarnir eru samt ekki langt frá öðru sætinu sem myndi gefa sæti í sextán liða úrslitunum. Argentínumenn eiga að vinna yfirburðarsigur í D-riðlinum en það eru 75,7 prósent líkur á því að þeir komist áfram í útsláttarkeppnina. Öll hin þrjú liðin í riðlinum eru með minna en 50 prósent líkur á því að enda í öðru af tveimur efstu sætum riðilsins. Króatar eru með 45,2 prósent líkur á því að komast áfram, líkur nígeríska landsliðsins eru 40,6 prósent og íslensku strákarnir eru að lokum með 38,5 prósent líkur á sæti í sextán liða úrslitunum. Þetta þýðir um leið að strákarnir eru innan við sjö prósentum frá öðru sæti riðilsins samkvæmt útreikningum Opta. Samkvæmt þessu má búast við mjög spennandi keppni í D-riðlinum sem margir fjölmiðlar hafa litið á sem einn þann jafnasta í heimsmeistarakeppninni í ár. Spá Opta í D-riðli má sjá hér fyrir neðan.D - Based on our World Cup predictor, Opta give Argentina (75.7%) the best chance of progressing from Group D at the 2018 @FIFAWorldCup. Wisdom. For more info on the how the Opta Predictor is calculated, click here: https://t.co/O5yVz0Y0Zl#ARG#CRO#NGA#ISLpic.twitter.com/lh5MHw9Ksa — OptaJoe (@OptaJoe) June 12, 2018Það eru síðan aðeins 1,3 prósent líkur á því að strákarnir okkar verði heimsmeistarar í ár en brasilíska landsliðið er sigurstranglegast eins og sjá má hér fyrir neðan.13.2% - Based on our World Cup predictor, Opta give Brazil the highest chance of winning the 2018 World Cup (13.2%), followed by Germany (10.7%) & Argentina (10.1%). Probability. For more info on the how the Opta Predictor is calculated, click here: https://t.co/O5yVz0Y0Zlpic.twitter.com/MOjnESld6Z — OptaJoe (@OptaJoe) June 12, 2018
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira