Fjölmörg íslensk börn notið góðs af skóstærð og góðmennsku Birkis Bjarna Arnar Björnsson skrifar 11. júní 2018 23:00 „Okkur líður mjög vel. Frábær veður og frábær völlur, hótelið fínt og maturinn frábær. Þetta gæti ekki verið betra.“ Þetta segir Birkir Bjarnason sem tók því rólega á æfingu í gær. Hann meiddist í lærvöðva í leiknum gegn Gana á fimmtudag en segir þau meiðsli ekki alvarleg. Birkir var með á Evrópumótinu fyrir tveimur árum, hvernig er samanburðurinn við Frakkland og Rússland? „Þetta er að mörgu leyti svipað. Við erum ekki einir á hótelinu núna. Kannski er þetta svipað en aðeins stærra.“ Hann segir að leikmennirnir verði ekki fyrir mikilli truflun á hótelinu. Eftir langa og stranga æfingu í gær fengu þeir frí, en í hvað fór frítíminn? „Við reyndum að njóta veðursins, borðuðum vel, horfðum á bíómynd og gerðum ýmislegt.“ Birkir var ekki hrifinn af myndinni, Game night. Vonandi enn skemmtilegra en EM Eftir æfinguna í dag fór Birkir í meðferð hjá sjúkraþjálfara og ætlaði síðan að njóta þess að vera hérna.Ertu orðinn spenntur?„Já mjög og er búinn að vera spenntur nokkuð lengi. Núna er þetta alveg að detta inn og maður er orðinn verulega spenntur.“ Er þetta svipuð tilfinning og í Frakklandi?„Kannski aðeins öðruvísi. Þetta var auðvitað í fyrsta skipti sem við fórum á stórmóti í Frakklandi. Þá vissi maður kannski ekki alveg hvað maður var að fara út í. Núna er þetta öðruvísi, maður hefur verið í þessum sporum áður en þetta er svolítið stærra og vonandi skemmtilegra þannig að það verður vonandi fjör.“Gott að aðrir geti notið Birkir hefur í mörg ár gefið unglingum hafa ekki mikil fjárráð fótboltaskó sína og þau eru orðin ansi mörg skópörin sem hann hefur skilið eftir á góðum stað. Birkir er með frekar litla fætur, notar skó númer 39 eða 40. „Ég fæ mörg skópör hjá Adidas og oft fæ ég senda vitlausa skóstærð og það er gott að geta gefið strákum og stelpum skó sem hafa kannski minni möguleika á að kaupa þá. Það er bara gott að geta gert það. Hefurðu einhverja hugmynd hvað þú ert búinn að gefa mörg pör?„Nei, ég veit það ekki. Ég kem yfirleitt með marga skó fyrir hvern leik og ég hef bara ekki töluna á því. Ég er búinn að gera þetta í nokkur ár og vonandi held ég því bara áfram.“ Þannig að þú átt marga vini sem eru í skóm sem þú hefur fært þeim? „Það er gott að aðrir geti notið þeirra ef ég get það ekki. Það er bara gaman að því.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Sjá meira
„Okkur líður mjög vel. Frábær veður og frábær völlur, hótelið fínt og maturinn frábær. Þetta gæti ekki verið betra.“ Þetta segir Birkir Bjarnason sem tók því rólega á æfingu í gær. Hann meiddist í lærvöðva í leiknum gegn Gana á fimmtudag en segir þau meiðsli ekki alvarleg. Birkir var með á Evrópumótinu fyrir tveimur árum, hvernig er samanburðurinn við Frakkland og Rússland? „Þetta er að mörgu leyti svipað. Við erum ekki einir á hótelinu núna. Kannski er þetta svipað en aðeins stærra.“ Hann segir að leikmennirnir verði ekki fyrir mikilli truflun á hótelinu. Eftir langa og stranga æfingu í gær fengu þeir frí, en í hvað fór frítíminn? „Við reyndum að njóta veðursins, borðuðum vel, horfðum á bíómynd og gerðum ýmislegt.“ Birkir var ekki hrifinn af myndinni, Game night. Vonandi enn skemmtilegra en EM Eftir æfinguna í dag fór Birkir í meðferð hjá sjúkraþjálfara og ætlaði síðan að njóta þess að vera hérna.Ertu orðinn spenntur?„Já mjög og er búinn að vera spenntur nokkuð lengi. Núna er þetta alveg að detta inn og maður er orðinn verulega spenntur.“ Er þetta svipuð tilfinning og í Frakklandi?„Kannski aðeins öðruvísi. Þetta var auðvitað í fyrsta skipti sem við fórum á stórmóti í Frakklandi. Þá vissi maður kannski ekki alveg hvað maður var að fara út í. Núna er þetta öðruvísi, maður hefur verið í þessum sporum áður en þetta er svolítið stærra og vonandi skemmtilegra þannig að það verður vonandi fjör.“Gott að aðrir geti notið Birkir hefur í mörg ár gefið unglingum hafa ekki mikil fjárráð fótboltaskó sína og þau eru orðin ansi mörg skópörin sem hann hefur skilið eftir á góðum stað. Birkir er með frekar litla fætur, notar skó númer 39 eða 40. „Ég fæ mörg skópör hjá Adidas og oft fæ ég senda vitlausa skóstærð og það er gott að geta gefið strákum og stelpum skó sem hafa kannski minni möguleika á að kaupa þá. Það er bara gott að geta gert það. Hefurðu einhverja hugmynd hvað þú ert búinn að gefa mörg pör?„Nei, ég veit það ekki. Ég kem yfirleitt með marga skó fyrir hvern leik og ég hef bara ekki töluna á því. Ég er búinn að gera þetta í nokkur ár og vonandi held ég því bara áfram.“ Þannig að þú átt marga vini sem eru í skóm sem þú hefur fært þeim? „Það er gott að aðrir geti notið þeirra ef ég get það ekki. Það er bara gaman að því.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn