Albert lék lukkudýr og gaf leikmönnum KR jólakort Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 12. júní 2018 08:00 Albert Guðmundsson á æfingu íslenska landsliðsins. vísir/vilhelm Albert Guðmundsson, framherji íslenska landsliðsins í fótbolta, er svona rétt farinn að átta sig á því að strákarnir okkar eru mættir á heimsmeistaramótið í fótbolta en þetta hefur verið hálf óraunverulegt undanfarna daga og vikur heima á Íslandi. Eftir tvo vináttuleiki gegn Noregi og Gana eru strákarnir komnir í öllu meiri ró, eins skrítið og það nú er. Á milli æfinga eru þeir í rólegheitum á hótelinu og njóta sín vel á þessum fyrstu dögum HM. „Maður er svona að átta sig á því að maður er kominn á HM. Það er líka bara gott að komast í smá rólegheit og vera upp á hóteli og einbeita sér að leikjunum sem eru framundan,“ segir Albert, en hvað eru strákarnir að gera á hótelinu? „Þetta er voða mikið tjill bara. Við erum með borðtennisborð, pool-borð, píluspjald og svo er sundlaug. Maður er mikið á bakkanum að fá smá lit. Það er mjög gott veður hérna, sem betur fer.“ „Maður var búinn að ímynda sér hvernig þetta yrði en nú er þetta orðið eins raunverulegt og það verður. Maður er að átta sig á því hversu stórt þetta er,“ segir Albert.Kjartan Henry Finnbogason var í baráttu um sæti í HM-hópnum en varð eftir.vísir/gettyAlbert er uppalinn hjá KR og leit á yngri árum upp til nokkurra leikmanna meistaraflokks liðsins. Tveir af þeim voru Theodór Elmar Bjarnason og Kjartan Henry Finnbogason. Elmar var á HM 2016 með íslenska liðinu og báðir voru í baráttu um sæti í HM-hópnum. Þeir voru skildir eftir en Albert litli er mættur til Rússlands. Strákurinn sem heimsótti þá um hver jól á yngri árum. „Þetta er mjög fyndið. Ég gaf þeim tveimur alltaf jólakort og studdi þá í einu og öllu. Ég veit líka að þeir styðja mig í þessu verkefni. Þeir eru bestir í KR á þessum tíma. Ég var tíu eða ellefu ára og leit fáránlega mikið upp til þeirra,“ segir Albert sem var einnig Rauða ljónið, lukkudýr KR, nokkrum sinnum þegar að hann var lítill. „Maður tók það verkefni á sig stundum. Ég var eins mikið í bolta og ég gat og þarna sá ég möguleika á því að vera rautt ljón með fótbolta. Maður nýtti þetta tækifæri,“ segir hann og brosir. Það er auðvitað stórt fyrir þennan unga framherja að vera kominn á HM en býst hann við einhverjum mínútum á mótinu? „Ég held mér rólegum en auðvitað ætla ég frekar að búast við einhverju heldur en ekki þannig að ég verði klár þegar að kallið kemur. Ég ætla að vera klár og búast við einhverjum mínútum og vera þá 100 prósent einbeittur þegar að ég kem inn á,“ segir Albert Guðmundsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Kannski enda ég í vinstri bakverði þegar ég kem heim“ Á meðan Birkir Már Sævarsson er með landsliðinu gengur Valsmönnum allt í haginn á Íslandsmótinu. 11. júní 2018 16:00 Birkir fann kipp í rassinum og óttaðist að hann væri tognaður Fór í myndatöku og vonar það besta. 11. júní 2018 09:52 Sverrir Ingi: Þetta köllum við nú bara hafgolu Sverrir Ingi Ingason, miðvörður íslenska landsliðsins, er klár í slaginn ef kallið kemur fyrir leikinn á móti Argentínu. 11. júní 2018 14:30 Öryggisfulltrúi KSÍ fundar tvisvar á dag með lögregluyfirvöldum Það hvílir mikil ábyrgð á herðum Víðis Reynissonar öryggisfulltrúa að sjá til þess ásamt yfirvöldum í Rússlandi að strákarnir okkar séu öruggir allan tímann hér í landi. 11. júní 2018 13:00 Bros, sól og vindasamt á fyrstu lokuðu æfingu landsliðsins Afar vindasamt var í Kabardinka í Rússlandi í nótt og mátti sjá þess merki þegar íslenska landsliðið mætti til æfinga klukkan 10:30 að staðartíma. 11. júní 2018 09:45 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Albert Guðmundsson, framherji íslenska landsliðsins í fótbolta, er svona rétt farinn að átta sig á því að strákarnir okkar eru mættir á heimsmeistaramótið í fótbolta en þetta hefur verið hálf óraunverulegt undanfarna daga og vikur heima á Íslandi. Eftir tvo vináttuleiki gegn Noregi og Gana eru strákarnir komnir í öllu meiri ró, eins skrítið og það nú er. Á milli æfinga eru þeir í rólegheitum á hótelinu og njóta sín vel á þessum fyrstu dögum HM. „Maður er svona að átta sig á því að maður er kominn á HM. Það er líka bara gott að komast í smá rólegheit og vera upp á hóteli og einbeita sér að leikjunum sem eru framundan,“ segir Albert, en hvað eru strákarnir að gera á hótelinu? „Þetta er voða mikið tjill bara. Við erum með borðtennisborð, pool-borð, píluspjald og svo er sundlaug. Maður er mikið á bakkanum að fá smá lit. Það er mjög gott veður hérna, sem betur fer.“ „Maður var búinn að ímynda sér hvernig þetta yrði en nú er þetta orðið eins raunverulegt og það verður. Maður er að átta sig á því hversu stórt þetta er,“ segir Albert.Kjartan Henry Finnbogason var í baráttu um sæti í HM-hópnum en varð eftir.vísir/gettyAlbert er uppalinn hjá KR og leit á yngri árum upp til nokkurra leikmanna meistaraflokks liðsins. Tveir af þeim voru Theodór Elmar Bjarnason og Kjartan Henry Finnbogason. Elmar var á HM 2016 með íslenska liðinu og báðir voru í baráttu um sæti í HM-hópnum. Þeir voru skildir eftir en Albert litli er mættur til Rússlands. Strákurinn sem heimsótti þá um hver jól á yngri árum. „Þetta er mjög fyndið. Ég gaf þeim tveimur alltaf jólakort og studdi þá í einu og öllu. Ég veit líka að þeir styðja mig í þessu verkefni. Þeir eru bestir í KR á þessum tíma. Ég var tíu eða ellefu ára og leit fáránlega mikið upp til þeirra,“ segir Albert sem var einnig Rauða ljónið, lukkudýr KR, nokkrum sinnum þegar að hann var lítill. „Maður tók það verkefni á sig stundum. Ég var eins mikið í bolta og ég gat og þarna sá ég möguleika á því að vera rautt ljón með fótbolta. Maður nýtti þetta tækifæri,“ segir hann og brosir. Það er auðvitað stórt fyrir þennan unga framherja að vera kominn á HM en býst hann við einhverjum mínútum á mótinu? „Ég held mér rólegum en auðvitað ætla ég frekar að búast við einhverju heldur en ekki þannig að ég verði klár þegar að kallið kemur. Ég ætla að vera klár og búast við einhverjum mínútum og vera þá 100 prósent einbeittur þegar að ég kem inn á,“ segir Albert Guðmundsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Kannski enda ég í vinstri bakverði þegar ég kem heim“ Á meðan Birkir Már Sævarsson er með landsliðinu gengur Valsmönnum allt í haginn á Íslandsmótinu. 11. júní 2018 16:00 Birkir fann kipp í rassinum og óttaðist að hann væri tognaður Fór í myndatöku og vonar það besta. 11. júní 2018 09:52 Sverrir Ingi: Þetta köllum við nú bara hafgolu Sverrir Ingi Ingason, miðvörður íslenska landsliðsins, er klár í slaginn ef kallið kemur fyrir leikinn á móti Argentínu. 11. júní 2018 14:30 Öryggisfulltrúi KSÍ fundar tvisvar á dag með lögregluyfirvöldum Það hvílir mikil ábyrgð á herðum Víðis Reynissonar öryggisfulltrúa að sjá til þess ásamt yfirvöldum í Rússlandi að strákarnir okkar séu öruggir allan tímann hér í landi. 11. júní 2018 13:00 Bros, sól og vindasamt á fyrstu lokuðu æfingu landsliðsins Afar vindasamt var í Kabardinka í Rússlandi í nótt og mátti sjá þess merki þegar íslenska landsliðið mætti til æfinga klukkan 10:30 að staðartíma. 11. júní 2018 09:45 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
„Kannski enda ég í vinstri bakverði þegar ég kem heim“ Á meðan Birkir Már Sævarsson er með landsliðinu gengur Valsmönnum allt í haginn á Íslandsmótinu. 11. júní 2018 16:00
Birkir fann kipp í rassinum og óttaðist að hann væri tognaður Fór í myndatöku og vonar það besta. 11. júní 2018 09:52
Sverrir Ingi: Þetta köllum við nú bara hafgolu Sverrir Ingi Ingason, miðvörður íslenska landsliðsins, er klár í slaginn ef kallið kemur fyrir leikinn á móti Argentínu. 11. júní 2018 14:30
Öryggisfulltrúi KSÍ fundar tvisvar á dag með lögregluyfirvöldum Það hvílir mikil ábyrgð á herðum Víðis Reynissonar öryggisfulltrúa að sjá til þess ásamt yfirvöldum í Rússlandi að strákarnir okkar séu öruggir allan tímann hér í landi. 11. júní 2018 13:00
Bros, sól og vindasamt á fyrstu lokuðu æfingu landsliðsins Afar vindasamt var í Kabardinka í Rússlandi í nótt og mátti sjá þess merki þegar íslenska landsliðið mætti til æfinga klukkan 10:30 að staðartíma. 11. júní 2018 09:45
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti