Reiknum með Aroni gegn Argentínu Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. júní 2018 08:00 Aron Einar Gunnarsson rölti um grasið með Magnúsi Gylfasyni í gær. vísir/vilhelm Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætti á fyrstu æfingu sína í Karbardinka í gær en tæplega tvö þúsund manns voru á opinni æfingu liðsins að sögn Guðna Bergssonar, formanns KSÍ. Aðstæður voru hinar bestu en það voru nokkrir leikmenn auk fyrirliðans, Arons Einars Gunnarssonar sem tóku létta æfingu í gær. Ragnar Sigurðsson, Alfreð Finnbogason og Birkir Bjarnason tóku létta æfingu í sólinni enda langt ferðalag að baki daginn áður. Aron Einar tók aðeins létta upphitun með liðsfélögum sínum en fylgdist vandlega með æfingaleik sem fór fram á æfingasvæðinu. Heimir Hallgrímsson, þjálfari landsliðsins, sagði að fjarvera leikmannanna ætti sér eðlilega skýringu þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. „Það var stífleiki og þreyta ennþá eftir leikinn gegn Gana, það fengu nokkrir leikmenn krampa þann daginn og við vildum ekki taka neina óþarfa áhættu,“ sagði Heimir og bætti við: „Fyrsta æfingin er alltaf svolítið hættuleg, leikmenn eru eins og beljur á vorin. Það er gott gras, góðar aðstæður og menn verða full ákafir en það var mjög klókt af þeim að taka bara létta æfingu og vera með sjúkraþjálfaranum í dag. Ég á svo von á því að þeir taki fullan þátt á morgun.“ Hann er enn vongóður um að fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson taki þátt í leiknum gegn Argentínu í Moskvu eftir sex daga. „Ég er mjög vongóður, miðað við hvernig staðan er í dag eru allar líkur á því að hann spili. Hins vegar þurfum við að fara varlega með æfingarnar hans, ef við förum of geyst af stað getur komið eitthvert bakslag í þetta. Eins og staðan er í dag reiknum við með að hann spili gegn Argentínu.“ Heimir hrósaði Rússum fyrir uppbygginguna á æfingasvæðinu en hann segir miklar framfarir hafa orðið á einu ári. „Það verður að hrósa þeim fyrir það, fyrir ári var þetta svæði einfaldlega í rúst en það er allt í toppstandi í dag, völlurinn og allt saman. Fyrstu viðbrögð okkar eru góð og það situr oft í manni og það er gott að það var jákvæð upplifun,“ sagði Heimir sem tók góða veðrinu fagnandi. „Ég hef komið hingað áður og kann vel við allt saman hérna en ég verð að segja að þetta lítur betur út að sumri til. Maður kann betur við allt saman þegar sólin kemur fram og hitastigið hækkar,“ sagði Heimir glaðbeittur að lokum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Blaðamennirnir sem voru reknir af hóteli íslenska liðsins sverja af sér sakirnar Við reyndum að taka myndir á hótelinu en fengum það ekki. Við erum ekki á þessu hóteli og því henti löggan okkur út, segja tveir blaðamenn frá Argentínu. 11. júní 2018 07:30 Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Fleiri fréttir Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætti á fyrstu æfingu sína í Karbardinka í gær en tæplega tvö þúsund manns voru á opinni æfingu liðsins að sögn Guðna Bergssonar, formanns KSÍ. Aðstæður voru hinar bestu en það voru nokkrir leikmenn auk fyrirliðans, Arons Einars Gunnarssonar sem tóku létta æfingu í gær. Ragnar Sigurðsson, Alfreð Finnbogason og Birkir Bjarnason tóku létta æfingu í sólinni enda langt ferðalag að baki daginn áður. Aron Einar tók aðeins létta upphitun með liðsfélögum sínum en fylgdist vandlega með æfingaleik sem fór fram á æfingasvæðinu. Heimir Hallgrímsson, þjálfari landsliðsins, sagði að fjarvera leikmannanna ætti sér eðlilega skýringu þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. „Það var stífleiki og þreyta ennþá eftir leikinn gegn Gana, það fengu nokkrir leikmenn krampa þann daginn og við vildum ekki taka neina óþarfa áhættu,“ sagði Heimir og bætti við: „Fyrsta æfingin er alltaf svolítið hættuleg, leikmenn eru eins og beljur á vorin. Það er gott gras, góðar aðstæður og menn verða full ákafir en það var mjög klókt af þeim að taka bara létta æfingu og vera með sjúkraþjálfaranum í dag. Ég á svo von á því að þeir taki fullan þátt á morgun.“ Hann er enn vongóður um að fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson taki þátt í leiknum gegn Argentínu í Moskvu eftir sex daga. „Ég er mjög vongóður, miðað við hvernig staðan er í dag eru allar líkur á því að hann spili. Hins vegar þurfum við að fara varlega með æfingarnar hans, ef við förum of geyst af stað getur komið eitthvert bakslag í þetta. Eins og staðan er í dag reiknum við með að hann spili gegn Argentínu.“ Heimir hrósaði Rússum fyrir uppbygginguna á æfingasvæðinu en hann segir miklar framfarir hafa orðið á einu ári. „Það verður að hrósa þeim fyrir það, fyrir ári var þetta svæði einfaldlega í rúst en það er allt í toppstandi í dag, völlurinn og allt saman. Fyrstu viðbrögð okkar eru góð og það situr oft í manni og það er gott að það var jákvæð upplifun,“ sagði Heimir sem tók góða veðrinu fagnandi. „Ég hef komið hingað áður og kann vel við allt saman hérna en ég verð að segja að þetta lítur betur út að sumri til. Maður kann betur við allt saman þegar sólin kemur fram og hitastigið hækkar,“ sagði Heimir glaðbeittur að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Blaðamennirnir sem voru reknir af hóteli íslenska liðsins sverja af sér sakirnar Við reyndum að taka myndir á hótelinu en fengum það ekki. Við erum ekki á þessu hóteli og því henti löggan okkur út, segja tveir blaðamenn frá Argentínu. 11. júní 2018 07:30 Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Fleiri fréttir Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sjá meira
Blaðamennirnir sem voru reknir af hóteli íslenska liðsins sverja af sér sakirnar Við reyndum að taka myndir á hótelinu en fengum það ekki. Við erum ekki á þessu hóteli og því henti löggan okkur út, segja tveir blaðamenn frá Argentínu. 11. júní 2018 07:30