Tveir leikmenn fluttir á sjúkrahús í Reykjavík eftir þung höfuðhögg á Snæfellsnesi Birgir Olgeirsson skrifar 10. júní 2018 22:46 Drengirnir meiddust sem betur fer ekki alvarlega en hefur verið ráðlagt af læknum að taka því rólega næstu daga. Vísir Kalla þurfti til sjúkrabíls og þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna knattspyrnuleiks sameinaðs liðs Reynis/Víðis gegn Snæfellsnesi í þriðja flokki pilta á Hellissandi fyrr í dag. Fengu tveir leikmenn þung höfuðhögg og þurfti að flytja annan með þyrlu á Landspítalann í Fossvogi.Fyrst var greint frá þessu á vef Morgunblaðsins. Fyrra atvikið átti sér stað þegar leikmaður Reynis/Víðis missti meðvitund eftir samstuð við leikmann Snæfellsnes. Leikmenn í þriðja flokki eru fæddir á árunum 2002 og 2003. Freydís Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Snæfellsnes, segir í samtali við Vísi að sá leikmaður hefði náð meðvitund nokkuð örugglega aftur en fann fyrir svima og ógleði. Var ekið með hann á Landspítalann í Fossvogi í Reykjavík. Freydís segir að sjúkrabíllinn hafi nánast ekki verið búinn að yfirgefa póstnúmer Hellissands þegar annar leikmaður missti meðvitund. Um var að ræða leikmann Snæfellsnes sem hafði tekið mikinn sprett til að varna því að boltinn færi út fyrir hliðarlínu. Umhverfis völlinn er hraun og náði leikmaðurinn ekki að nema staðar og hafnaði út í hrauni. Þar missti hann jafnvægið og skall með höfuðið í grjóti. Freydís segir það óhapp hafa litið nokkuð illa út. Ekki sást blóð á drengnum en ekki tókst að ná honum almennilega til meðvitundar og var því ákveðið að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar en Freydís segir drenginn ekki einu sinni muna eftir þyrluferðinni. Líkt og fyrr segir voru báðir leikmennirnir lagðir inn á Landspítalann í Fossvogi en hafa báðir verið útskrifaðir þaðan. Drengirnir meiddust sem betur fer ekki alvarlega en hefur verið ráðlagt af læknum að taka því rólega næstu daga. Snæfellsbær Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Kalla þurfti til sjúkrabíls og þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna knattspyrnuleiks sameinaðs liðs Reynis/Víðis gegn Snæfellsnesi í þriðja flokki pilta á Hellissandi fyrr í dag. Fengu tveir leikmenn þung höfuðhögg og þurfti að flytja annan með þyrlu á Landspítalann í Fossvogi.Fyrst var greint frá þessu á vef Morgunblaðsins. Fyrra atvikið átti sér stað þegar leikmaður Reynis/Víðis missti meðvitund eftir samstuð við leikmann Snæfellsnes. Leikmenn í þriðja flokki eru fæddir á árunum 2002 og 2003. Freydís Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Snæfellsnes, segir í samtali við Vísi að sá leikmaður hefði náð meðvitund nokkuð örugglega aftur en fann fyrir svima og ógleði. Var ekið með hann á Landspítalann í Fossvogi í Reykjavík. Freydís segir að sjúkrabíllinn hafi nánast ekki verið búinn að yfirgefa póstnúmer Hellissands þegar annar leikmaður missti meðvitund. Um var að ræða leikmann Snæfellsnes sem hafði tekið mikinn sprett til að varna því að boltinn færi út fyrir hliðarlínu. Umhverfis völlinn er hraun og náði leikmaðurinn ekki að nema staðar og hafnaði út í hrauni. Þar missti hann jafnvægið og skall með höfuðið í grjóti. Freydís segir það óhapp hafa litið nokkuð illa út. Ekki sást blóð á drengnum en ekki tókst að ná honum almennilega til meðvitundar og var því ákveðið að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar en Freydís segir drenginn ekki einu sinni muna eftir þyrluferðinni. Líkt og fyrr segir voru báðir leikmennirnir lagðir inn á Landspítalann í Fossvogi en hafa báðir verið útskrifaðir þaðan. Drengirnir meiddust sem betur fer ekki alvarlega en hefur verið ráðlagt af læknum að taka því rólega næstu daga.
Snæfellsbær Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira