Almenningssamgöngur fötluðum vart valkostur Sveinn Arnarsson skrifar 29. júní 2018 08:00 Svo virðist vera sem almenningssamöngur frá höfuðborginni suður til Keflavíkurflugvallar séu ekki gerðar fyrir fatlað fólk. Fréttablaðið/Stefán Sjálfsbjörg og Öryrkjabandalag Íslands krefjast þess að samgönguráðuneytið, Vegagerðin og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum geri hreyfihömluðum kleift að nota almenningssamgöngur frá Reykjavík að Keflavíkurflugvelli. Nú sé sú leið ófær og benda félögin á að þetta samrýmist ekki lögum um farþegaflutninga. „Út frá samningi SÞ og réttindum fatlaðs fólks eigum við að hafa jafna möguleika. Það er því eðlilegt að við getum einnig komist milli Reykjavíkur og Keflavíkur eins og aðrir. Rekstraraðilinn verður að sjá til þess. Hann verður að gera ráð fyrir að allir geti notað þetta,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖryrkjabandalagsinsUm mitt ár 2017 voru sett ný lög um farþegaflutninga og farmflutninga á landi. Þau lög fólu í sér innleiðingu Evróputilskipunar um réttindi farþega í hópbifreiðum. Með gildistökunni jukust kröfur til sérleyfishafa og rekstraraðila almenningssamgangna um aðgengi fyrir fatlaða og hreyfihamlaða. Þessi breyting felur einnig í sér að tryggja skuli aðgengi fatlaðra að stoppistöðvum og þjónustumiðstöðvum fyrir almenningssamgöngur. „Nauðsynlegt er að gera allar almenningssamgöngur aðgengilegri öllum. Fólk með hreyfihömlun má ekki verða útundan í uppbyggingu góðra almenningssamgangna,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, landssambands hreyfihamlaðra.Bergur Þorri Benjamínsson varaformaður Sjálfsbjargar.Fyrir gildistöku þessara laga var hvergi að finna í löggjöf hér á landi skýr ákvæði um rétt fólks með fötlun til aðgengis almenningssamgangna. Að mati þessara félaga var afleiðingin sú að aðgengi fólks með fötlun sat á hakanum þar sem um kostnaðarsamt úrræði væri að ræða og hagsmuna þeirra til að nýta sér almenningssamgöngur ekki gætt. „Flutningsaðilum er gert skylt að taka tillit til þarfa hreyfihamlaðra þar sem því verður við komið. Þegar teknar eru ákvarðanir um búnað í nýjum eða nýlegum ökutækjum,“ bætir Bergur Þorri við. „Þetta felur hreinlega í sér að frá og með 1. júní í fyrra, þegar lögin tóku gildi, er aðilum sem reka almenningssamgöngur óheimilt að kaupa inn ný ökutæki án þess að þau séu þannig búin að aðgengi fyrir fatlaða og hreyfihamlaða sé tryggt.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira
Sjálfsbjörg og Öryrkjabandalag Íslands krefjast þess að samgönguráðuneytið, Vegagerðin og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum geri hreyfihömluðum kleift að nota almenningssamgöngur frá Reykjavík að Keflavíkurflugvelli. Nú sé sú leið ófær og benda félögin á að þetta samrýmist ekki lögum um farþegaflutninga. „Út frá samningi SÞ og réttindum fatlaðs fólks eigum við að hafa jafna möguleika. Það er því eðlilegt að við getum einnig komist milli Reykjavíkur og Keflavíkur eins og aðrir. Rekstraraðilinn verður að sjá til þess. Hann verður að gera ráð fyrir að allir geti notað þetta,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖryrkjabandalagsinsUm mitt ár 2017 voru sett ný lög um farþegaflutninga og farmflutninga á landi. Þau lög fólu í sér innleiðingu Evróputilskipunar um réttindi farþega í hópbifreiðum. Með gildistökunni jukust kröfur til sérleyfishafa og rekstraraðila almenningssamgangna um aðgengi fyrir fatlaða og hreyfihamlaða. Þessi breyting felur einnig í sér að tryggja skuli aðgengi fatlaðra að stoppistöðvum og þjónustumiðstöðvum fyrir almenningssamgöngur. „Nauðsynlegt er að gera allar almenningssamgöngur aðgengilegri öllum. Fólk með hreyfihömlun má ekki verða útundan í uppbyggingu góðra almenningssamgangna,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, landssambands hreyfihamlaðra.Bergur Þorri Benjamínsson varaformaður Sjálfsbjargar.Fyrir gildistöku þessara laga var hvergi að finna í löggjöf hér á landi skýr ákvæði um rétt fólks með fötlun til aðgengis almenningssamgangna. Að mati þessara félaga var afleiðingin sú að aðgengi fólks með fötlun sat á hakanum þar sem um kostnaðarsamt úrræði væri að ræða og hagsmuna þeirra til að nýta sér almenningssamgöngur ekki gætt. „Flutningsaðilum er gert skylt að taka tillit til þarfa hreyfihamlaðra þar sem því verður við komið. Þegar teknar eru ákvarðanir um búnað í nýjum eða nýlegum ökutækjum,“ bætir Bergur Þorri við. „Þetta felur hreinlega í sér að frá og með 1. júní í fyrra, þegar lögin tóku gildi, er aðilum sem reka almenningssamgöngur óheimilt að kaupa inn ný ökutæki án þess að þau séu þannig búin að aðgengi fyrir fatlaða og hreyfihamlaða sé tryggt.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira