Mannréttindadómstóllinn tekur kæru vegna Landsréttarmálsins til meðferðar Atli Ísleifsson skrifar 28. júní 2018 21:30 Íslenska ríkið hefur frest til 18. ágúst að svara spurningum dómstólsins. Vísir/Vilhelm Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ákveðið að taka kæru vegna Landsréttarmálsins svokallaða til meðferðar og krafist skýringar frá íslenskum stjórnvöldum.RÚV greinir frá málinu og segir að þessi fljóta málsmeðferð sé einsdæmi, en einungis um mánuður er liðinn síðan kæran barst inn á borð dómstólsins. Ástæða þessa er sögð alvarleg réttaróvissa sem skapist hér á landi vegna málsins að því er segir í frétt RÚV. Hæstiréttur Íslands staðfesti þann 24. maí dóm Landsréttar í máli manns sem var dæmdur í sautján mánaða fangelsi fyrir margvísleg brot. Þar með staðfesti Hæstiréttur einnig að Arnfríður Einarsdóttir dómari hafi ekki verið vanhæf til að dæma í málinu í Landsrétti.Ekki fengið réttláta meðferð fyrir dómi Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hafði krafist þess að Arnfríður myndi víkja sæti í málinu vegna vanhæfis, þar sem hún hafi ekki verið skipuð dómari með lögmætum hætti. Þar með hefði umbjóðandi hans ekki fengið réttláta meðferð fyrir dómi. Arnfríður Einarsdóttir var í hópi þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra skipaði sem dómara við Landsrétt þvert á tillögu hæfnisnefndar. Með kröfu sinni lét Vilhjálmur reyna á gildi dóma sem kveðnir eru upp af þeim dómurum á hinu nýja millidómsstigi sem ekki voru í hópi þeirra sem dómnefnd mat hæfasta í aðdraganda skipunar í Landsrétt. Eftir að dómurinn féll í Hæstarétt sagðist Vilhjálmur ætla að skjóta málinu til Mannréttindadómstólsins í Strassborg. Í frétt RÚV er vísað í bréf sem hafi borist íslenskum stjórnvöldum frá Mannréttindadómstólnum þar sem meðal annars sé spurt er hvernig það samræmist ákvæði mannréttindasáttmála að skipun dómara við Landsrétt hafi ekki fylgt þeim ákvæðum laga að Alþingi greiði atkvæði um hvert dómaraefni fyrir sig. Greitt var atkvæði um tillögu dómsmálaráðherra í heild sinni. Íslenska ríkið hefur frest til 18. ágúst að svara spurningum dómstólsins en nánar má lesa um bréf Mannréttindadómstólsins í frétt RÚV. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Hæfismál flutt í næstu viku Kærumál um þá kröfu að Arnfríður Einarsdóttir landsréttardómari víki sæti í máli manns er ákærður er fyrir umferðarlagabrot er komið á dagskrá Hæstaréttar. 9. maí 2018 07:30 Dómur Arnfríðar í Landsrétti stendur Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag dóm Landsréttar í máli manns sem var dæmdur í 17 mánaða fangelsi fyrir margvísleg brot 24. maí 2018 15:14 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ákveðið að taka kæru vegna Landsréttarmálsins svokallaða til meðferðar og krafist skýringar frá íslenskum stjórnvöldum.RÚV greinir frá málinu og segir að þessi fljóta málsmeðferð sé einsdæmi, en einungis um mánuður er liðinn síðan kæran barst inn á borð dómstólsins. Ástæða þessa er sögð alvarleg réttaróvissa sem skapist hér á landi vegna málsins að því er segir í frétt RÚV. Hæstiréttur Íslands staðfesti þann 24. maí dóm Landsréttar í máli manns sem var dæmdur í sautján mánaða fangelsi fyrir margvísleg brot. Þar með staðfesti Hæstiréttur einnig að Arnfríður Einarsdóttir dómari hafi ekki verið vanhæf til að dæma í málinu í Landsrétti.Ekki fengið réttláta meðferð fyrir dómi Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hafði krafist þess að Arnfríður myndi víkja sæti í málinu vegna vanhæfis, þar sem hún hafi ekki verið skipuð dómari með lögmætum hætti. Þar með hefði umbjóðandi hans ekki fengið réttláta meðferð fyrir dómi. Arnfríður Einarsdóttir var í hópi þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra skipaði sem dómara við Landsrétt þvert á tillögu hæfnisnefndar. Með kröfu sinni lét Vilhjálmur reyna á gildi dóma sem kveðnir eru upp af þeim dómurum á hinu nýja millidómsstigi sem ekki voru í hópi þeirra sem dómnefnd mat hæfasta í aðdraganda skipunar í Landsrétt. Eftir að dómurinn féll í Hæstarétt sagðist Vilhjálmur ætla að skjóta málinu til Mannréttindadómstólsins í Strassborg. Í frétt RÚV er vísað í bréf sem hafi borist íslenskum stjórnvöldum frá Mannréttindadómstólnum þar sem meðal annars sé spurt er hvernig það samræmist ákvæði mannréttindasáttmála að skipun dómara við Landsrétt hafi ekki fylgt þeim ákvæðum laga að Alþingi greiði atkvæði um hvert dómaraefni fyrir sig. Greitt var atkvæði um tillögu dómsmálaráðherra í heild sinni. Íslenska ríkið hefur frest til 18. ágúst að svara spurningum dómstólsins en nánar má lesa um bréf Mannréttindadómstólsins í frétt RÚV.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Hæfismál flutt í næstu viku Kærumál um þá kröfu að Arnfríður Einarsdóttir landsréttardómari víki sæti í máli manns er ákærður er fyrir umferðarlagabrot er komið á dagskrá Hæstaréttar. 9. maí 2018 07:30 Dómur Arnfríðar í Landsrétti stendur Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag dóm Landsréttar í máli manns sem var dæmdur í 17 mánaða fangelsi fyrir margvísleg brot 24. maí 2018 15:14 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Hæfismál flutt í næstu viku Kærumál um þá kröfu að Arnfríður Einarsdóttir landsréttardómari víki sæti í máli manns er ákærður er fyrir umferðarlagabrot er komið á dagskrá Hæstaréttar. 9. maí 2018 07:30
Dómur Arnfríðar í Landsrétti stendur Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag dóm Landsréttar í máli manns sem var dæmdur í 17 mánaða fangelsi fyrir margvísleg brot 24. maí 2018 15:14