Hvolfdi bílnum á leið ofan í ána Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. júní 2018 12:58 Myndin sem Hannes tók og birti af bílnum í morgun er ansi mögnuð. Hannes Lárus Hjálmarsson Tveir erlendir ferðamenn sem voru á ferð um Möðrudalsleið, fjallveg 905, í gær hvolfdu bílnum sem þeir voru á þar sem þeir voru á leiðinni leið ofan í á. Hannes Lárus Hjálmarsson, leiðsögumaður hjá GeoTravel í Mývatnssveit, kom að fólkinu um hálftíma eftir óhappið og birti mynd af bílnum á samfélagsmiðlum í morgun sem hefur vakið mikla athygli. Í samtali við Vísi segir Hannes að hann hafi byrjað á að athuga hvort ferðafólkið væru eitthvað slasað eftir veltuna en þau voru sem betur fer stálslegin. Þá voru þau búin að kalla á lögreglu en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Austurlandi kom tilkynning um málið rúmlega sex í gærkvöldi.„Ég held að hann hafi bara flippað bílnum“ Lögreglan vill ekki fara út í hvað gerðist nákvæmlega sem varð þess valdandi að bílnum hvolfdi en Hannes telur að ökumaðurinn hafi verið að keyra of hratt. „Hann vildi ekki meina að hann hafi verið að keyra of hratt en þegar þú veltir bíl þá þarftu að keyra svolítið hratt, í flestum tilfellum allavega,“ segir Hannes. Hann segir að áin sé í smá hvarfi frá veginum og að maður sjái hana ekki fyrr en maður komi að henni. „Ég held að honum hafi aðeins fipast og misst stjórn á bílnum. Svo aðeins til vinstri þá er svona barð rétt áður en þú kemur að ánni. Ég sá dekkjarförin hans þar upp í þannig að ég held að hann hafi bara flippað bílnum.“ Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Austurlandi var bíllinn sóttur með aðstoð björgunarsveita og fluttur á Egilsstaði. Færslu Hannesar sem hann setti á Facebook-síðu sína má sjá hér fyrir neðan. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Tveir erlendir ferðamenn sem voru á ferð um Möðrudalsleið, fjallveg 905, í gær hvolfdu bílnum sem þeir voru á þar sem þeir voru á leiðinni leið ofan í á. Hannes Lárus Hjálmarsson, leiðsögumaður hjá GeoTravel í Mývatnssveit, kom að fólkinu um hálftíma eftir óhappið og birti mynd af bílnum á samfélagsmiðlum í morgun sem hefur vakið mikla athygli. Í samtali við Vísi segir Hannes að hann hafi byrjað á að athuga hvort ferðafólkið væru eitthvað slasað eftir veltuna en þau voru sem betur fer stálslegin. Þá voru þau búin að kalla á lögreglu en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Austurlandi kom tilkynning um málið rúmlega sex í gærkvöldi.„Ég held að hann hafi bara flippað bílnum“ Lögreglan vill ekki fara út í hvað gerðist nákvæmlega sem varð þess valdandi að bílnum hvolfdi en Hannes telur að ökumaðurinn hafi verið að keyra of hratt. „Hann vildi ekki meina að hann hafi verið að keyra of hratt en þegar þú veltir bíl þá þarftu að keyra svolítið hratt, í flestum tilfellum allavega,“ segir Hannes. Hann segir að áin sé í smá hvarfi frá veginum og að maður sjái hana ekki fyrr en maður komi að henni. „Ég held að honum hafi aðeins fipast og misst stjórn á bílnum. Svo aðeins til vinstri þá er svona barð rétt áður en þú kemur að ánni. Ég sá dekkjarförin hans þar upp í þannig að ég held að hann hafi bara flippað bílnum.“ Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Austurlandi var bíllinn sóttur með aðstoð björgunarsveita og fluttur á Egilsstaði. Færslu Hannesar sem hann setti á Facebook-síðu sína má sjá hér fyrir neðan.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira