Hvolfdi bílnum á leið ofan í ána Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. júní 2018 12:58 Myndin sem Hannes tók og birti af bílnum í morgun er ansi mögnuð. Hannes Lárus Hjálmarsson Tveir erlendir ferðamenn sem voru á ferð um Möðrudalsleið, fjallveg 905, í gær hvolfdu bílnum sem þeir voru á þar sem þeir voru á leiðinni leið ofan í á. Hannes Lárus Hjálmarsson, leiðsögumaður hjá GeoTravel í Mývatnssveit, kom að fólkinu um hálftíma eftir óhappið og birti mynd af bílnum á samfélagsmiðlum í morgun sem hefur vakið mikla athygli. Í samtali við Vísi segir Hannes að hann hafi byrjað á að athuga hvort ferðafólkið væru eitthvað slasað eftir veltuna en þau voru sem betur fer stálslegin. Þá voru þau búin að kalla á lögreglu en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Austurlandi kom tilkynning um málið rúmlega sex í gærkvöldi.„Ég held að hann hafi bara flippað bílnum“ Lögreglan vill ekki fara út í hvað gerðist nákvæmlega sem varð þess valdandi að bílnum hvolfdi en Hannes telur að ökumaðurinn hafi verið að keyra of hratt. „Hann vildi ekki meina að hann hafi verið að keyra of hratt en þegar þú veltir bíl þá þarftu að keyra svolítið hratt, í flestum tilfellum allavega,“ segir Hannes. Hann segir að áin sé í smá hvarfi frá veginum og að maður sjái hana ekki fyrr en maður komi að henni. „Ég held að honum hafi aðeins fipast og misst stjórn á bílnum. Svo aðeins til vinstri þá er svona barð rétt áður en þú kemur að ánni. Ég sá dekkjarförin hans þar upp í þannig að ég held að hann hafi bara flippað bílnum.“ Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Austurlandi var bíllinn sóttur með aðstoð björgunarsveita og fluttur á Egilsstaði. Færslu Hannesar sem hann setti á Facebook-síðu sína má sjá hér fyrir neðan. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Tveir erlendir ferðamenn sem voru á ferð um Möðrudalsleið, fjallveg 905, í gær hvolfdu bílnum sem þeir voru á þar sem þeir voru á leiðinni leið ofan í á. Hannes Lárus Hjálmarsson, leiðsögumaður hjá GeoTravel í Mývatnssveit, kom að fólkinu um hálftíma eftir óhappið og birti mynd af bílnum á samfélagsmiðlum í morgun sem hefur vakið mikla athygli. Í samtali við Vísi segir Hannes að hann hafi byrjað á að athuga hvort ferðafólkið væru eitthvað slasað eftir veltuna en þau voru sem betur fer stálslegin. Þá voru þau búin að kalla á lögreglu en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Austurlandi kom tilkynning um málið rúmlega sex í gærkvöldi.„Ég held að hann hafi bara flippað bílnum“ Lögreglan vill ekki fara út í hvað gerðist nákvæmlega sem varð þess valdandi að bílnum hvolfdi en Hannes telur að ökumaðurinn hafi verið að keyra of hratt. „Hann vildi ekki meina að hann hafi verið að keyra of hratt en þegar þú veltir bíl þá þarftu að keyra svolítið hratt, í flestum tilfellum allavega,“ segir Hannes. Hann segir að áin sé í smá hvarfi frá veginum og að maður sjái hana ekki fyrr en maður komi að henni. „Ég held að honum hafi aðeins fipast og misst stjórn á bílnum. Svo aðeins til vinstri þá er svona barð rétt áður en þú kemur að ánni. Ég sá dekkjarförin hans þar upp í þannig að ég held að hann hafi bara flippað bílnum.“ Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Austurlandi var bíllinn sóttur með aðstoð björgunarsveita og fluttur á Egilsstaði. Færslu Hannesar sem hann setti á Facebook-síðu sína má sjá hér fyrir neðan.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira