Er betra að tapa en að vinna í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2018 11:30 Thierry Henry, aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins, vakir yfir sínum leikmanni á æfingu liðsins. Vísir/Getty Landslið Englands og Belgíu spila í kvöld hreinan úrslitaleik um efsta sæti G-riðils á HM í fótbolta. Liðin eru bæði komin áfram en toppsætið í riðlinum er í boði. En er kannski bara verra að enda í fyrsta sæti riðilsins upp á framhaldið? BBC veltir þessu fyrir sér í frétt á heimasíðu sinni þar sem er farið nánar yfir það sem bíður liðanna tveggja í sextán liða úrslitunum. Liðin þurfa eins og áður sagði ekki að hafa neinar áhygjur af því að komast í sextán liða úrslitin en nú þarf að finna út hvort liðið fer á hægri vænginn og hvort liðið fer á vinstri væng í útsláttarkeppni HM 2018. BBC tekur fyrir þá staðreynd að leiðin gæti orðið talvert erfiðari í úrslitaleikinn í Moskvu fyrir það lið sem vinnur riðilinn sinn. Liðin sem vinnur riðilinn mætir liðinu í öðru sæti í H-riðli sem gæti verið Japan, Senegal eða Kólumbía. Í átta liða úrslitunum bíður síðan sigurvegarinn úr leik Brasilíu og Mexíkó og í undanúrslitunum gæti mótherjinn orðið Frakkland, Argentína, Portúgal eða Úrúgvæ. Liðið sem tapar leiknum og lendir í öðru sæti í sínum riðli fær það hlutskipti að mæta liðinu í fyrsta sæti í H-riðli sem gæti verið Japan, Senegal eða Kólumbía. Í átta liða úrslitunum bíður aftur á móti sigurvegarinn úr leik Svíþjóðar og Sviss og í undanúrslitunum gæti mótherji liðsins orðið Spánn, Króatía, Danmörk eða Rússland. Tölfræðiþjónustan Gracenote hefur tekið saman líkur enska landsliðsins að komast í undanúrslitin eftir því hvorum megin liðið lendir. Þar er mikill munur og samkvæmt því væri mun betra að enda í öðru sæti riðilsins. Vinni enska landsliðið riðilinn þá segir Gracenote að það séu 24 prósent líkur á því að enska liðið komist í undanúrslit og 12 prósent líkur að liðið fari alla leið í úrslitaleikinn. Tapi enska landsliðið leiknum í kvöld og endi í öðru sæti þá segja útreikningar Gracenote að það séu 35 prósent líkur á því að enska liðið komist í undanúrslit og 18 prósent líkur að liðið fari alla leið í úrslitaleikinn. Það er því ekki nema von að margir velti því fyrir sér hvort að það væri betra að tapa en vinna leikinn í Kaliningrad í kvöld. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Sjá meira
Landslið Englands og Belgíu spila í kvöld hreinan úrslitaleik um efsta sæti G-riðils á HM í fótbolta. Liðin eru bæði komin áfram en toppsætið í riðlinum er í boði. En er kannski bara verra að enda í fyrsta sæti riðilsins upp á framhaldið? BBC veltir þessu fyrir sér í frétt á heimasíðu sinni þar sem er farið nánar yfir það sem bíður liðanna tveggja í sextán liða úrslitunum. Liðin þurfa eins og áður sagði ekki að hafa neinar áhygjur af því að komast í sextán liða úrslitin en nú þarf að finna út hvort liðið fer á hægri vænginn og hvort liðið fer á vinstri væng í útsláttarkeppni HM 2018. BBC tekur fyrir þá staðreynd að leiðin gæti orðið talvert erfiðari í úrslitaleikinn í Moskvu fyrir það lið sem vinnur riðilinn sinn. Liðin sem vinnur riðilinn mætir liðinu í öðru sæti í H-riðli sem gæti verið Japan, Senegal eða Kólumbía. Í átta liða úrslitunum bíður síðan sigurvegarinn úr leik Brasilíu og Mexíkó og í undanúrslitunum gæti mótherjinn orðið Frakkland, Argentína, Portúgal eða Úrúgvæ. Liðið sem tapar leiknum og lendir í öðru sæti í sínum riðli fær það hlutskipti að mæta liðinu í fyrsta sæti í H-riðli sem gæti verið Japan, Senegal eða Kólumbía. Í átta liða úrslitunum bíður aftur á móti sigurvegarinn úr leik Svíþjóðar og Sviss og í undanúrslitunum gæti mótherji liðsins orðið Spánn, Króatía, Danmörk eða Rússland. Tölfræðiþjónustan Gracenote hefur tekið saman líkur enska landsliðsins að komast í undanúrslitin eftir því hvorum megin liðið lendir. Þar er mikill munur og samkvæmt því væri mun betra að enda í öðru sæti riðilsins. Vinni enska landsliðið riðilinn þá segir Gracenote að það séu 24 prósent líkur á því að enska liðið komist í undanúrslit og 12 prósent líkur að liðið fari alla leið í úrslitaleikinn. Tapi enska landsliðið leiknum í kvöld og endi í öðru sæti þá segja útreikningar Gracenote að það séu 35 prósent líkur á því að enska liðið komist í undanúrslit og 18 prósent líkur að liðið fari alla leið í úrslitaleikinn. Það er því ekki nema von að margir velti því fyrir sér hvort að það væri betra að tapa en vinna leikinn í Kaliningrad í kvöld.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Sjá meira