Teiknar fleyg íslensk orð í villtri náttúru Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 28. júní 2018 06:00 Sólveig Eva er spennt fyrir sinni fyrstu myndskreytisýningu um helgina á Reykjavík Fringe Festival. Fréttablaðið/Stefán Myndskreytirinn Sólveig Eva heldur sýningu sína Orð um komandi helgi með verkum sínum af orðum úr íslenskri tungu umvöfðum villtum íslenskum gróðri. Sýningin verður opnuð á Hlemmi Square 1. júlí kl. 20 og stendur til 8. júlí. Þetta er í fyrsta sinn sem Sólveig Eva heldur sýningu en hún hefur meðal annars myndskreytt fyrir Starbucks í Bretlandi, Matís á Íslandi og innanhúss verkefni fyrir Landor í Sydney. „Ég gerði litabók úr stafrófi sem hægt er að nálgast á heimasíðunni minni, www.solaevadraws.com. Ef fólk hefur áhuga þá er hægt að hlaða henni niður ókeypis. En svo í kjölfarið fékk ég hugmynd að því að teikna íslensk orð og datt fyrst í hug jæja, mjög íslenskt orð. Síðan hélt ég áfram að finna önnur fleyg orð; jújú, já og jahá,“ segir Sólveig Eva, sem gjarnan er kölluð Sóla. „Svo ef maður segir þetta allt á innsoginu þá bætist menningarblærinn við.“ Einstaklega fallegar teiknaðar myndir eftir Sólu.Hún sá listahátíðina Reykjavík Fringe Festival auglýsa eftir þátttakendum og ákvað að slá til en hátíðin fer fyrir ýmsum listrænum gjörningum, myndlist og leiklist. Sólu er margt til lista lagt en utan þess að teikna fallega þá er hún leikkona og fyrirsæta í New York. Hún lærði leiklist í Rose Bruford í London en var nú að ljúka við seríu tvö af sjónvarpsþáttum á TruTV sem grínistinn Jon Glaser skrifar þar sem hún fer með aðalhlutverk. „Það er mjög gaman að leika í þáttunum. Þeir eru mikið í improv- stíl, sem byggir á spuna og ég er búin að vera mikið í hér í New York,“ segir Sóla. „Í síðustu seríu fékk ég að leika með Michael Shannon og Janeane Garofalo og Jon Hodgman sem er draumur í dós og þetta er rosalega skemmtilegt þó svo að persónan mín sé óttaleg sætustelpa.“ Sóla er einnig í leikhópi með gömlum skólafélögum úr Rose Bruford og vinnur nú að útvarpsþáttum ásamt Bergdísi Júlíu Jóhannsdóttur. Hægt verður að kaupa myndaplaköt eða póstkort með listaverkum Sólu á sýningunni eða hafa samband við hana í gegnum heimasíðuna hennar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Sophie Turner verður Lara Croft Bíó og sjónvarp „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Sjá meira
Myndskreytirinn Sólveig Eva heldur sýningu sína Orð um komandi helgi með verkum sínum af orðum úr íslenskri tungu umvöfðum villtum íslenskum gróðri. Sýningin verður opnuð á Hlemmi Square 1. júlí kl. 20 og stendur til 8. júlí. Þetta er í fyrsta sinn sem Sólveig Eva heldur sýningu en hún hefur meðal annars myndskreytt fyrir Starbucks í Bretlandi, Matís á Íslandi og innanhúss verkefni fyrir Landor í Sydney. „Ég gerði litabók úr stafrófi sem hægt er að nálgast á heimasíðunni minni, www.solaevadraws.com. Ef fólk hefur áhuga þá er hægt að hlaða henni niður ókeypis. En svo í kjölfarið fékk ég hugmynd að því að teikna íslensk orð og datt fyrst í hug jæja, mjög íslenskt orð. Síðan hélt ég áfram að finna önnur fleyg orð; jújú, já og jahá,“ segir Sólveig Eva, sem gjarnan er kölluð Sóla. „Svo ef maður segir þetta allt á innsoginu þá bætist menningarblærinn við.“ Einstaklega fallegar teiknaðar myndir eftir Sólu.Hún sá listahátíðina Reykjavík Fringe Festival auglýsa eftir þátttakendum og ákvað að slá til en hátíðin fer fyrir ýmsum listrænum gjörningum, myndlist og leiklist. Sólu er margt til lista lagt en utan þess að teikna fallega þá er hún leikkona og fyrirsæta í New York. Hún lærði leiklist í Rose Bruford í London en var nú að ljúka við seríu tvö af sjónvarpsþáttum á TruTV sem grínistinn Jon Glaser skrifar þar sem hún fer með aðalhlutverk. „Það er mjög gaman að leika í þáttunum. Þeir eru mikið í improv- stíl, sem byggir á spuna og ég er búin að vera mikið í hér í New York,“ segir Sóla. „Í síðustu seríu fékk ég að leika með Michael Shannon og Janeane Garofalo og Jon Hodgman sem er draumur í dós og þetta er rosalega skemmtilegt þó svo að persónan mín sé óttaleg sætustelpa.“ Sóla er einnig í leikhópi með gömlum skólafélögum úr Rose Bruford og vinnur nú að útvarpsþáttum ásamt Bergdísi Júlíu Jóhannsdóttur. Hægt verður að kaupa myndaplaköt eða póstkort með listaverkum Sólu á sýningunni eða hafa samband við hana í gegnum heimasíðuna hennar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Sophie Turner verður Lara Croft Bíó og sjónvarp „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Sjá meira