Lukaku ekki með gegn Englendingum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 27. júní 2018 23:00 Lukaku er næst markahæstur á HM enn sem komið er Vísir/getty Framherjinn Romelu Lukaku verður ekki með Belgum gegn Englendingum í lokaleik liðanna í riðlakeppninni á HM í Rússlandi vegna meiðsla. Bæði Belgar og Englendingar eru nú þegar komnir áfram í 16-liða úrslitin og snýst leikurinn eingöngu um það hvort liðið verði í toppsæti riðilsins. Lukaku hefur ekki æft með Belgum í vikunni vegna meiðsla á ökkla sem hann hlaut í 5-2 sigrinum á Túnis um síðustu helgi. Á blaðamannafundi fyrir leikinn í dag sagði landsliðsþjálfarinn Roberto Martinez að Lukaku yrði ekki með en hann hefði ekki áhyggjur af framherjanum sterka hvað framhaldið varðar. „Hann fékk högg gegn Túnis og það er líklega einum degi of snemmt að spila honum á fimmtudag en ég held hann verði ekki lengur frá en það.“ Lukaku er í baráttu við framherja Englendinga, Harry Kane, um gullskóinn á HM. Lukaku er kominn með fjögur mörk en Kane fimm. Margir enskir stuðningsmenn hafa sagt á Twitter að þeir vilji að Englendingar tapi leiknum á morgun því liðið sem lendir í öðru sæti ætti að fá auðveldari leið í úrslitaleikinn. Útsláttarkeppninni er raðað þannig upp að öðru megin við úrslitaleikinn eru lið á borð við Portúgal, Úrúgvæ, Argentínu, Frakkland og Brasilíu á meðan hinu megin eru meðal annars Danir, Rússar, Svíar og Sviss, andstæðingar sem á pappír ættu að vera auðveldari viðureignar. Liðin munu mæta annað hvort Japan, Senegal eða Kólumbíu í 16-liða úrslitunum. Lokaumferð H riðils er leikin klukkan 14:00 á morgun og leikir G riðils hefjast klukkan 18:00.The left side of the bracket: The right side of the bracket: pic.twitter.com/IJBAWX4RCb — FOX Soccer (@FOXSoccer) June 27, 2018 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Sjá meira
Framherjinn Romelu Lukaku verður ekki með Belgum gegn Englendingum í lokaleik liðanna í riðlakeppninni á HM í Rússlandi vegna meiðsla. Bæði Belgar og Englendingar eru nú þegar komnir áfram í 16-liða úrslitin og snýst leikurinn eingöngu um það hvort liðið verði í toppsæti riðilsins. Lukaku hefur ekki æft með Belgum í vikunni vegna meiðsla á ökkla sem hann hlaut í 5-2 sigrinum á Túnis um síðustu helgi. Á blaðamannafundi fyrir leikinn í dag sagði landsliðsþjálfarinn Roberto Martinez að Lukaku yrði ekki með en hann hefði ekki áhyggjur af framherjanum sterka hvað framhaldið varðar. „Hann fékk högg gegn Túnis og það er líklega einum degi of snemmt að spila honum á fimmtudag en ég held hann verði ekki lengur frá en það.“ Lukaku er í baráttu við framherja Englendinga, Harry Kane, um gullskóinn á HM. Lukaku er kominn með fjögur mörk en Kane fimm. Margir enskir stuðningsmenn hafa sagt á Twitter að þeir vilji að Englendingar tapi leiknum á morgun því liðið sem lendir í öðru sæti ætti að fá auðveldari leið í úrslitaleikinn. Útsláttarkeppninni er raðað þannig upp að öðru megin við úrslitaleikinn eru lið á borð við Portúgal, Úrúgvæ, Argentínu, Frakkland og Brasilíu á meðan hinu megin eru meðal annars Danir, Rússar, Svíar og Sviss, andstæðingar sem á pappír ættu að vera auðveldari viðureignar. Liðin munu mæta annað hvort Japan, Senegal eða Kólumbíu í 16-liða úrslitunum. Lokaumferð H riðils er leikin klukkan 14:00 á morgun og leikir G riðils hefjast klukkan 18:00.The left side of the bracket: The right side of the bracket: pic.twitter.com/IJBAWX4RCb — FOX Soccer (@FOXSoccer) June 27, 2018
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Sjá meira