Cristiano Ronaldo og Leo Messi geta mæst í átta liða úrslitunum á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2018 10:30 Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Vísir/Getty Lionel Messi og félagar í argentínska landsliðinu tryggðu sér í gær sæti í sextán liða úrslitum HM í fótbolta í Rússlandi daginn eftir að Cristiano Ronaldo og félagar í Portúgal urðu sér úti um farseðilinn sinn í útsláttarkeppni HM 2018. Báðar þjóðir voru hársbreidd frá því að falla úr keppni og á lokamínútum hefði mark frá Íran og mark frá Íslandi geta séð til þess að enginn Cristiano Ronaldo eða Lionel Messi yrðu meira með á HM. Portúgal slapp með skrekkinn á móti Íran og Argentína fékk góða hjálp frá Króötum sem skoruðu úr skyndisókn á móti íslensku strákunum. Þetta þýðir að Argentína mætir Frakklandi í sextán liða úrslitum á laugardaginn og Portúgal spilar við Úrúgvæ. Það er hinsvegar afar freistandi að horfa aðeins lengra. Vinni Argentínumenn og Portúgalar leiki sína í sextán liða úrslitum þá myndu Argentína og Portúgal mætast í átta liða úrslitunum. Sá leikur færi fram í Nizhny Novgorod föstudaginn 6. júlí og yrði fyrsti leikur átta liða úrslitanna. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa keppt um hnossið besti knattspyrnumaður heims undanfarin áratug og þeir hafa mæst mörgum sinnum með félagsliðum sínumm, Barcelona og Real Madrid. Mætist þeir í átta liða úrslitunum á HM í Rússlandi eftir níu daga þá yrði það í fyrsta sinn sem þeir mætast með landsliðum sínum á heimsmeistaramóti. Portúgalar komust ekki upp úr sínum riðli á HM 2014 og liðin gátu því aldrei mæst í þeirri keppni.If Argentina beat France and Portugal beat Uruguay Leo Messi and Cristiano Ronaldo will face each other in #WorldCup quarter-final. The internet will break if that happens. pic.twitter.com/cvBG9HFa7h — Football Memes (@FootballMemesCo) June 27, 2018 Þeir Ronaldo og Messi áttu möguleika á því að mætast í undanúrslitum á HM í Suður-Afríku 2010 en lið þeirra komust hvorg þangað. Spánn sló Portúgal út úr sextán liða úrslitunum og Argentína datt út á móti Þýskalandi í átta liða úrslitunum. Báðir voru þeir Cristiano Ronaldo og Leo Messi með á HM í fyrsta sinn þegar keppnin var haldi í Þýskalandi 2006. Þá hefðu lið ekki geta mæst fyrr en í úrslitaleiknu. Portúgal tapaði á móti Frakklandi í undanúrslitunum en Argentína datt út á móti Þýskalandi í átta liða úrslitum. Það er því ekkert skrýtið að suma sé farið að dreyma um þennan leik á milli Argentínu og Portúgal nú þegar þeir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi eru mögulega að keppa á sínu síðasta heimsmeistaramóti. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Lionel Messi og félagar í argentínska landsliðinu tryggðu sér í gær sæti í sextán liða úrslitum HM í fótbolta í Rússlandi daginn eftir að Cristiano Ronaldo og félagar í Portúgal urðu sér úti um farseðilinn sinn í útsláttarkeppni HM 2018. Báðar þjóðir voru hársbreidd frá því að falla úr keppni og á lokamínútum hefði mark frá Íran og mark frá Íslandi geta séð til þess að enginn Cristiano Ronaldo eða Lionel Messi yrðu meira með á HM. Portúgal slapp með skrekkinn á móti Íran og Argentína fékk góða hjálp frá Króötum sem skoruðu úr skyndisókn á móti íslensku strákunum. Þetta þýðir að Argentína mætir Frakklandi í sextán liða úrslitum á laugardaginn og Portúgal spilar við Úrúgvæ. Það er hinsvegar afar freistandi að horfa aðeins lengra. Vinni Argentínumenn og Portúgalar leiki sína í sextán liða úrslitum þá myndu Argentína og Portúgal mætast í átta liða úrslitunum. Sá leikur færi fram í Nizhny Novgorod föstudaginn 6. júlí og yrði fyrsti leikur átta liða úrslitanna. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa keppt um hnossið besti knattspyrnumaður heims undanfarin áratug og þeir hafa mæst mörgum sinnum með félagsliðum sínumm, Barcelona og Real Madrid. Mætist þeir í átta liða úrslitunum á HM í Rússlandi eftir níu daga þá yrði það í fyrsta sinn sem þeir mætast með landsliðum sínum á heimsmeistaramóti. Portúgalar komust ekki upp úr sínum riðli á HM 2014 og liðin gátu því aldrei mæst í þeirri keppni.If Argentina beat France and Portugal beat Uruguay Leo Messi and Cristiano Ronaldo will face each other in #WorldCup quarter-final. The internet will break if that happens. pic.twitter.com/cvBG9HFa7h — Football Memes (@FootballMemesCo) June 27, 2018 Þeir Ronaldo og Messi áttu möguleika á því að mætast í undanúrslitum á HM í Suður-Afríku 2010 en lið þeirra komust hvorg þangað. Spánn sló Portúgal út úr sextán liða úrslitunum og Argentína datt út á móti Þýskalandi í átta liða úrslitunum. Báðir voru þeir Cristiano Ronaldo og Leo Messi með á HM í fyrsta sinn þegar keppnin var haldi í Þýskalandi 2006. Þá hefðu lið ekki geta mæst fyrr en í úrslitaleiknu. Portúgal tapaði á móti Frakklandi í undanúrslitunum en Argentína datt út á móti Þýskalandi í átta liða úrslitum. Það er því ekkert skrýtið að suma sé farið að dreyma um þennan leik á milli Argentínu og Portúgal nú þegar þeir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi eru mögulega að keppa á sínu síðasta heimsmeistaramóti.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira