Ekki víst að ég komist inn Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 27. júní 2018 08:00 Ingibjörg er að vinna í kirkjugarði og er ánægð með að viðtalið birtist innan um andlátsauglýsingar. "Ég er vön að vera innan um dáið fólk,“ segir hún. Fréttablaðið/Anton Brink „Ég er bara í vinnunni og heyri illa til þín því það er vél að keyra fram hjá,“ segir Ingibjörg Ragnheiður Linnet þegar ég hringi í hana sem fulltrúa þeirra sem tóku við styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði HÍ á mánudaginn. Það kemur í ljós að vinna hennar felst í að hreinsa beð í Fossvogskirkjugarði en hún er búin að sækja um nám í læknisfræði í HÍ. „Mér finnst mannslíkaminn áhugaverður og auk þess þykir mér gaman að hjálpa fólki svo ég hugsaði að læknisfræðin væri eitthvað sem ég ætti að skoða. En ég er ekki búin að fá niðurstöður úr inntökuprófinu svo það er ekki víst að ég komist inn,“ tekur hún fram. Ingibjörg Ragnheiður hefur fengist við tónlist og á ekki langt að sækja það, mamma hennar er söngkonan Jóhanna Linnet. „Ég er búin að spila á trompet og píanó frekar lengi og er með framhaldspróf á bæði hljóðfærin. Var í MH, kláraði náttúrufræðibraut og tónlistarbraut og var líka í skólakórnum. Þegar ég varð stúdent í desember 2017 fór ég yfir í Hamrahlíðarkórinn sem er fyrir þá sem geta ekki hætt!“Þrjátíu og þrír nemendur sem hyggjast hefja nám við HÍ í haust var úthlutað styrkjum við hátíðlega athöfn.Kristinn IngvarssonEinnig er Ingibjörg formaður í ungmennaráði Barnaheilla. „Tvíburasystir mín var formaður í mörg ár. Svo hætti hún og ég bauð mig fram. En við byrjuðum af því að einn kennari í skólanum var í Barnaheillum. Ég hef lengi haft áhuga á mannréttindum og kynnst góðu fólki gegnum þetta starf. Við höfum verið með fatasöfnun fyrir nýbúa á Íslandi og vinaverkefni, við vekjum athygli á Barnasáttmálanum og erum talsmenn barna.“ Hún kveðst hafa setið fundi velferðarnefndar Alþingis og ríkisstjórnarfund, lagt þar fram erindi og spurningar og fengið spurningar til baka. Erfitt getur verið að velja framtíðarbraut þegar áhuginn liggur víða, það viðurkennir Ingibjörg. „Maður hættir kannski aldrei í tónlist,“ segir hún en kveðst þó lítið hafa starfað sem tónlistarmaður. „Ég hef aðeins kennt trompetleik í Skólahljómsveit Kópavogs og fengið borgað fyrir það og líka einhver gigg sem ég hef tekið þátt í. En annars verið að spila með Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Orkester Norden.“ Spurð hvernig síðarnefnda sveitin æfi svarar hún: „Fólk hittist á námskeiðum á sumrin, vinnur með lærðu tónlistarfólki, æfir í tvær, þrjár vikur og fer svo í tónleikaferð. Mjög skemmtilegt.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sagðist í yfirlýsingu aldrei hafa ætlað að skaða foreldra sína „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
„Ég er bara í vinnunni og heyri illa til þín því það er vél að keyra fram hjá,“ segir Ingibjörg Ragnheiður Linnet þegar ég hringi í hana sem fulltrúa þeirra sem tóku við styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði HÍ á mánudaginn. Það kemur í ljós að vinna hennar felst í að hreinsa beð í Fossvogskirkjugarði en hún er búin að sækja um nám í læknisfræði í HÍ. „Mér finnst mannslíkaminn áhugaverður og auk þess þykir mér gaman að hjálpa fólki svo ég hugsaði að læknisfræðin væri eitthvað sem ég ætti að skoða. En ég er ekki búin að fá niðurstöður úr inntökuprófinu svo það er ekki víst að ég komist inn,“ tekur hún fram. Ingibjörg Ragnheiður hefur fengist við tónlist og á ekki langt að sækja það, mamma hennar er söngkonan Jóhanna Linnet. „Ég er búin að spila á trompet og píanó frekar lengi og er með framhaldspróf á bæði hljóðfærin. Var í MH, kláraði náttúrufræðibraut og tónlistarbraut og var líka í skólakórnum. Þegar ég varð stúdent í desember 2017 fór ég yfir í Hamrahlíðarkórinn sem er fyrir þá sem geta ekki hætt!“Þrjátíu og þrír nemendur sem hyggjast hefja nám við HÍ í haust var úthlutað styrkjum við hátíðlega athöfn.Kristinn IngvarssonEinnig er Ingibjörg formaður í ungmennaráði Barnaheilla. „Tvíburasystir mín var formaður í mörg ár. Svo hætti hún og ég bauð mig fram. En við byrjuðum af því að einn kennari í skólanum var í Barnaheillum. Ég hef lengi haft áhuga á mannréttindum og kynnst góðu fólki gegnum þetta starf. Við höfum verið með fatasöfnun fyrir nýbúa á Íslandi og vinaverkefni, við vekjum athygli á Barnasáttmálanum og erum talsmenn barna.“ Hún kveðst hafa setið fundi velferðarnefndar Alþingis og ríkisstjórnarfund, lagt þar fram erindi og spurningar og fengið spurningar til baka. Erfitt getur verið að velja framtíðarbraut þegar áhuginn liggur víða, það viðurkennir Ingibjörg. „Maður hættir kannski aldrei í tónlist,“ segir hún en kveðst þó lítið hafa starfað sem tónlistarmaður. „Ég hef aðeins kennt trompetleik í Skólahljómsveit Kópavogs og fengið borgað fyrir það og líka einhver gigg sem ég hef tekið þátt í. En annars verið að spila með Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Orkester Norden.“ Spurð hvernig síðarnefnda sveitin æfi svarar hún: „Fólk hittist á námskeiðum á sumrin, vinnur með lærðu tónlistarfólki, æfir í tvær, þrjár vikur og fer svo í tónleikaferð. Mjög skemmtilegt.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sagðist í yfirlýsingu aldrei hafa ætlað að skaða foreldra sína „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira