Landaði fimm stórlöxum sama daginn Karl Lúðvíksson skrifar 26. júní 2018 10:20 Nils með einn af löxunum úr Vatnsdalsá Mynd: Nils Folmer FB Nils Folmer er veiðimönnum vel kunnur enda er hann einn öflugasti stórlaxaveiðimaður sem sést hefur á bökkum landsins. Á sunnudaginn var hann við veiðar í Vatnsdalsá og verði sér lítið fyrir og landaði fjórum löxum á morgunvaktinni og sá stærsti af þeim var 93 sm. Hann bætti um betur og landaði síðan fimmta laxinum á seinni vaktinni en sá var 95 sm langur og nýgengin lax af Vatnsdalsstofni er líklega um 10 kíló í þessari lengd þbí eins og veiðimenn þekkja er laxinn í ánni bæði þykkur og eins og sagt var um þessa laxa "það er þungt í þeim pundið". Laxarnir tóku allir flugu sem Nils hannaði sjálfur sem ber nafnið Autumn Hooker. Nafnið gæti gefið það til kynna að þetta sé síðsumarsfluga en svo er greinilega ekki, í það minnsta gæti hún kannski veit vel allt tímabilið. Mest lesið Síðasta skemmtikvöld SVFR Veiði Misvísandi skilaboð frá LV varðandi útboð og hækkanir Veiði Verðlækkun í Rússnesku ánum Veiði Federal skotin loksins fáanleg aftur á Íslandi Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði 57 laxar gengnir í gegnum teljarann í Elliðaánum Veiði Tarantino tók maríulaxinn í Hítará Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Sprenging í umsóknum um Elliðaárnar Veiði Skemmtikvöld SVFK 9. desember Veiði
Nils Folmer er veiðimönnum vel kunnur enda er hann einn öflugasti stórlaxaveiðimaður sem sést hefur á bökkum landsins. Á sunnudaginn var hann við veiðar í Vatnsdalsá og verði sér lítið fyrir og landaði fjórum löxum á morgunvaktinni og sá stærsti af þeim var 93 sm. Hann bætti um betur og landaði síðan fimmta laxinum á seinni vaktinni en sá var 95 sm langur og nýgengin lax af Vatnsdalsstofni er líklega um 10 kíló í þessari lengd þbí eins og veiðimenn þekkja er laxinn í ánni bæði þykkur og eins og sagt var um þessa laxa "það er þungt í þeim pundið". Laxarnir tóku allir flugu sem Nils hannaði sjálfur sem ber nafnið Autumn Hooker. Nafnið gæti gefið það til kynna að þetta sé síðsumarsfluga en svo er greinilega ekki, í það minnsta gæti hún kannski veit vel allt tímabilið.
Mest lesið Síðasta skemmtikvöld SVFR Veiði Misvísandi skilaboð frá LV varðandi útboð og hækkanir Veiði Verðlækkun í Rússnesku ánum Veiði Federal skotin loksins fáanleg aftur á Íslandi Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði 57 laxar gengnir í gegnum teljarann í Elliðaánum Veiði Tarantino tók maríulaxinn í Hítará Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Sprenging í umsóknum um Elliðaárnar Veiði Skemmtikvöld SVFK 9. desember Veiði