Fjögurra milljóna dollara leikur gegn Króatíu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. júní 2018 15:30 Það er töluvert undir leiknum á morgun. Vísir/Vilhelm Takist íslenska landsliðinu að tryggja sig upp úr D-riðli Heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu í Rússlandi með hagstæðum úrslitum gegn Króötum á morgun tryggja Strákarnir okkar KSÍ minnst fjóra milljón dollara í viðbót við það verðlaunafé sem þegar hefur verið eyrnamerkt sambandinu. Sé miðað við gengi dagsins eru það um 430 milljónir króna sem bætast við þær átta milljónir dollara sem KSÍ hefur þegar tryggt sér, um 860 milljónir króna, í verðlaunafé með því að taka þátt í riðlakeppni HM. Ýmislegt þarf þó að ganga upp svo að Íslandi verði með í 16-liða úrslitum. Tekin var ákvörðun um greiðslur frá FIFA til þeirra þjóða sem taka þátt í lokakeppni HM á síðasta ári en alls hefur FIFA eyrnamerkt 400 milljónir í verðlaunafé á mótinu sem greitt verður út að því loknu. Liðin sem taka þátt í riðlakeppninni fá líkt og fyrr segir átta milljónir dollara í sinn hlut, liðin sem detta út í 16-liða úrslitum fá samtals tólf milljónir dollara, um 1,3 milljarða króna. Þau lið sem detta út í fjórðungsúrslitum fá samtals 16 milljónir dollara í sinn hlut, 1,7 milljarða króna og svona mætti áfram telja. Það lið sem stendur uppi sem sigurvegari fær samtals 38 milljónir dollara í verðlaunafé frá FIFA, um 4,1 milljarð króna en nánari útlistun má nálgast hér.Landsliðið æfði á vellinum í Rostov-við-Don í dag þar sem leikurinn gegn Króatíu fer fram.Vísir/VilhelmKSÍ þegar tryggt sér rétt rúman milljarð Þá fær hvert lið 1,5 milljónir dollara frá FIFA í svokallaðan undirbúningskostnað, um 160 milljónir króna. Er sá kostnaður ætlaður til þess að dekka kostnað sem fellur á samböndin vegna mótsins.KSÍ hefur því tryggt sér minnst 9,5 milljónir dollara frá FIFA vegna mótsins, rétt rúman milljarð og fer sú upphæð í að lágmarki 13,5 milljón dollara, 1,45 milljarða króna, takist liðinu að komast í 16-liða úrslit. Þó má reikna með að kostnaður KSÍ vegna mótsins sé talsverðurenda er litlu til sparað í tengslum við mótiðog hafa landsliðsmenn og þjálfarar hrósað starfsmönnumKSÍ fyrir góðan undirbúning.Einnig má reikna með því að aðildarfélög KSÍ njóti góðs af velgengni landsliðsins enalls úthlutaði KSÍ 453 milljónum af verðlaunafénusem fékkst vegna þáttöku liðsins á EM fyrir tveimur árum til aðildarfélaga sinna. Um tveir milljarðar króna voru greiddir til KSÍvegna góðs árangurs á EM þar sem liðið komst í átta liða úrslit.Þá er ljóst að leikmenn landsliðsins munu fá sinn skerf af verðlaunafénu enda tíðkast það að samið sé um bónusgreiðslur til leikmanna í tengslum við þátttöku á stórmótum, líkt og gert var fyrir EM. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Greiðslur til leikmanna og þjálfara vegna EM námu 846 milljónum króna KSÍ fékk 1,9 milljarða króna vegna árangursins á EM. 3. febrúar 2017 18:51 Skipting bónusanna vegna EM-ævintýrisins skildi eftir sig sára og svekkta landsliðsmenn Af 1,9 milljarði króna sem KSÍ fékk vegna árangurs karlalandsliðsins fóru um 600 milljónir króna til leikmanna. Bónusgreiðslurnar eru af stærðargráðu sem aldrei áður hafa sést hér á landi en í samræmi við greiðslur annarra landsliða. 10. febrúar 2017 09:00 Félögin fá 453 milljónir frá KSÍ vegna EM KSÍ tilkynnti í dag að búið væri að úthluta 453 milljónum króna til aðildarfélaga KSÍ en þetta er hluti af peningunum sem KSÍ fékk út af frábærum árangri karlalandsliðsins á EM. 16. ágúst 2016 14:06 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Takist íslenska landsliðinu að tryggja sig upp úr D-riðli Heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu í Rússlandi með hagstæðum úrslitum gegn Króötum á morgun tryggja Strákarnir okkar KSÍ minnst fjóra milljón dollara í viðbót við það verðlaunafé sem þegar hefur verið eyrnamerkt sambandinu. Sé miðað við gengi dagsins eru það um 430 milljónir króna sem bætast við þær átta milljónir dollara sem KSÍ hefur þegar tryggt sér, um 860 milljónir króna, í verðlaunafé með því að taka þátt í riðlakeppni HM. Ýmislegt þarf þó að ganga upp svo að Íslandi verði með í 16-liða úrslitum. Tekin var ákvörðun um greiðslur frá FIFA til þeirra þjóða sem taka þátt í lokakeppni HM á síðasta ári en alls hefur FIFA eyrnamerkt 400 milljónir í verðlaunafé á mótinu sem greitt verður út að því loknu. Liðin sem taka þátt í riðlakeppninni fá líkt og fyrr segir átta milljónir dollara í sinn hlut, liðin sem detta út í 16-liða úrslitum fá samtals tólf milljónir dollara, um 1,3 milljarða króna. Þau lið sem detta út í fjórðungsúrslitum fá samtals 16 milljónir dollara í sinn hlut, 1,7 milljarða króna og svona mætti áfram telja. Það lið sem stendur uppi sem sigurvegari fær samtals 38 milljónir dollara í verðlaunafé frá FIFA, um 4,1 milljarð króna en nánari útlistun má nálgast hér.Landsliðið æfði á vellinum í Rostov-við-Don í dag þar sem leikurinn gegn Króatíu fer fram.Vísir/VilhelmKSÍ þegar tryggt sér rétt rúman milljarð Þá fær hvert lið 1,5 milljónir dollara frá FIFA í svokallaðan undirbúningskostnað, um 160 milljónir króna. Er sá kostnaður ætlaður til þess að dekka kostnað sem fellur á samböndin vegna mótsins.KSÍ hefur því tryggt sér minnst 9,5 milljónir dollara frá FIFA vegna mótsins, rétt rúman milljarð og fer sú upphæð í að lágmarki 13,5 milljón dollara, 1,45 milljarða króna, takist liðinu að komast í 16-liða úrslit. Þó má reikna með að kostnaður KSÍ vegna mótsins sé talsverðurenda er litlu til sparað í tengslum við mótiðog hafa landsliðsmenn og þjálfarar hrósað starfsmönnumKSÍ fyrir góðan undirbúning.Einnig má reikna með því að aðildarfélög KSÍ njóti góðs af velgengni landsliðsins enalls úthlutaði KSÍ 453 milljónum af verðlaunafénusem fékkst vegna þáttöku liðsins á EM fyrir tveimur árum til aðildarfélaga sinna. Um tveir milljarðar króna voru greiddir til KSÍvegna góðs árangurs á EM þar sem liðið komst í átta liða úrslit.Þá er ljóst að leikmenn landsliðsins munu fá sinn skerf af verðlaunafénu enda tíðkast það að samið sé um bónusgreiðslur til leikmanna í tengslum við þátttöku á stórmótum, líkt og gert var fyrir EM.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Greiðslur til leikmanna og þjálfara vegna EM námu 846 milljónum króna KSÍ fékk 1,9 milljarða króna vegna árangursins á EM. 3. febrúar 2017 18:51 Skipting bónusanna vegna EM-ævintýrisins skildi eftir sig sára og svekkta landsliðsmenn Af 1,9 milljarði króna sem KSÍ fékk vegna árangurs karlalandsliðsins fóru um 600 milljónir króna til leikmanna. Bónusgreiðslurnar eru af stærðargráðu sem aldrei áður hafa sést hér á landi en í samræmi við greiðslur annarra landsliða. 10. febrúar 2017 09:00 Félögin fá 453 milljónir frá KSÍ vegna EM KSÍ tilkynnti í dag að búið væri að úthluta 453 milljónum króna til aðildarfélaga KSÍ en þetta er hluti af peningunum sem KSÍ fékk út af frábærum árangri karlalandsliðsins á EM. 16. ágúst 2016 14:06 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Greiðslur til leikmanna og þjálfara vegna EM námu 846 milljónum króna KSÍ fékk 1,9 milljarða króna vegna árangursins á EM. 3. febrúar 2017 18:51
Skipting bónusanna vegna EM-ævintýrisins skildi eftir sig sára og svekkta landsliðsmenn Af 1,9 milljarði króna sem KSÍ fékk vegna árangurs karlalandsliðsins fóru um 600 milljónir króna til leikmanna. Bónusgreiðslurnar eru af stærðargráðu sem aldrei áður hafa sést hér á landi en í samræmi við greiðslur annarra landsliða. 10. febrúar 2017 09:00
Félögin fá 453 milljónir frá KSÍ vegna EM KSÍ tilkynnti í dag að búið væri að úthluta 453 milljónum króna til aðildarfélaga KSÍ en þetta er hluti af peningunum sem KSÍ fékk út af frábærum árangri karlalandsliðsins á EM. 16. ágúst 2016 14:06