Ferðamennirnir á Fimmvörðuhálsi örmagna þegar björgunarsveitarmenn fundu þá Gissur Sigurðsson skrifar 25. júní 2018 13:02 Tveir þýskir ferðamenn voru orðnir örmagna þegar björgunarsveitarmenn fundu þá í vonskuveðri á Fimmvörðuhálsi snemma í morgun. Hátt í 40 björgunarmenn tóku þátt í leitinni við erfiðar aðstæður. Hjálparbeiðnin kom símleiðis frá fólkinu um klukkan fjögur í nótt og þar sem ekki var nákvæmlega vitað hvar fólkið var statt voru leitarflokkar bæði sendir upp frá Skógum og úr Þórsmörk. Þyrla Landhelgisgæslunar var líka send austur með björgunarmenn, en vegna veðurs gat hún ekki nálgast fólkið og tekið það um borð. Magnús Þór Einarsson, björgunarsveitarmaður frá Hvolsvelli, segir að ferðafólkið hafi verið orðið mjög blautt og hrakið þegar komið var að þeim. „Þau voru við það að vera bara örmagna, það mætti kalla það þannig. Þau voru inni í tjaldi, það var reyndar alveg á floti þannig að það blotnaði inn til þeirra þannig að þau voru þannig séð bara mjög illa haldin,“ segir Magnús.Hátt í 40 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni að fólkinu við erfiðar aðstæður.Orri ÖrvarssonEn hvernig gekk að koma fólkinu til byggða? „Um leið og við vorum búin að gefa þeim hlý og þurr föt þá brögguðust þau ágætlega. Síðan tókum við saman búnaðinn þeirra og löbbuðum með þau einhverja 500 metra í farartæki og það gekk bara mjög vel.“Hvernig var færið þarna uppi? „Það var ágætis færi. Við vorum nú ekki mikið í snjó en það sem við löbbuðum í snjó var þannig séð létt, við sukkum ekki neitt eða neitt þannig. Það var ágætis rok og talsverð úrkoma inn á milli líka þannig að það var blautt og kalt bara, ekki nema ein, tvær gráða kannski.“ Komið var með fólkið til Skóga um tíuleytið að sögn Magnúsar og þaðan var haldið áfram til byggða. „Þau eru eiginlega bara búin að vera að leggja sig á leiðinni niður. Þau eru alveg búin á því líkamlega og á sál held.“Það var vonskuveður á Fimmvörðuhálsi í nótt og í morgun.Orri Örvarsson Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira
Tveir þýskir ferðamenn voru orðnir örmagna þegar björgunarsveitarmenn fundu þá í vonskuveðri á Fimmvörðuhálsi snemma í morgun. Hátt í 40 björgunarmenn tóku þátt í leitinni við erfiðar aðstæður. Hjálparbeiðnin kom símleiðis frá fólkinu um klukkan fjögur í nótt og þar sem ekki var nákvæmlega vitað hvar fólkið var statt voru leitarflokkar bæði sendir upp frá Skógum og úr Þórsmörk. Þyrla Landhelgisgæslunar var líka send austur með björgunarmenn, en vegna veðurs gat hún ekki nálgast fólkið og tekið það um borð. Magnús Þór Einarsson, björgunarsveitarmaður frá Hvolsvelli, segir að ferðafólkið hafi verið orðið mjög blautt og hrakið þegar komið var að þeim. „Þau voru við það að vera bara örmagna, það mætti kalla það þannig. Þau voru inni í tjaldi, það var reyndar alveg á floti þannig að það blotnaði inn til þeirra þannig að þau voru þannig séð bara mjög illa haldin,“ segir Magnús.Hátt í 40 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni að fólkinu við erfiðar aðstæður.Orri ÖrvarssonEn hvernig gekk að koma fólkinu til byggða? „Um leið og við vorum búin að gefa þeim hlý og þurr föt þá brögguðust þau ágætlega. Síðan tókum við saman búnaðinn þeirra og löbbuðum með þau einhverja 500 metra í farartæki og það gekk bara mjög vel.“Hvernig var færið þarna uppi? „Það var ágætis færi. Við vorum nú ekki mikið í snjó en það sem við löbbuðum í snjó var þannig séð létt, við sukkum ekki neitt eða neitt þannig. Það var ágætis rok og talsverð úrkoma inn á milli líka þannig að það var blautt og kalt bara, ekki nema ein, tvær gráða kannski.“ Komið var með fólkið til Skóga um tíuleytið að sögn Magnúsar og þaðan var haldið áfram til byggða. „Þau eru eiginlega bara búin að vera að leggja sig á leiðinni niður. Þau eru alveg búin á því líkamlega og á sál held.“Það var vonskuveður á Fimmvörðuhálsi í nótt og í morgun.Orri Örvarsson
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira