Brast í grát vegna eftirsjár í kjölfar kynþáttafordóma á netinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júní 2018 09:30 Roseanne Barr er umdeild. Vísir/AFP Bandaríska leikkonan Roseanne Barr brast í grát í tilfinningaþrungnu viðtali sem birt var á sunnudag. Barr lýsti yfir eftirsjár vegna tísts úr smiðju hennar, sem þrungið var kynþáttafordómum, og varð til þess að nýendurvaktir sjónvarpsþættir hennar, Roseanne, voru teknir af dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar ABC. Barr veitti vini sínum, rabbínanum Shmuley Boteach, umrætt viðtal sem hann birti í hlaðvarpsþætti sínum og ræddi áðurnefnt tíst. Í tístinu var að finna svívirðingar um fyrrverandi ráðgjafa Baracks Obama, Valerie Jarrett, og líkti Barr henni við apa. Jarrett er svört en apasamlíkingin hefur löngum verið ógeðfellt vopn í höndum rasista.Sjá einnig: Roseanne tekin af dagskrá eftir rasískt tíst Í viðtalinu sagði Barr tíst sitt tekið úr samhengi og að fólk hefði misskilið það sem hún skrifaði. Hún sagðist þó þurfa að horfast í augu við að tístið hefði sært fólk. „Þegar þú særir fólk, jafnvel þegar þú ætlaðir ekki að gera það, það er óafsakanlegt. Ég vil ekki flýja og blaðra um afsakanir,“ sagði Barr með kökkinn í hálsinum og bætti við að með tístinu hefði fáviska af hennar hálfu komið skýrt í ljós. Þá sagði hún að eftirköstin hefðu verið sérstaklega erfið þar sem hún „elskaði þá sem væru af afrísk-amerísku bergi brotnir.“ Á sínum tíma sagðist Barr hafa birt umrætt tíst undir áhrifum frá svefnlyfinu Ambien. Hún hefði aldrei tíst téðum ummælum um Jarrett allsgáð en sú afsökun féll í afar grýttan jarðveg hjá netverjum. Þá var þetta ekki í fyrsta skipti sem Barr lýsir yfir umdeildum skoðunum sínum á netinu en hún hefur ítrekað tíst framandlegum samsæriskenningum og níði um Clinton-fjölskylduna og aðra í demókrataflokknum. Sjálf er Barr yfirlýstur stuðningsmaður Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta og repúblikana. Viðtal Shmuley Boteach við Barr má hlusta á í heild hér. Þá má lesa handrit af viðtalinu hér. Bíó og sjónvarp Donald Trump Tengdar fréttir Trump vill að Bee hljóti sömu örlög og Roseanne Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að þáttur Samantha Bee verði tekin af dagskrá eftir að hún lét ónærgætin ummæli um dóttur Trump í þætti hennar. 1. júní 2018 15:00 Segja rasisma ekki vera fylgikvilla Ambien Leikkonan Roseanne Barr sagði í dag að hún hefði skrifað rasískt tíst sem leiddu til þess að hætt var með sjónvarpsþáttar hennar vegna þess að hún hefði verið undir áhrifum svefnlyfsins Ambien. 30. maí 2018 18:29 Roseanne þættirnir halda áfram án Roseanne Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC hefur pantað nýja þáttaröð byggða á gamanþáttunum Roseanne. 22. júní 2018 08:04 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira
Bandaríska leikkonan Roseanne Barr brast í grát í tilfinningaþrungnu viðtali sem birt var á sunnudag. Barr lýsti yfir eftirsjár vegna tísts úr smiðju hennar, sem þrungið var kynþáttafordómum, og varð til þess að nýendurvaktir sjónvarpsþættir hennar, Roseanne, voru teknir af dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar ABC. Barr veitti vini sínum, rabbínanum Shmuley Boteach, umrætt viðtal sem hann birti í hlaðvarpsþætti sínum og ræddi áðurnefnt tíst. Í tístinu var að finna svívirðingar um fyrrverandi ráðgjafa Baracks Obama, Valerie Jarrett, og líkti Barr henni við apa. Jarrett er svört en apasamlíkingin hefur löngum verið ógeðfellt vopn í höndum rasista.Sjá einnig: Roseanne tekin af dagskrá eftir rasískt tíst Í viðtalinu sagði Barr tíst sitt tekið úr samhengi og að fólk hefði misskilið það sem hún skrifaði. Hún sagðist þó þurfa að horfast í augu við að tístið hefði sært fólk. „Þegar þú særir fólk, jafnvel þegar þú ætlaðir ekki að gera það, það er óafsakanlegt. Ég vil ekki flýja og blaðra um afsakanir,“ sagði Barr með kökkinn í hálsinum og bætti við að með tístinu hefði fáviska af hennar hálfu komið skýrt í ljós. Þá sagði hún að eftirköstin hefðu verið sérstaklega erfið þar sem hún „elskaði þá sem væru af afrísk-amerísku bergi brotnir.“ Á sínum tíma sagðist Barr hafa birt umrætt tíst undir áhrifum frá svefnlyfinu Ambien. Hún hefði aldrei tíst téðum ummælum um Jarrett allsgáð en sú afsökun féll í afar grýttan jarðveg hjá netverjum. Þá var þetta ekki í fyrsta skipti sem Barr lýsir yfir umdeildum skoðunum sínum á netinu en hún hefur ítrekað tíst framandlegum samsæriskenningum og níði um Clinton-fjölskylduna og aðra í demókrataflokknum. Sjálf er Barr yfirlýstur stuðningsmaður Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta og repúblikana. Viðtal Shmuley Boteach við Barr má hlusta á í heild hér. Þá má lesa handrit af viðtalinu hér.
Bíó og sjónvarp Donald Trump Tengdar fréttir Trump vill að Bee hljóti sömu örlög og Roseanne Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að þáttur Samantha Bee verði tekin af dagskrá eftir að hún lét ónærgætin ummæli um dóttur Trump í þætti hennar. 1. júní 2018 15:00 Segja rasisma ekki vera fylgikvilla Ambien Leikkonan Roseanne Barr sagði í dag að hún hefði skrifað rasískt tíst sem leiddu til þess að hætt var með sjónvarpsþáttar hennar vegna þess að hún hefði verið undir áhrifum svefnlyfsins Ambien. 30. maí 2018 18:29 Roseanne þættirnir halda áfram án Roseanne Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC hefur pantað nýja þáttaröð byggða á gamanþáttunum Roseanne. 22. júní 2018 08:04 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira
Trump vill að Bee hljóti sömu örlög og Roseanne Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að þáttur Samantha Bee verði tekin af dagskrá eftir að hún lét ónærgætin ummæli um dóttur Trump í þætti hennar. 1. júní 2018 15:00
Segja rasisma ekki vera fylgikvilla Ambien Leikkonan Roseanne Barr sagði í dag að hún hefði skrifað rasískt tíst sem leiddu til þess að hætt var með sjónvarpsþáttar hennar vegna þess að hún hefði verið undir áhrifum svefnlyfsins Ambien. 30. maí 2018 18:29
Roseanne þættirnir halda áfram án Roseanne Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC hefur pantað nýja þáttaröð byggða á gamanþáttunum Roseanne. 22. júní 2018 08:04