Þurfum að spila mjög vel til þess að eiga möguleika á sigri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. júní 2018 07:30 Miðjumaðurinn Emil Hallfreðsson og varnarmaðurinn Kári Árnason svara spurningum blaðamanna á fundinum í gær. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir afbragðs frammistöðu gegn Argentínu í fyrsta leik Íslands á HM þurfti Emil Hallfreðsson að gera sér að góðu að sitja á bekknum allan tímann gegn Nígeríu á föstudaginn. Eftir að hafa leikið leikkerfið 4-4-1-1 gegn Argentínu breytti landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson yfir í 4-4-2 fyrir leikinn gegn Nígeríu og fórnaði Emil fyrir annan framherja. „Það var auðvitað fúlt að vera á bekknum. Það er alltaf fúlt að vera á bekknum, sama hvar það er,“ sagði Emil þegar hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Kabardinka í gær ásamt Kára Árnasyni. „Það var búið að ákveða fyrirfram að breyta um leikkerfi og spila með tvo framherja. Ég var tilbúinn að koma inn og er tilbúinn í næsta leik ef þarf. Liðið gengur fyrir og það er enginn leikmaður hjá okkur of stór til að vera á bekknum.“ Íslenska liðið hélt til Rostov við Don í gær. Það æfir á Rostov Arena í dag og á morgun er svo komið að leiknum mikilvæga gegn Króatíu, sem Ísland hefur mætt svo oft á síðustu árum. Til að ná markmiði sínu, að komast í 16-liða úrslit, þurfa Íslendingar að vinna Króata og treysta á að Argentínumenn vinni Nígeríumenn á sama tíma, þó ekki stærra en íslenska liðið vinnur það króatíska sem er þegar komið áfram og svo gott sem búið að vinna riðilinn. Zlatko Dalic, þjálfari Króatíu, hefur gefið það út að hann muni gera nokkrar breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn gegn Íslandi, m.a. til að koma í veg fyrir að leikmenn sem hafa fengið gult spjald fari í leikbann fyrir 16-liða úrslitin. Króatíski hópurinn er hins vegar breiður og góður eins og Kári sagði á blaðamannafundinum í gær. „Þetta er frábært lið. Það hefur ekki of mikil áhrif á þá þótt þeir breyti byrjunarliðinu því þeir eru með góða leikmenn sem leika í góðum liðum á bekknum,“ sagði Kári. „Við þurfum að spila mjög vel til að eiga möguleika.“ Miðvörðurinn öflugi segir að frammistaðan gegn Nígeríu hafi ekki verið alslæm en fyrsta markið hafi breytt leiknum. „Skipulagið riðlaðist full mikið og ég veit ekki af hverju. Við vorum alveg með þá í fyrri hálfleik þar sem þeir áttu ekki skot á markið. Fólk talar eins og við eigum að vinna Nígeríu. Það er ekki einn maður í liðinu sem hugsaði þannig. Við hugsuðum að við gætum unnið Nígeríu og ætluðum að gera það en þetta er engu að síður stórþjóð í fótbolta. Við hugsuðum ekki að við værum það góðir að við myndum rústa Nígeríu og halda svo í næsta leik. Það var ekki þannig,“ sagði Kári að lokum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir HM-drátturinn í hádeginu í dag Handboltastrákarnir fá að vita hverjum þeir mæta á HM í janúar. 25. júní 2018 08:30 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira
Þrátt fyrir afbragðs frammistöðu gegn Argentínu í fyrsta leik Íslands á HM þurfti Emil Hallfreðsson að gera sér að góðu að sitja á bekknum allan tímann gegn Nígeríu á föstudaginn. Eftir að hafa leikið leikkerfið 4-4-1-1 gegn Argentínu breytti landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson yfir í 4-4-2 fyrir leikinn gegn Nígeríu og fórnaði Emil fyrir annan framherja. „Það var auðvitað fúlt að vera á bekknum. Það er alltaf fúlt að vera á bekknum, sama hvar það er,“ sagði Emil þegar hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Kabardinka í gær ásamt Kára Árnasyni. „Það var búið að ákveða fyrirfram að breyta um leikkerfi og spila með tvo framherja. Ég var tilbúinn að koma inn og er tilbúinn í næsta leik ef þarf. Liðið gengur fyrir og það er enginn leikmaður hjá okkur of stór til að vera á bekknum.“ Íslenska liðið hélt til Rostov við Don í gær. Það æfir á Rostov Arena í dag og á morgun er svo komið að leiknum mikilvæga gegn Króatíu, sem Ísland hefur mætt svo oft á síðustu árum. Til að ná markmiði sínu, að komast í 16-liða úrslit, þurfa Íslendingar að vinna Króata og treysta á að Argentínumenn vinni Nígeríumenn á sama tíma, þó ekki stærra en íslenska liðið vinnur það króatíska sem er þegar komið áfram og svo gott sem búið að vinna riðilinn. Zlatko Dalic, þjálfari Króatíu, hefur gefið það út að hann muni gera nokkrar breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn gegn Íslandi, m.a. til að koma í veg fyrir að leikmenn sem hafa fengið gult spjald fari í leikbann fyrir 16-liða úrslitin. Króatíski hópurinn er hins vegar breiður og góður eins og Kári sagði á blaðamannafundinum í gær. „Þetta er frábært lið. Það hefur ekki of mikil áhrif á þá þótt þeir breyti byrjunarliðinu því þeir eru með góða leikmenn sem leika í góðum liðum á bekknum,“ sagði Kári. „Við þurfum að spila mjög vel til að eiga möguleika.“ Miðvörðurinn öflugi segir að frammistaðan gegn Nígeríu hafi ekki verið alslæm en fyrsta markið hafi breytt leiknum. „Skipulagið riðlaðist full mikið og ég veit ekki af hverju. Við vorum alveg með þá í fyrri hálfleik þar sem þeir áttu ekki skot á markið. Fólk talar eins og við eigum að vinna Nígeríu. Það er ekki einn maður í liðinu sem hugsaði þannig. Við hugsuðum að við gætum unnið Nígeríu og ætluðum að gera það en þetta er engu að síður stórþjóð í fótbolta. Við hugsuðum ekki að við værum það góðir að við myndum rústa Nígeríu og halda svo í næsta leik. Það var ekki þannig,“ sagði Kári að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir HM-drátturinn í hádeginu í dag Handboltastrákarnir fá að vita hverjum þeir mæta á HM í janúar. 25. júní 2018 08:30 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira
HM-drátturinn í hádeginu í dag Handboltastrákarnir fá að vita hverjum þeir mæta á HM í janúar. 25. júní 2018 08:30