Keane og Neville hraunuðu yfir Boateng │,,Heldur að hann sé Beckenbauer“ Arnar Geir Halldórsson skrifar 25. júní 2018 07:00 Jerome Boateng fær það óþvegið vísir/getty Man Utd goðsagnirnar Roy Keane og Gary Neville fóru mikinn í gagnrýni sinni á Jerome Boateng í leik Þýskalands og Svíþjóðar í F-riðli á laugardag.Þjóðverjar unnu leikinn með síðustu spyrnu leiksins eftir að hafa lent undir og var staðan í leikhléi 1-0 fyrir Svíþjóð.Þeir Keane og Neville voru í sjónvarpssetti ITV sjónvarpstöðvarinnar og tóku Jerome Boateng, varnarmann Þjóðverja, sérstaklega fyrir í leikhléi. „Boateng röltir um völlinn eins og hann sé að spila í bumbubolta (e. Sunday League football). Hann er til skammar. Þeir eiga að taka hann útaf þegar hann lætur svona,“ sagði Keane og Neville bætti í. „Þetta er hárrétt hjá Roy. Varnarmenn Þýskalands hafa verið djók. Einhverra hluta vegna heldur Boateng að hann sé Franz Beckenbauer. Hann heldur að hann sé maðurinn. Hann spilaði undir stjórn Pep Guardiola og byrjaði að trúa því að hann væri framúrskarandi fótboltamaður." „Frammistaða hans í þessum fyrri hálfleik er algjört djók. Hann hefur miklar ranghugmyndir og lítur á sig sem aðalmanninn,“ sagði Neville ennfremur. Boateng kórónaði leik sinn með því að fá tvö gul spjöld á tíu mínútna kafla í síðari hálfleik og þar með var hann rekinn af velli. „Þýskaland spilaði betur án hans,“ sagði Keane í leikslok. Þess má til gamans geta að Boateng hefur verið orðaður við Manchester United í sumar. Nokkuð ljóst er að ef af þeim félagaskiptum verður bíður Boateng verðugt verkefni að vinna tvo af dáðustu leikmönnum sögunnar á Old Trafford á sitt band. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kroos hetja Þjóðverja í sigri á Svíum Sigurmark Toni Kroos á 95. mínútu tryggði Þýskalandi 2-1 sigur á Svíþjóð. Enn allt opið í F-riðli. 23. júní 2018 20:00 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Man Utd goðsagnirnar Roy Keane og Gary Neville fóru mikinn í gagnrýni sinni á Jerome Boateng í leik Þýskalands og Svíþjóðar í F-riðli á laugardag.Þjóðverjar unnu leikinn með síðustu spyrnu leiksins eftir að hafa lent undir og var staðan í leikhléi 1-0 fyrir Svíþjóð.Þeir Keane og Neville voru í sjónvarpssetti ITV sjónvarpstöðvarinnar og tóku Jerome Boateng, varnarmann Þjóðverja, sérstaklega fyrir í leikhléi. „Boateng röltir um völlinn eins og hann sé að spila í bumbubolta (e. Sunday League football). Hann er til skammar. Þeir eiga að taka hann útaf þegar hann lætur svona,“ sagði Keane og Neville bætti í. „Þetta er hárrétt hjá Roy. Varnarmenn Þýskalands hafa verið djók. Einhverra hluta vegna heldur Boateng að hann sé Franz Beckenbauer. Hann heldur að hann sé maðurinn. Hann spilaði undir stjórn Pep Guardiola og byrjaði að trúa því að hann væri framúrskarandi fótboltamaður." „Frammistaða hans í þessum fyrri hálfleik er algjört djók. Hann hefur miklar ranghugmyndir og lítur á sig sem aðalmanninn,“ sagði Neville ennfremur. Boateng kórónaði leik sinn með því að fá tvö gul spjöld á tíu mínútna kafla í síðari hálfleik og þar með var hann rekinn af velli. „Þýskaland spilaði betur án hans,“ sagði Keane í leikslok. Þess má til gamans geta að Boateng hefur verið orðaður við Manchester United í sumar. Nokkuð ljóst er að ef af þeim félagaskiptum verður bíður Boateng verðugt verkefni að vinna tvo af dáðustu leikmönnum sögunnar á Old Trafford á sitt band.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kroos hetja Þjóðverja í sigri á Svíum Sigurmark Toni Kroos á 95. mínútu tryggði Þýskalandi 2-1 sigur á Svíþjóð. Enn allt opið í F-riðli. 23. júní 2018 20:00 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Kroos hetja Þjóðverja í sigri á Svíum Sigurmark Toni Kroos á 95. mínútu tryggði Þýskalandi 2-1 sigur á Svíþjóð. Enn allt opið í F-riðli. 23. júní 2018 20:00