HB, lið Heimis Guðjónssonar er með fimm stiga forskot á toppi færeysku úrvalsdeildarinnar eftir 4-1 sigur á TB / FCS / Royn. Sigur HB í kvöld var sá 14. í jafn mörgum leikjum hjá liðinu.
HB komst yfir á 29. mínútu leiksins með marki frá Adrian Justinussen, en heimamenn jöfnuðu leikinn sex mínútum síðar með marki frá Salamundr Bech.
Skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks náði HB aftur forystunni með marki frá Grétari Snæ Gunnarssyni, en Grétar gerði fyrir skömmu lánssamning við HB frá FH.
Adrian Justinussen bætti við sínu öðru marki á 59. mínútu og rétt fyrir leikslok gulltryggði Dan Soylu sigurinn fyrir HB. Lokatölur 4-1 og sigurganga HB virðist engan endi ætla að taka.
Grétar Snær skoraði í 14. sigurleik HB í röð
Einar Sigurvinsson skrifar

Mest lesið


Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn


Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“
Íslenski boltinn



„Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“
Íslenski boltinn


„Er allavega engin þreyta í mér“
Fótbolti
