Sálfræðingur hefur áhyggjur af fjölgun ungra barna með tölvufíkn: Dæmi eru um að börn hóti að svipta sig lífi verði tölvur teknar af þeim Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. júní 2018 19:15 Þorsteinn Kristján Jóhannsson er óvirkur tölvufíkill. Hann missti öll tök á tölvunotkun fyrir þrjátíu árum síðan. „Í mínu tilfelli byrjaði þetta á Pacman spilakössum. Fíknin var farin að hafa áhrif á námið mitt og ég rétt náði að útskrifast úr grunnskóla. Ég þurfti að flytja aftur heim til foreldra minna, ólærður, stórskuldugur og líkaminn alveg í hönk,“ segir Þorsteinn. Hann hefur náð tökum á fíkninni. Í dag heldur hann fyrirlestra í skólum um tölvufíkn en hann segir forvarnir mikilvægastar. Eyjólfur Örn Jónsson, sálfræðingur segir einkennin fljótt verða alvarleg. „Jafnvel í einhverjum tilfellum sofna börn fram af lyklaborðinu, fara ekki úr tölvustólnum nema þau séu rifin í burtu. Þau gera þarfir sínar í flöskur eða kassa. Þrífa sig aldrei og eiga ekki samskipti við einn né neinn. Í alvarlegustu tilfellunum erum við með einstaklinga sem eru orðnir öryrkjar og sitja öllum stundum inni í herberginu sínu. Hafa jafnvel ekki talað við einstaklinga fyrir utan þá í kerfinu í einverjum tilfellum í meira en ár,“ segir Eyjólfur. Sjálfur hefur hann þjónustað um 3.000 skjólstæðinga. Hann segir aðsóknina aukast hratt, en um 90% sjúklinga hans koma vegna tölufíknar. „Fyrir rúmlega ári sáum við fyrst aukningu meðal yngri krakka. Þá erum við að fá til okkar börn niður í átta ára gömul sem hafa misst áhuga á öllu nema tölvuleikjum. Þau neita að mæta í skólann og taka þátt í daglegum athöfnum, til að geta verið heima í tölvunni,“ segir Eyjólfur. Hann segir að í flestum tilfellum séu það aðstandendur sem leiti hjálpar, en flestir séu þá orðnir langþreyttir. „Þegar vandamál er orðið mjög stórt eru foreldrar þreyttir. Oft búnir að takast á við mjög erfiðar kringumstæður. Erfiðar heimilisaðstæður þar sem barnið þeirra hótar að taka eigið líf í hvert skipti sem foreldrið reynir að fá það úr tölvunni. Barnið öskrar, gargar og brýtur húsgögn þegar foreldrið reynir að ná til þess,“ segir Eyjólfur að lokum. Börn og uppeldi Tengdar fréttir Viðurkenna tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur viðurkennt tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm. 20. júní 2018 06:00 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Þorsteinn Kristján Jóhannsson er óvirkur tölvufíkill. Hann missti öll tök á tölvunotkun fyrir þrjátíu árum síðan. „Í mínu tilfelli byrjaði þetta á Pacman spilakössum. Fíknin var farin að hafa áhrif á námið mitt og ég rétt náði að útskrifast úr grunnskóla. Ég þurfti að flytja aftur heim til foreldra minna, ólærður, stórskuldugur og líkaminn alveg í hönk,“ segir Þorsteinn. Hann hefur náð tökum á fíkninni. Í dag heldur hann fyrirlestra í skólum um tölvufíkn en hann segir forvarnir mikilvægastar. Eyjólfur Örn Jónsson, sálfræðingur segir einkennin fljótt verða alvarleg. „Jafnvel í einhverjum tilfellum sofna börn fram af lyklaborðinu, fara ekki úr tölvustólnum nema þau séu rifin í burtu. Þau gera þarfir sínar í flöskur eða kassa. Þrífa sig aldrei og eiga ekki samskipti við einn né neinn. Í alvarlegustu tilfellunum erum við með einstaklinga sem eru orðnir öryrkjar og sitja öllum stundum inni í herberginu sínu. Hafa jafnvel ekki talað við einstaklinga fyrir utan þá í kerfinu í einverjum tilfellum í meira en ár,“ segir Eyjólfur. Sjálfur hefur hann þjónustað um 3.000 skjólstæðinga. Hann segir aðsóknina aukast hratt, en um 90% sjúklinga hans koma vegna tölufíknar. „Fyrir rúmlega ári sáum við fyrst aukningu meðal yngri krakka. Þá erum við að fá til okkar börn niður í átta ára gömul sem hafa misst áhuga á öllu nema tölvuleikjum. Þau neita að mæta í skólann og taka þátt í daglegum athöfnum, til að geta verið heima í tölvunni,“ segir Eyjólfur. Hann segir að í flestum tilfellum séu það aðstandendur sem leiti hjálpar, en flestir séu þá orðnir langþreyttir. „Þegar vandamál er orðið mjög stórt eru foreldrar þreyttir. Oft búnir að takast á við mjög erfiðar kringumstæður. Erfiðar heimilisaðstæður þar sem barnið þeirra hótar að taka eigið líf í hvert skipti sem foreldrið reynir að fá það úr tölvunni. Barnið öskrar, gargar og brýtur húsgögn þegar foreldrið reynir að ná til þess,“ segir Eyjólfur að lokum.
Börn og uppeldi Tengdar fréttir Viðurkenna tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur viðurkennt tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm. 20. júní 2018 06:00 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Viðurkenna tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur viðurkennt tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm. 20. júní 2018 06:00