17 laxar úr Grímsá við opnun Karl Lúðvíksson skrifar 23. júní 2018 13:09 Flottur lax úr Grímsá við opnun. Mynd: Hreggnasi FB Árnar opna nú hver af annari og það er áhugavert að sjá að á flestum stöðum fer veiðin ágætlega af stað. Grímsá í Borgarfirði opnaði 20. júní í blíðskaparveðri sem margir hefðu haldið að hefðu neikvæð áhrif á veiðina en svo var aldeilis ekki. Alls komu sautján laxar á land þennan fyrsta dag sem er prýðileg opnun. Opnunarhollið lýkur veiðum í dag og það verður fróðlegt að heyra lokatölur hjá þeim en greinilegt er að nokkuð af laxi er genginn í ána. Aðstæður í Borgarfjarðaránum hefur þó verið afar erfitt síðan á miðvikudag en það hefur bæði verið afar hvasst og mikil úrkoma þannig að flestar árnar eru bæði orðnar ansi kaldar og vatnsmiklar. Það veldur því að laxinn getur verið afar tregur að taka sem og að það vill stundum hægja á göngum í árnar. Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði 400 kíló af laxi í net sín á einum degi Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði Sjávarfossinn gaf yfir 200 laxa Veiði Þrír mánuðir til stefnu Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Árni Friðleifsson gefur ekki kost á sér áfram Veiði
Árnar opna nú hver af annari og það er áhugavert að sjá að á flestum stöðum fer veiðin ágætlega af stað. Grímsá í Borgarfirði opnaði 20. júní í blíðskaparveðri sem margir hefðu haldið að hefðu neikvæð áhrif á veiðina en svo var aldeilis ekki. Alls komu sautján laxar á land þennan fyrsta dag sem er prýðileg opnun. Opnunarhollið lýkur veiðum í dag og það verður fróðlegt að heyra lokatölur hjá þeim en greinilegt er að nokkuð af laxi er genginn í ána. Aðstæður í Borgarfjarðaránum hefur þó verið afar erfitt síðan á miðvikudag en það hefur bæði verið afar hvasst og mikil úrkoma þannig að flestar árnar eru bæði orðnar ansi kaldar og vatnsmiklar. Það veldur því að laxinn getur verið afar tregur að taka sem og að það vill stundum hægja á göngum í árnar.
Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði 400 kíló af laxi í net sín á einum degi Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði Sjávarfossinn gaf yfir 200 laxa Veiði Þrír mánuðir til stefnu Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Árni Friðleifsson gefur ekki kost á sér áfram Veiði