Innlent

Nærri 2.000 kandídatar brautskráðir frá Háskóla Íslands í dag

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands. Vísir/GVA
Háskóli Íslands brautskráir í dag nærri 2.000 kandídata úr grunn- og framhaldsnámi við tvær athafnir sem fara fram í Laugardalshöll. 745 kandídatar brautskrást úr framhaldsnámi og þar á meðal eru fyrstu nemendurnir sem ljúka MS gráðu í hagnýtri sálfræði frá Sálfræðideild. 

1219 kandídatar brautskrást úr grunnnámi og þar á meðal er fyrsti kandídatinn sem lýkur BS prófi í stærðfræði og stærðfræðimenntun sem Verkfræði- og náttúruvísindasvið býður upp á í samstarfi við Menntavísindasvið.

Í febrúar síðastliðnum brautskráðust 437 kandídatar frá skólanum og nemur heildarfjöldi brautskráðra 2.401 það sem af er ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×