Þegar pylsurnar seldust upp Sif Sigmarsdóttir skrifar 23. júní 2018 10:00 Kvenréttindadagurinn var haldinn hátíðlegur í vikunni er þess var minnst að 19. júní árið 1915 fengu konur á Íslandi, fjörutíu ára og eldri, kosningarétt. Sama dag mátti lesa eftirfarandi fyrirsögn á vefmiðlinum Visir.is: „Fyrsta konan til að gegna stöðu framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins.“ Tímasetningin var eflaust tilviljun en ég kaus að taka fréttinni sem glaðningi í tilefni dagsins. Ég hafði ekki hugmynd um hvað Bílgreinasambandið var en ég túlkaði það sem svo að enn eitt vígið væri fallið. En skyndilega runnu á mig tvær grímur. Samfélagið fór á hliðina Skrefin sem stigin hafa verið í átt að jafnrétti kynjanna síðan konur fengu kosningarétt eru mörg. Eitt af þeim stærri var tekið hinn 24. október 1975. Einhver klúrari í hugsun en undirrituð kynni að segja það táknrænt að sama dag urðu verslanir landsins uppiskroppa með pylsur. Umræddan októberdag fóru íslenskar konur í verkfall. Þær mættu ekki til vinnu og neituðu að sinna heimilisstörfum á borð við að þrífa, sjá um börn og elda mat. Með framtakinu vildu konur sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Í ljós kom að þegar krafta kvenna naut ekki við lagðist samfélagið á hliðina. Skólar, dagheimili, bankar, verksmiðjur og margar verslanir neyddust til að loka dyrum sínum. Feður urðu að taka börn sín með sér í vinnuna og birgðu þeir sig margir upp af nammi, litum og litabókum til að múta börnunum með og tryggja að þau höguðu sér vel. Í fréttatímum útvarpsins mátti heyra óm í börnum að leik á meðan þulurinn las fréttirnar. Að vinnu lokinni þurftu karlmenn landsins, sem litla reynslu höfðu af matseld, að gefa börnunum að borða. Eini skyndibiti landsins, pylsur, seldist upp. Fyrsta konan Margir eru þeirrar skoðunar að kvennafrídagurinn árið 1975 hafi markað þáttaskil í jafnréttisbaráttunni hér á landi. Sumarið 1980 voru forsetakosningar á Íslandi. Vigdís Finnbogadóttir, fráskilin, einstæð móðir, ákvað að bjóða sig fram. Mótframbjóðendur hennar voru þrír virðulegir karlar. „Ég átti ekki vona á að sigra,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir í nýlegu viðtali við breska blaðið The Guardian. „Ég vildi einfaldlega sýna fram á að kona gæti gefið kost á sér.“ Í næstu viku eru þrjátíu og átta ár frá því að Vigdís bar sigur úr býtum og varð fyrsta konan í heiminum sem kosin var í lýðræðislegum kosningum til að gegna hlutverki þjóðhöfðingja. Vígdís fullyrti í viðtali við Breska ríkisútvarpið að ef ekki hefði verið fyrir kvennafrídaginn 1975 hefði hún aldrei orðið forseti. „Dagurinn var fyrsta skrefið í átt að frelsun íslenskra kvenna,“ sagði hún. „Hann lamaði landið og opnaði augu margra karlmanna.“ Hversdagslegt í sextán ár Um daginn heimsótti ég grunnskóla í London til að lesa upp úr einni af bókum mínum. Í tilefni þess að Bretar fagna því nú að hundrað ár eru frá því að breskar konur fengu kosningarétt sagði ég krökkunum frá deginum þegar pylsurnar kláruðust á Íslandi sem varð til þess að öll mín uppvaxtarár sat kona á forsetastóli. Einn nemendanna spurði mig spurningar sem hefði átt að vera auðsvarað: „Fannst þér það ekki merkilegt?“ Spurningin vafðist hins vegar fyrir mér. Að endingu tókst mér að stynja upp svari: „Nei.“ Kjör Vigdísar í embætti forseta Íslands breytti viðhorfi fólks til kvenna í valdastöðum. Ekki vegna þess hve merkilegt það var, heldur einmitt vegna þess hversu hversdagslegt það varð í sextán ára forsetatíð hennar að sjá konu gegna æðstu stöðu landsins. Í síðustu viku féll enn eitt vígið er fréttir bárust af því að kona hefði verið ráðin framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins í fyrsta sinn. En þótt fréttirnar séu fagnaðarefni er fréttin sjálf birtingarmynd þeirrar baráttu sem enn bíður okkar. Það er ekki fyrr en að kona er ráðin framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins og það kemst ekki í fréttirnar að hillir undir endamark jafnréttisbaráttunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Kvenréttindadagurinn var haldinn hátíðlegur í vikunni er þess var minnst að 19. júní árið 1915 fengu konur á Íslandi, fjörutíu ára og eldri, kosningarétt. Sama dag mátti lesa eftirfarandi fyrirsögn á vefmiðlinum Visir.is: „Fyrsta konan til að gegna stöðu framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins.“ Tímasetningin var eflaust tilviljun en ég kaus að taka fréttinni sem glaðningi í tilefni dagsins. Ég hafði ekki hugmynd um hvað Bílgreinasambandið var en ég túlkaði það sem svo að enn eitt vígið væri fallið. En skyndilega runnu á mig tvær grímur. Samfélagið fór á hliðina Skrefin sem stigin hafa verið í átt að jafnrétti kynjanna síðan konur fengu kosningarétt eru mörg. Eitt af þeim stærri var tekið hinn 24. október 1975. Einhver klúrari í hugsun en undirrituð kynni að segja það táknrænt að sama dag urðu verslanir landsins uppiskroppa með pylsur. Umræddan októberdag fóru íslenskar konur í verkfall. Þær mættu ekki til vinnu og neituðu að sinna heimilisstörfum á borð við að þrífa, sjá um börn og elda mat. Með framtakinu vildu konur sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Í ljós kom að þegar krafta kvenna naut ekki við lagðist samfélagið á hliðina. Skólar, dagheimili, bankar, verksmiðjur og margar verslanir neyddust til að loka dyrum sínum. Feður urðu að taka börn sín með sér í vinnuna og birgðu þeir sig margir upp af nammi, litum og litabókum til að múta börnunum með og tryggja að þau höguðu sér vel. Í fréttatímum útvarpsins mátti heyra óm í börnum að leik á meðan þulurinn las fréttirnar. Að vinnu lokinni þurftu karlmenn landsins, sem litla reynslu höfðu af matseld, að gefa börnunum að borða. Eini skyndibiti landsins, pylsur, seldist upp. Fyrsta konan Margir eru þeirrar skoðunar að kvennafrídagurinn árið 1975 hafi markað þáttaskil í jafnréttisbaráttunni hér á landi. Sumarið 1980 voru forsetakosningar á Íslandi. Vigdís Finnbogadóttir, fráskilin, einstæð móðir, ákvað að bjóða sig fram. Mótframbjóðendur hennar voru þrír virðulegir karlar. „Ég átti ekki vona á að sigra,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir í nýlegu viðtali við breska blaðið The Guardian. „Ég vildi einfaldlega sýna fram á að kona gæti gefið kost á sér.“ Í næstu viku eru þrjátíu og átta ár frá því að Vigdís bar sigur úr býtum og varð fyrsta konan í heiminum sem kosin var í lýðræðislegum kosningum til að gegna hlutverki þjóðhöfðingja. Vígdís fullyrti í viðtali við Breska ríkisútvarpið að ef ekki hefði verið fyrir kvennafrídaginn 1975 hefði hún aldrei orðið forseti. „Dagurinn var fyrsta skrefið í átt að frelsun íslenskra kvenna,“ sagði hún. „Hann lamaði landið og opnaði augu margra karlmanna.“ Hversdagslegt í sextán ár Um daginn heimsótti ég grunnskóla í London til að lesa upp úr einni af bókum mínum. Í tilefni þess að Bretar fagna því nú að hundrað ár eru frá því að breskar konur fengu kosningarétt sagði ég krökkunum frá deginum þegar pylsurnar kláruðust á Íslandi sem varð til þess að öll mín uppvaxtarár sat kona á forsetastóli. Einn nemendanna spurði mig spurningar sem hefði átt að vera auðsvarað: „Fannst þér það ekki merkilegt?“ Spurningin vafðist hins vegar fyrir mér. Að endingu tókst mér að stynja upp svari: „Nei.“ Kjör Vigdísar í embætti forseta Íslands breytti viðhorfi fólks til kvenna í valdastöðum. Ekki vegna þess hve merkilegt það var, heldur einmitt vegna þess hversu hversdagslegt það varð í sextán ára forsetatíð hennar að sjá konu gegna æðstu stöðu landsins. Í síðustu viku féll enn eitt vígið er fréttir bárust af því að kona hefði verið ráðin framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins í fyrsta sinn. En þótt fréttirnar séu fagnaðarefni er fréttin sjálf birtingarmynd þeirrar baráttu sem enn bíður okkar. Það er ekki fyrr en að kona er ráðin framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins og það kemst ekki í fréttirnar að hillir undir endamark jafnréttisbaráttunnar.
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar