Iðnó opnað á ný Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 23. júní 2018 08:30 Iðnó við Tjörnina hefur verið vinsæll staður fyrir ýmis konar viðburði. Vísir/Vilhelm Iðnó hefur fengið rekstrarleyfi og opnað dyrnar á ný. René Boonekamp rekstraraðili er hæstánægður með að loks sé búið að leysa úr málum, en Iðnó neyddist til að skella í lás og hefur ekki getað tekið á móti viðburðum frá því að rekstrarleyfi var synjað í lok maí. „Þetta er búið að vera erfitt tímabil fyrir alla sem að málinu koma og við höfum öll unnið hörðum höndum við að koma þessu í lag. Luktar dyr er það versta sem getur komið fyrir svona perlu eins og Iðnó er,“ segir Boonekamp. „Þetta hefur sérstaklega bitnað á þeim sem voru með bókaða viðburði hér í húsi og hafa þurft að færa sig annað. Okkar frábæru nágrannar í Tjarnarbíói hafa verið þeim haukur í horni. En þetta er mikill léttir.“ Ástæðuna fyrir lokun Iðnó segir René vera þá að innra skipulag í húsinu hafi ekki uppfyllt byggingarreglugerðir. Því var fengið bráðabirgðaleyfi sem rann síðan út í byrjun árs. Á meðan umsóknin fyrir rekstrarleyfi var á flökti í kerfinu skapaðist óvissa sem endaði með synjun sem varð til þess að þurfti að loka. „Nú hafa þessi skilyrði verið uppfyllt og við höfum opnað á ný,“ segir René. „Þessi fallega bygging er listaverk út af fyrir sig. Hún hefur skipt um andlit nokkrum sinnum yfir sitt lífsskeið, en mun alltaf viðhalda ímynd sinni, líkt og hjá okkur. Við sjáum Iðnó sem nokkurs konar fjölmenningarsetur og viljum hafa gott jafnvægi milli einkasamkvæma og annarra samkvæma. Við hlökkum til að taka á móti fólki með frábærar hugmyndir og drauma og hjálpa þeim að vakna til lífsins í Iðnó.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Óánægja með nýjan bar í friðlýstu húsi Iðnó Breyting hefur verið gerð á innra skipulagi Iðnó sem fellur ekki í kramið hjá Minjastofnun og arkitekt. „Þetta er á mjög gráu svæði,“ segir arkitektinn. Skellt var í lás í Iðnó eftir að í ljós kom að starfsemi þar hefði ekki rekstrarleyfi. 5. júní 2018 08:00 Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Allt á misskilningi byggt segir rekstrarstjórinn sem fengið hefur leyfi til veitingahalds á ný. 25. maí 2018 14:36 Reka Iðnó án rekstrarleyfis Iðnó í Reykjavík er rekið án rekstrarleyfis samkvæmt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 31. maí 2018 06:00 Ýmsir uggandi yfir framtíð Iðnó Iðnó er enn lokað eftir upp komst að staðurinn væri rekinn án rekstrarleyfis. Lista- og menningarfólk sem hefur verið viðriðið Iðnó í fleiri ár hefur lýst áhyggjum sínum við Fréttablaðið yfir ástandinu í Iðnó. 14. júní 2018 08:00 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Sjá meira
Iðnó hefur fengið rekstrarleyfi og opnað dyrnar á ný. René Boonekamp rekstraraðili er hæstánægður með að loks sé búið að leysa úr málum, en Iðnó neyddist til að skella í lás og hefur ekki getað tekið á móti viðburðum frá því að rekstrarleyfi var synjað í lok maí. „Þetta er búið að vera erfitt tímabil fyrir alla sem að málinu koma og við höfum öll unnið hörðum höndum við að koma þessu í lag. Luktar dyr er það versta sem getur komið fyrir svona perlu eins og Iðnó er,“ segir Boonekamp. „Þetta hefur sérstaklega bitnað á þeim sem voru með bókaða viðburði hér í húsi og hafa þurft að færa sig annað. Okkar frábæru nágrannar í Tjarnarbíói hafa verið þeim haukur í horni. En þetta er mikill léttir.“ Ástæðuna fyrir lokun Iðnó segir René vera þá að innra skipulag í húsinu hafi ekki uppfyllt byggingarreglugerðir. Því var fengið bráðabirgðaleyfi sem rann síðan út í byrjun árs. Á meðan umsóknin fyrir rekstrarleyfi var á flökti í kerfinu skapaðist óvissa sem endaði með synjun sem varð til þess að þurfti að loka. „Nú hafa þessi skilyrði verið uppfyllt og við höfum opnað á ný,“ segir René. „Þessi fallega bygging er listaverk út af fyrir sig. Hún hefur skipt um andlit nokkrum sinnum yfir sitt lífsskeið, en mun alltaf viðhalda ímynd sinni, líkt og hjá okkur. Við sjáum Iðnó sem nokkurs konar fjölmenningarsetur og viljum hafa gott jafnvægi milli einkasamkvæma og annarra samkvæma. Við hlökkum til að taka á móti fólki með frábærar hugmyndir og drauma og hjálpa þeim að vakna til lífsins í Iðnó.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Óánægja með nýjan bar í friðlýstu húsi Iðnó Breyting hefur verið gerð á innra skipulagi Iðnó sem fellur ekki í kramið hjá Minjastofnun og arkitekt. „Þetta er á mjög gráu svæði,“ segir arkitektinn. Skellt var í lás í Iðnó eftir að í ljós kom að starfsemi þar hefði ekki rekstrarleyfi. 5. júní 2018 08:00 Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Allt á misskilningi byggt segir rekstrarstjórinn sem fengið hefur leyfi til veitingahalds á ný. 25. maí 2018 14:36 Reka Iðnó án rekstrarleyfis Iðnó í Reykjavík er rekið án rekstrarleyfis samkvæmt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 31. maí 2018 06:00 Ýmsir uggandi yfir framtíð Iðnó Iðnó er enn lokað eftir upp komst að staðurinn væri rekinn án rekstrarleyfis. Lista- og menningarfólk sem hefur verið viðriðið Iðnó í fleiri ár hefur lýst áhyggjum sínum við Fréttablaðið yfir ástandinu í Iðnó. 14. júní 2018 08:00 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Sjá meira
Óánægja með nýjan bar í friðlýstu húsi Iðnó Breyting hefur verið gerð á innra skipulagi Iðnó sem fellur ekki í kramið hjá Minjastofnun og arkitekt. „Þetta er á mjög gráu svæði,“ segir arkitektinn. Skellt var í lás í Iðnó eftir að í ljós kom að starfsemi þar hefði ekki rekstrarleyfi. 5. júní 2018 08:00
Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Allt á misskilningi byggt segir rekstrarstjórinn sem fengið hefur leyfi til veitingahalds á ný. 25. maí 2018 14:36
Reka Iðnó án rekstrarleyfis Iðnó í Reykjavík er rekið án rekstrarleyfis samkvæmt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 31. maí 2018 06:00
Ýmsir uggandi yfir framtíð Iðnó Iðnó er enn lokað eftir upp komst að staðurinn væri rekinn án rekstrarleyfis. Lista- og menningarfólk sem hefur verið viðriðið Iðnó í fleiri ár hefur lýst áhyggjum sínum við Fréttablaðið yfir ástandinu í Iðnó. 14. júní 2018 08:00