Ráðherra undrast ekki úrskurð Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. júní 2018 07:15 Lög um uppreist æru voru rædd á fundum allsherjar- og menntamálanefndar á síðasta ári. Fréttablaðið/Ernir „Lagabreytingar gefa alltaf vísbendingu um löggjafarviljann á hverjum tíma og því er viðbúið að breytt viðhorf í lögum hafi áhrif á túlkun þeirra. Að því leyti kemur úrskurður Landsréttar ekki á óvart,“ segir Sigríður Andersen dómsmálaráðherra um úrskurð Landsréttar sem synjaði Atla Helgasyni um endurheimt lögmannsréttinda sinna fyrr í vikunni. Í úrskurði Landsréttar er vísað til þess að vegna breytinga á almennum hegningarlögum í fyrrahaust hafi viðtekin dómaframkvæmd ekki þá þýðingu sem hún hafði áður. Ráðherra segir að hafa verði í huga að frumvarpið um afnám uppreistar æru úr lögum hafi aldrei verið hugsað sem annað en tímabundið úrræði til að bregðast við stjórnsýslu sem framkvæmd hafði verið um áratuga skeið en hún hafi stöðvað í maí 2017. „Þannig mátti við því búast að breytt lög myndu breyta réttarframkvæmd á einhvern ófyrirséðan hátt. Það var í þessu ljósi sem ég hafði lagt til endurskoðun laga á heildstæðan hátt en ekki með þeim hætti sem varð ofan á í kjölfar óðagots og stjórnarslita um miðja nótt,“ segir Sigríður. Aðdragandi lagasetningarinnar var mikil reiðibylgja sem gekk yfir samfélagið síðastliðið haust vegna tveggja dæmdra kynferðisbrotamanna sem fengið höfðu uppreist æru. Dómsmálaráðherra boðaði í kjölfarið heildarendurskoðun á lagaákvæðum um uppreist æru og missi borgararéttinda vegna mannorðsflekkunar. Þegar ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sprakk og boðað var til kosninga voru ákvæði um uppreist æru felld brott úr almennum hegningarlögum í miklum flýti en heildarendurskoðun fyrirkomulags við missi og endurheimt réttinda að öðru leyti látin bíða um sinn. Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær, var lagafrumvarpið samþykkt með afbrigðum frá þingskaparlögum, sama dag og frumvarpið var lagt fram, án samráðs við refsiréttarnefnd og án þess að umsagnarfrestur væri veittur. Í nefndaráliti allsherjar- og menntamálanefndar var tekið fram að brottfall ákvæðanna úr hegningarlögunum án heildarendurskoðunar á fyrirkomulagi um missi og endurheimt borgararéttinda fæli í sér ólögmæta mannréttindaskerðingu. Vinna við fyrrgreinda heildarendurskoðun er nú á lokametrunum í dómsmálaráðuneytinu og að sögn ráðherra verða frumvarpsdrög kynnt á samráðsvef stjórnarráðsins upp úr mánaðamótum. Einar Hannesson, aðstoðarmaður ráðherra, segir að um almenna breytingu á almennum hegningarlögum verði að ræða og þá verði nálgun breytt í nokkuð mörgum sérlögum sem kveða á um óflekkað mannorð ýmissa starfsstétta. Aðspurður um lögmannsréttindi sérstaklega segir Einar stefnt að því að skilyrðum til að fá lögmannsréttindi verði breytt og í stað kröfu um óflekkað mannorð verði kveðið á um að til að öðlast slík réttindi megi viðkomandi ekki hafa hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað hafi hann verið orðinn 18 ára þegar brotið var framið. Lagt sé upp með að unnt verði að veita undanþágu frá því skilyrði gegn sérstökum meðmælum. Aðspurður um hvort krafa verði gerð um að slík meðmæli komi frá Lögmannafélaginu, segir Einar að frumvarpið sé enn í vinnslu og hafi ekki verið kynnt í ráðuneytinu en bendir þó á að nýgengnir úrskurðir dómstóla sýni að umsagnir þess félags sæti endurskoðun dómstóla og að félagið njóti sérstakrar stöðu umfram önnur félög enda hafi það lögbundnu hlutverki að gegna sem eftirlitsaðili með störfum lögmanna. Birtist í Fréttablaðinu Uppreist æru Tengdar fréttir Í lagalegu tómarúmi eftir lagabreytingu Með úrskurði um synjun á beiðni um endurheimt lögmannsréttinda var viðtekinni dómaframkvæmd vikið til hliðar með vísan til lagabreytingar á Alþingi um brottfall ákvæða um uppreist æru. Þingnefnd taldi breytinguna valda ólögmætri skerðingu mannréttinda. 22. júní 2018 06:00 Atli fær ekki lögmannsréttindi á ný Landsréttur sneri þar með við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því 16. maí síðastliðinn. 21. júní 2018 15:24 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
„Lagabreytingar gefa alltaf vísbendingu um löggjafarviljann á hverjum tíma og því er viðbúið að breytt viðhorf í lögum hafi áhrif á túlkun þeirra. Að því leyti kemur úrskurður Landsréttar ekki á óvart,“ segir Sigríður Andersen dómsmálaráðherra um úrskurð Landsréttar sem synjaði Atla Helgasyni um endurheimt lögmannsréttinda sinna fyrr í vikunni. Í úrskurði Landsréttar er vísað til þess að vegna breytinga á almennum hegningarlögum í fyrrahaust hafi viðtekin dómaframkvæmd ekki þá þýðingu sem hún hafði áður. Ráðherra segir að hafa verði í huga að frumvarpið um afnám uppreistar æru úr lögum hafi aldrei verið hugsað sem annað en tímabundið úrræði til að bregðast við stjórnsýslu sem framkvæmd hafði verið um áratuga skeið en hún hafi stöðvað í maí 2017. „Þannig mátti við því búast að breytt lög myndu breyta réttarframkvæmd á einhvern ófyrirséðan hátt. Það var í þessu ljósi sem ég hafði lagt til endurskoðun laga á heildstæðan hátt en ekki með þeim hætti sem varð ofan á í kjölfar óðagots og stjórnarslita um miðja nótt,“ segir Sigríður. Aðdragandi lagasetningarinnar var mikil reiðibylgja sem gekk yfir samfélagið síðastliðið haust vegna tveggja dæmdra kynferðisbrotamanna sem fengið höfðu uppreist æru. Dómsmálaráðherra boðaði í kjölfarið heildarendurskoðun á lagaákvæðum um uppreist æru og missi borgararéttinda vegna mannorðsflekkunar. Þegar ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sprakk og boðað var til kosninga voru ákvæði um uppreist æru felld brott úr almennum hegningarlögum í miklum flýti en heildarendurskoðun fyrirkomulags við missi og endurheimt réttinda að öðru leyti látin bíða um sinn. Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær, var lagafrumvarpið samþykkt með afbrigðum frá þingskaparlögum, sama dag og frumvarpið var lagt fram, án samráðs við refsiréttarnefnd og án þess að umsagnarfrestur væri veittur. Í nefndaráliti allsherjar- og menntamálanefndar var tekið fram að brottfall ákvæðanna úr hegningarlögunum án heildarendurskoðunar á fyrirkomulagi um missi og endurheimt borgararéttinda fæli í sér ólögmæta mannréttindaskerðingu. Vinna við fyrrgreinda heildarendurskoðun er nú á lokametrunum í dómsmálaráðuneytinu og að sögn ráðherra verða frumvarpsdrög kynnt á samráðsvef stjórnarráðsins upp úr mánaðamótum. Einar Hannesson, aðstoðarmaður ráðherra, segir að um almenna breytingu á almennum hegningarlögum verði að ræða og þá verði nálgun breytt í nokkuð mörgum sérlögum sem kveða á um óflekkað mannorð ýmissa starfsstétta. Aðspurður um lögmannsréttindi sérstaklega segir Einar stefnt að því að skilyrðum til að fá lögmannsréttindi verði breytt og í stað kröfu um óflekkað mannorð verði kveðið á um að til að öðlast slík réttindi megi viðkomandi ekki hafa hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað hafi hann verið orðinn 18 ára þegar brotið var framið. Lagt sé upp með að unnt verði að veita undanþágu frá því skilyrði gegn sérstökum meðmælum. Aðspurður um hvort krafa verði gerð um að slík meðmæli komi frá Lögmannafélaginu, segir Einar að frumvarpið sé enn í vinnslu og hafi ekki verið kynnt í ráðuneytinu en bendir þó á að nýgengnir úrskurðir dómstóla sýni að umsagnir þess félags sæti endurskoðun dómstóla og að félagið njóti sérstakrar stöðu umfram önnur félög enda hafi það lögbundnu hlutverki að gegna sem eftirlitsaðili með störfum lögmanna.
Birtist í Fréttablaðinu Uppreist æru Tengdar fréttir Í lagalegu tómarúmi eftir lagabreytingu Með úrskurði um synjun á beiðni um endurheimt lögmannsréttinda var viðtekinni dómaframkvæmd vikið til hliðar með vísan til lagabreytingar á Alþingi um brottfall ákvæða um uppreist æru. Þingnefnd taldi breytinguna valda ólögmætri skerðingu mannréttinda. 22. júní 2018 06:00 Atli fær ekki lögmannsréttindi á ný Landsréttur sneri þar með við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því 16. maí síðastliðinn. 21. júní 2018 15:24 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
Í lagalegu tómarúmi eftir lagabreytingu Með úrskurði um synjun á beiðni um endurheimt lögmannsréttinda var viðtekinni dómaframkvæmd vikið til hliðar með vísan til lagabreytingar á Alþingi um brottfall ákvæða um uppreist æru. Þingnefnd taldi breytinguna valda ólögmætri skerðingu mannréttinda. 22. júní 2018 06:00
Atli fær ekki lögmannsréttindi á ný Landsréttur sneri þar með við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því 16. maí síðastliðinn. 21. júní 2018 15:24