Byrjunarliðið á móti Nígeríu: Jón Daði og Rúrik koma inn í 4-4-2 Tómas Þór Þórðarson í Volgograd skrifar 22. júní 2018 13:45 Rúrik Gíslason var ekki í EM-hópnum fyrir tveimur árum en byrjar nú annan leik Íslands á HM. vísir/getty Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, gerir tvær breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Argentínu fyrir leikinn Nígeríu sem hefst á Volgograd Arena klukkan 18.00 að rússneskum tíma. Rúrik Gíslason kemur inn á kantinn fyrir Jóhann Berg Guðmundsson sem er meiddur en Heimir var neyddur til að gera þá breytingu vegna meiðsla Jóhanns. Annars hefði hann byrjað. Rúrik var ekki í EM-hópnum fyrir tveimur árum en byrjar nú annan leik Íslands á HM. Heimir fer í 4-4-2 í dag og fækkar miðjumönnum um einn. Emil Hallfreðsson sest á bekkinn og Jón Daði Böðvarsson kemur inn í framlínuna við hlið Alfreðs Finnbogasonar. This is how we start the game against Nigeria.#fyririsland pic.twitter.com/pDAn99SxMF— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 22, 2018 Fyrir tveimur árum á EM 2016 í Frakklandi byrjaði sama liðið alla fimm leikina enda voru Heimir og Lars þá í þeirri stöðu að enginn leikmaður meiddist og aðeins Alfreð Finnbogason fór í leikbann en hann var þá ekki byrjunarliðsmaður. Ísland er með eitt stig í D-riðlinum en Nígería er án stiga eftir tap gegn Króatíu í fyrsta leik og því um risastóran leik að ræða fyrir bæði lið.Beina textalýsingu Vísis frá leiknum þar sem verið er að hita upp fyrir leikinn má finna hér.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Ég er frá Suður-Kóreu en Ísland er mitt land“ Suður-Kóreumaður er mættur til Volgograd til að styðja íslenska landsliðið í fótbolta. 22. júní 2018 12:24 Í beinni: Ísland - Nígería | Sigur kemur strákunum okkar í frábæra stöðu Vannýtt tækifæri og of mikill hiti reyndist íslenska liðinu um megn á HM í dag er það mætti Nígeríu. Andstæðingarnir réðu miklu betur við hitann í seinni hálfleik, keyrðu á þreytta Íslendinga og uppskáru tvö mörk. 22. júní 2018 17:00 Stuðningsmenn í Volgograd: Mættir til að „fara á leikinn maður og drekka brennivín“ Stemmingin var að magnast á stuðningsmannasvæðinu í Volgograd fyrir leik Íslands og Nígeríu sem hefst klukkan 15:00. Arnar Björnsson hitti á hressa stuðningsmenn sem voru tilbúnir til leiks. 22. júní 2018 12:30 „Ísland hættir aldrei að koma mér á óvart“ Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og núverandi landsliðsþjálfari Noregis, talar mjög vel um íslenska fótboltalandsliðið í viðtali við Independent í dag. 22. júní 2018 11:15 Aron Einar ekki á topp tíu yfir bestu fyrirliðana á HM Sagður starfsmaður næturvaktarinnar í Game of Thrones. 22. júní 2018 10:20 Lundinn lentur í Volgograd | Myndir Stemningin er að aukast í þessari sögufrægu borg fyrir leik Íslands og Nígeríu. 22. júní 2018 10:31 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Fleiri fréttir Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, gerir tvær breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Argentínu fyrir leikinn Nígeríu sem hefst á Volgograd Arena klukkan 18.00 að rússneskum tíma. Rúrik Gíslason kemur inn á kantinn fyrir Jóhann Berg Guðmundsson sem er meiddur en Heimir var neyddur til að gera þá breytingu vegna meiðsla Jóhanns. Annars hefði hann byrjað. Rúrik var ekki í EM-hópnum fyrir tveimur árum en byrjar nú annan leik Íslands á HM. Heimir fer í 4-4-2 í dag og fækkar miðjumönnum um einn. Emil Hallfreðsson sest á bekkinn og Jón Daði Böðvarsson kemur inn í framlínuna við hlið Alfreðs Finnbogasonar. This is how we start the game against Nigeria.#fyririsland pic.twitter.com/pDAn99SxMF— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 22, 2018 Fyrir tveimur árum á EM 2016 í Frakklandi byrjaði sama liðið alla fimm leikina enda voru Heimir og Lars þá í þeirri stöðu að enginn leikmaður meiddist og aðeins Alfreð Finnbogason fór í leikbann en hann var þá ekki byrjunarliðsmaður. Ísland er með eitt stig í D-riðlinum en Nígería er án stiga eftir tap gegn Króatíu í fyrsta leik og því um risastóran leik að ræða fyrir bæði lið.Beina textalýsingu Vísis frá leiknum þar sem verið er að hita upp fyrir leikinn má finna hér.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Ég er frá Suður-Kóreu en Ísland er mitt land“ Suður-Kóreumaður er mættur til Volgograd til að styðja íslenska landsliðið í fótbolta. 22. júní 2018 12:24 Í beinni: Ísland - Nígería | Sigur kemur strákunum okkar í frábæra stöðu Vannýtt tækifæri og of mikill hiti reyndist íslenska liðinu um megn á HM í dag er það mætti Nígeríu. Andstæðingarnir réðu miklu betur við hitann í seinni hálfleik, keyrðu á þreytta Íslendinga og uppskáru tvö mörk. 22. júní 2018 17:00 Stuðningsmenn í Volgograd: Mættir til að „fara á leikinn maður og drekka brennivín“ Stemmingin var að magnast á stuðningsmannasvæðinu í Volgograd fyrir leik Íslands og Nígeríu sem hefst klukkan 15:00. Arnar Björnsson hitti á hressa stuðningsmenn sem voru tilbúnir til leiks. 22. júní 2018 12:30 „Ísland hættir aldrei að koma mér á óvart“ Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og núverandi landsliðsþjálfari Noregis, talar mjög vel um íslenska fótboltalandsliðið í viðtali við Independent í dag. 22. júní 2018 11:15 Aron Einar ekki á topp tíu yfir bestu fyrirliðana á HM Sagður starfsmaður næturvaktarinnar í Game of Thrones. 22. júní 2018 10:20 Lundinn lentur í Volgograd | Myndir Stemningin er að aukast í þessari sögufrægu borg fyrir leik Íslands og Nígeríu. 22. júní 2018 10:31 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Fleiri fréttir Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira
„Ég er frá Suður-Kóreu en Ísland er mitt land“ Suður-Kóreumaður er mættur til Volgograd til að styðja íslenska landsliðið í fótbolta. 22. júní 2018 12:24
Í beinni: Ísland - Nígería | Sigur kemur strákunum okkar í frábæra stöðu Vannýtt tækifæri og of mikill hiti reyndist íslenska liðinu um megn á HM í dag er það mætti Nígeríu. Andstæðingarnir réðu miklu betur við hitann í seinni hálfleik, keyrðu á þreytta Íslendinga og uppskáru tvö mörk. 22. júní 2018 17:00
Stuðningsmenn í Volgograd: Mættir til að „fara á leikinn maður og drekka brennivín“ Stemmingin var að magnast á stuðningsmannasvæðinu í Volgograd fyrir leik Íslands og Nígeríu sem hefst klukkan 15:00. Arnar Björnsson hitti á hressa stuðningsmenn sem voru tilbúnir til leiks. 22. júní 2018 12:30
„Ísland hættir aldrei að koma mér á óvart“ Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og núverandi landsliðsþjálfari Noregis, talar mjög vel um íslenska fótboltalandsliðið í viðtali við Independent í dag. 22. júní 2018 11:15
Aron Einar ekki á topp tíu yfir bestu fyrirliðana á HM Sagður starfsmaður næturvaktarinnar í Game of Thrones. 22. júní 2018 10:20
Lundinn lentur í Volgograd | Myndir Stemningin er að aukast í þessari sögufrægu borg fyrir leik Íslands og Nígeríu. 22. júní 2018 10:31