Sumarmessan: Var Alfreð að uppljóstra framherjafélaganum gegn Nígeríu? Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 22. júní 2018 11:30 Björn Bergmann kom inn á í leiknum gegn Argentínu. Byrjar hann gegn Nígeríu? vísir/vilhelm Mikið hefur verið rætt um það hvernig Heimir Hallgrímsson mun stilla íslenska landsliðinu upp gegn Nígeríu í dag. Ljóst er að Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með vegna meiðsla og þá hafa einhverjir spáð fyrir um breytingu á leikskipulagi.Tómas Þór Þórðarson skrifaði skemmtilega pælingu í gær þar sem hann vill sjá Heimi fara í 4-4-2 og taka „Eskifjarðarvaltarann“ á þetta, sjá liðið stilla upp eins og gegn Tyrkjum ytra í undankeppninni. Færi svo að Heimir færi þá leið þyrfti Heimir að setja annan framherja upp með Alfreð Finnbogasyni. Jón Daði Böðvarsson var fremstur með Alfreð gegn Tyrkjum og hann hefur verið fastamaður í byrjunarliði Íslands svo flestir veðja líklega á að sjá Selfyssinginn frammi. Alfreð gaf þó ágæta vísbendingu um það að Skagamaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson yrði félagi hans frammi en ekki Jón Daði. Alfreð setti myndband á Instastory í gær af æfingu á vellinum í Volgograd. Þar má sjá hann og Björn Bergmann saman fremsta. „Hvað þýðir þetta?“ spurði Benedikt Valsson í Sumarmessunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Aron Jóhannsson, leikmaður Werder Bremen og bandaríska landsliðsins, var í setti í gær og þurfti að svara fyrir þetta. „Það er oft þannig að daginn fyrir leik eru menn sem gætu spilað saman paraðir saman á æfingunni. Þeir eru að finna smá tengingu daginn fyrir leik,“ sagði Aron. Hann bætti þó við að „ég gæti alveg trúað því líka að þetta hafi verið eina markið hans á æfingunni og hann sé að sýna okkur það bara.“ Það kemur í ljós um klukkan tvö í dag hvert byrjunarlið Heimis verður, leikur Íslands og Nígeríu hefst svo klukkan 15:00 að íslenskum tíma á Volgograd Arena og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:00 að kvöldi hvers leikdags á HM. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Fleiri fréttir Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um það hvernig Heimir Hallgrímsson mun stilla íslenska landsliðinu upp gegn Nígeríu í dag. Ljóst er að Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með vegna meiðsla og þá hafa einhverjir spáð fyrir um breytingu á leikskipulagi.Tómas Þór Þórðarson skrifaði skemmtilega pælingu í gær þar sem hann vill sjá Heimi fara í 4-4-2 og taka „Eskifjarðarvaltarann“ á þetta, sjá liðið stilla upp eins og gegn Tyrkjum ytra í undankeppninni. Færi svo að Heimir færi þá leið þyrfti Heimir að setja annan framherja upp með Alfreð Finnbogasyni. Jón Daði Böðvarsson var fremstur með Alfreð gegn Tyrkjum og hann hefur verið fastamaður í byrjunarliði Íslands svo flestir veðja líklega á að sjá Selfyssinginn frammi. Alfreð gaf þó ágæta vísbendingu um það að Skagamaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson yrði félagi hans frammi en ekki Jón Daði. Alfreð setti myndband á Instastory í gær af æfingu á vellinum í Volgograd. Þar má sjá hann og Björn Bergmann saman fremsta. „Hvað þýðir þetta?“ spurði Benedikt Valsson í Sumarmessunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Aron Jóhannsson, leikmaður Werder Bremen og bandaríska landsliðsins, var í setti í gær og þurfti að svara fyrir þetta. „Það er oft þannig að daginn fyrir leik eru menn sem gætu spilað saman paraðir saman á æfingunni. Þeir eru að finna smá tengingu daginn fyrir leik,“ sagði Aron. Hann bætti þó við að „ég gæti alveg trúað því líka að þetta hafi verið eina markið hans á æfingunni og hann sé að sýna okkur það bara.“ Það kemur í ljós um klukkan tvö í dag hvert byrjunarlið Heimis verður, leikur Íslands og Nígeríu hefst svo klukkan 15:00 að íslenskum tíma á Volgograd Arena og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:00 að kvöldi hvers leikdags á HM.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Fleiri fréttir Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Sjá meira