„Vertu til er vorið kallar á þig“ gæti gert Volgograd að íslenskri gryfju Kolbeinn Tumi Daðason í Volgograd skrifar 22. júní 2018 10:15 Þessi unga stúlka kann alveg örugglega Vertu til og gæti fengið tæplega 40 þúsund Rússa á band Íslands í dag. Vísir/Vilhelm Hvert íslenskt mannsbarn þekkir lagið Vertu til. Stemmningslag sem aldrei er of oft sungið. Lagið er rússneskt en Tryggvi Þorsteinsson samdi íslenskan texta við lagið. Einhverjir snillingar bættu svo við „Hey“ aftan við lagið sem kryddar það og gerir það enn meira spennandi fyrir leikskólabörn að fagna í lokin. Lagið var samið árið 1938 af Rússanum Matvei Isaakovich Blanter en upprunalegi textinn var saminn af Mikhail Isakovsky. Ungar skólastúlkur frumfluttu lagið árið 1941 í Moskvu sem kveðju til rússneskra hermanna sem voru á leið á vígstöðvar seinni heimstyrjaldarinnar. Talið er að um 2000 íslenskir stuðningsmenn verði í flugnabúrinu í Volgograd þegar flautað var til leiks í dag. Þýskur þjálfari Nígeríu, Gernot Rohr, á von á 250 stuðningsmönnum Nígeríu og 20 þúsund stuðningsmönnum Íslands. Um 40 þúsund miðar hafa verið seldir á leikinn í dag en leikvangurinn tekur tæplega 46 þúsund manns í sæti. Langflestir áhorfendur verða væntanlega rússneskir. Ein leið til að vinna Rússann á sitt band í leiknum væri að syngja Vertu til oft og títt. Rússar elska þetta lag, syngja það reglulega á götum úti og það gæti skapað geggjaða stemmningu á leiknum á milli þess sem Víkingaklappið er tekið. Hér að neðan er íslenski textinn.Vertu til Vertu til er vorið kallar á þig, vertu til að leggja hönd á plóg. Komdu út því að sólskinið vill sjá þig sveifla haka og rækta nýjan skóg, sveifla haka og rækta nýjan skóg. (Hey!)Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Hvert íslenskt mannsbarn þekkir lagið Vertu til. Stemmningslag sem aldrei er of oft sungið. Lagið er rússneskt en Tryggvi Þorsteinsson samdi íslenskan texta við lagið. Einhverjir snillingar bættu svo við „Hey“ aftan við lagið sem kryddar það og gerir það enn meira spennandi fyrir leikskólabörn að fagna í lokin. Lagið var samið árið 1938 af Rússanum Matvei Isaakovich Blanter en upprunalegi textinn var saminn af Mikhail Isakovsky. Ungar skólastúlkur frumfluttu lagið árið 1941 í Moskvu sem kveðju til rússneskra hermanna sem voru á leið á vígstöðvar seinni heimstyrjaldarinnar. Talið er að um 2000 íslenskir stuðningsmenn verði í flugnabúrinu í Volgograd þegar flautað var til leiks í dag. Þýskur þjálfari Nígeríu, Gernot Rohr, á von á 250 stuðningsmönnum Nígeríu og 20 þúsund stuðningsmönnum Íslands. Um 40 þúsund miðar hafa verið seldir á leikinn í dag en leikvangurinn tekur tæplega 46 þúsund manns í sæti. Langflestir áhorfendur verða væntanlega rússneskir. Ein leið til að vinna Rússann á sitt band í leiknum væri að syngja Vertu til oft og títt. Rússar elska þetta lag, syngja það reglulega á götum úti og það gæti skapað geggjaða stemmningu á leiknum á milli þess sem Víkingaklappið er tekið. Hér að neðan er íslenski textinn.Vertu til Vertu til er vorið kallar á þig, vertu til að leggja hönd á plóg. Komdu út því að sólskinið vill sjá þig sveifla haka og rækta nýjan skóg, sveifla haka og rækta nýjan skóg. (Hey!)Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira