Búið í Færeyjum í 28 ár og ætlar með landsliðinu í úrslitaleikinn Kolbeinn Tumi Daðason í Volgograd skrifar 21. júní 2018 22:00 Heine, Guðmundur og Markús. Vísir/Vilhelm Guðmundur Guðmundsson hefur búið í Færeyjum í 28 ár eða frá árinu 1990. Hann fylgir samt íslenskum landsliðum eftir sem mest hann má og er að sjálfsögðu mættur til Rússlands. Með í för er sonur hans Markús Justinussen Guðmundsson og Heine Justinussen. „Við vorum í Frakklandi fyrir tveimur árum, líka með Færeyingum, og svo í Þýskalandi á sínum tíma,“ segir Guðmundur. Hann á við leikinn fræga í Hamburg þegar Ísland lék við heimamenn í lokaleiknum í riðlinum, enn í séns að komast á Evrópumótið 2004. Niðurstaðan varð 3-0 jafntefli þar sem mark var dæmt af Hermanni Hreiðarssyni sem hefði jafnað í 1-1. Stutt á milli hláturs og gráturs. „Ég er harður stuðningsmaður og fylgi þeim út um allt.“ Göngustígur sem liggur að stuðningsmannasvæðinu í Volgograd.Vísir/VilhelmÞremenningarnir segja stemmninguna heima í Færeyjum fyrir íslenska landsliðinu afar mikla. Þannig hafi um 1500 manns safnast saman á Tröppunum í Þórshöfn og horft saman á Argentínuleikinn. Guðmundur á von á öðru eins gegn Nígeríu á morgun. „Það er svo frábært, ég fæ bara gæsahúð að hugsa um þetta,“ segir Guðmundur. Verslunum verður lokað á Íslandi meðan leik stendur og á Guðmundur allt eins von á að það verði uppi á teningnum í einhverjum verslunum í Færeyjum. „Og hérna í Rússlandi! Við hittum einn verslunareiganda í Moskvu og hann ætlaði að loka á meðan Ísland léki gegn Argentínu,“ segir Guðmundur en verslunin var einhvers konar túristabúð.Færeyingar hafa löngum stutt við bakið á Íslendingum.Vísir/SHStrákarnir ætla að fylgja íslenska liðinu alla leið. „Follow your team,“ segja þeir og vísa til þeirrar tegundar miða þar sem maður tryggir sér miða á leiki eins langt og liðið manns nær í keppninni. „Alla leið í úrslitaleikinn. Ef strákarnir ætla að gera þetta þá gerum við það líka,“ segir Guðmundur. „Þetta er alveg æðislegt. Algjört ævintýri.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson hefur búið í Færeyjum í 28 ár eða frá árinu 1990. Hann fylgir samt íslenskum landsliðum eftir sem mest hann má og er að sjálfsögðu mættur til Rússlands. Með í för er sonur hans Markús Justinussen Guðmundsson og Heine Justinussen. „Við vorum í Frakklandi fyrir tveimur árum, líka með Færeyingum, og svo í Þýskalandi á sínum tíma,“ segir Guðmundur. Hann á við leikinn fræga í Hamburg þegar Ísland lék við heimamenn í lokaleiknum í riðlinum, enn í séns að komast á Evrópumótið 2004. Niðurstaðan varð 3-0 jafntefli þar sem mark var dæmt af Hermanni Hreiðarssyni sem hefði jafnað í 1-1. Stutt á milli hláturs og gráturs. „Ég er harður stuðningsmaður og fylgi þeim út um allt.“ Göngustígur sem liggur að stuðningsmannasvæðinu í Volgograd.Vísir/VilhelmÞremenningarnir segja stemmninguna heima í Færeyjum fyrir íslenska landsliðinu afar mikla. Þannig hafi um 1500 manns safnast saman á Tröppunum í Þórshöfn og horft saman á Argentínuleikinn. Guðmundur á von á öðru eins gegn Nígeríu á morgun. „Það er svo frábært, ég fæ bara gæsahúð að hugsa um þetta,“ segir Guðmundur. Verslunum verður lokað á Íslandi meðan leik stendur og á Guðmundur allt eins von á að það verði uppi á teningnum í einhverjum verslunum í Færeyjum. „Og hérna í Rússlandi! Við hittum einn verslunareiganda í Moskvu og hann ætlaði að loka á meðan Ísland léki gegn Argentínu,“ segir Guðmundur en verslunin var einhvers konar túristabúð.Færeyingar hafa löngum stutt við bakið á Íslendingum.Vísir/SHStrákarnir ætla að fylgja íslenska liðinu alla leið. „Follow your team,“ segja þeir og vísa til þeirrar tegundar miða þar sem maður tryggir sér miða á leiki eins langt og liðið manns nær í keppninni. „Alla leið í úrslitaleikinn. Ef strákarnir ætla að gera þetta þá gerum við það líka,“ segir Guðmundur. „Þetta er alveg æðislegt. Algjört ævintýri.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira